Hótar að sniðganga Ólympíuleikana eftir alhvíta kynningarmynd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 12:31 Liz Cambage og myndin sem hún er ósátt við. getty/ethan miller/jockey Liz Cambage, leikmaður átralska körfuboltalandsliðsins, hefur hótað að sniðganga Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna skorts á fjölbreytileika á kynningarmynd fyrir leikana. Á myndinni, sem er frá styrktaraðilanum Jockey, sjást átta fulltrúar Ástralíu á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra, fjórir menn og fjórar konur, öll hvít á hörund. Cambage vakti athygli á því á Instagram að enginn íþróttamaður sem er dökkur á hörund væri á kynningarmyndinni. „Ef ég hef sagt það einu sinni hef ég sagt það milljón sinnum. Hvernig á ég að standa fyrir land sem stendur ekki fyrir mig,“ skrifaði Cambage við myndina. Hún gagnrýndi einnig aðra mynd af Ólympíuförum sem ruðningskappinn Maurice Longbottom, sem er af ætt frumbyggja, var meðal annars á. „Gervibrúnka er ekki fjölbreytni,“ skrifaði Cambage og sagði svo að ástralska ólympíusambandið gerði í því að fela svart íþróttafólk. Í kjölfar ummæla Cambages sendi ástralska ólympíusambandið frá sér yfirlýsingu þar sem það tók undir gagnrýni körfuboltakonunnar og lofaði fleiri myndum af svörtu íþróttafólki. Það sagðist þó hafa gert ýmislegt til að hampa því og hafa það sýnilegt. watch on YouTube Fyrrverandi þjálfari Cambages í ástralska landsliðinu, Tom Maher, gagnrýndi ummæli hennar. „Var samkynhneigður Ólympíufari á myndinni? Var einhver af asískum uppruna? Ég meina, hvar endar þetta?“ sagði Maher. „Ef ég væri þjálfari gæfi ég ekki mikið fyrir þessar hótanir. Ef hún vill vera með, getur hún verið með. En ef hún ætlar að sniðganga leikana óska ég henni bara góðs gengis.“ Cambage vann brons með ástralska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. Hún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Cambage leikur með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum. Hún á metið yfir flest stig í einum leik í deildinni. Hún skoraði 53 stig gegn New York Liberty fyrir þremur árum. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Á myndinni, sem er frá styrktaraðilanum Jockey, sjást átta fulltrúar Ástralíu á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra, fjórir menn og fjórar konur, öll hvít á hörund. Cambage vakti athygli á því á Instagram að enginn íþróttamaður sem er dökkur á hörund væri á kynningarmyndinni. „Ef ég hef sagt það einu sinni hef ég sagt það milljón sinnum. Hvernig á ég að standa fyrir land sem stendur ekki fyrir mig,“ skrifaði Cambage við myndina. Hún gagnrýndi einnig aðra mynd af Ólympíuförum sem ruðningskappinn Maurice Longbottom, sem er af ætt frumbyggja, var meðal annars á. „Gervibrúnka er ekki fjölbreytni,“ skrifaði Cambage og sagði svo að ástralska ólympíusambandið gerði í því að fela svart íþróttafólk. Í kjölfar ummæla Cambages sendi ástralska ólympíusambandið frá sér yfirlýsingu þar sem það tók undir gagnrýni körfuboltakonunnar og lofaði fleiri myndum af svörtu íþróttafólki. Það sagðist þó hafa gert ýmislegt til að hampa því og hafa það sýnilegt. watch on YouTube Fyrrverandi þjálfari Cambages í ástralska landsliðinu, Tom Maher, gagnrýndi ummæli hennar. „Var samkynhneigður Ólympíufari á myndinni? Var einhver af asískum uppruna? Ég meina, hvar endar þetta?“ sagði Maher. „Ef ég væri þjálfari gæfi ég ekki mikið fyrir þessar hótanir. Ef hún vill vera með, getur hún verið með. En ef hún ætlar að sniðganga leikana óska ég henni bara góðs gengis.“ Cambage vann brons með ástralska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. Hún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Cambage leikur með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum. Hún á metið yfir flest stig í einum leik í deildinni. Hún skoraði 53 stig gegn New York Liberty fyrir þremur árum.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira