Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2021 08:35 Mánagarður er að finna við Eggertsgötu í Reykjavík, en skólinn er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. Reykjavíkurborg „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. Hún segir ástandið skiljanlega hafa mikil áhrif á skólastarfið og að hún hafi fengið upplýsingar um að ástandið sé sambærilegt á öðrum leikskólum. „Ég er búin að biðja foreldra um að halda börnum heima. Það er meira helmingur starfsfólks fjarverandi.“ Stór hluti fólk í kennarastétt fékk boð um að mæta í bólusetningu í gær, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að farið var eftir nöfnum fólks. Náðist að boða leikskólakennara með nöfn sem byrja á bókstöfum A til K og A til L grunnskólum. Fólk í prófum í forgangi Soffía segist hafa sent boð á foreldra í morgun og beðið alla þá sem geta að halda börnum heima í dag. „Þeir sem eru í prófum, þeir hafa forgang hjá okkur. Við reynum að gera eins vel og við getum.“ Soffía segir að tuttugu af 38 starfsmönnum skólans hafi farið í bólusetningu í gær. „Fólk er bara mjög veikt, háan hita og beinverki. Þetta er bara svona.“ Dásamlegt sumar framundan Soffía segir það frábært að starfsfólk leikskólans og annarra leikskóla skuli nú komast í bólusetningu. „Þetta mun létta okkur lífið gífurlega. Við tökum þessu, en það er gífurleg gleði og svo getum við farið að lifa eðlilegu lífi. Það er dásamlegt sumar framundan.“ Soffía heyrt í öðrum leikskólastjórum og segir sömu sögu að segja þaðan. „Það eru rosalega margir veikir. Við erum samt þakklát fyrir góða veðrið. Við getum því verið úti. Það bjargar okkur í dag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Skóla - og menntamál Háskólar Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hún segir ástandið skiljanlega hafa mikil áhrif á skólastarfið og að hún hafi fengið upplýsingar um að ástandið sé sambærilegt á öðrum leikskólum. „Ég er búin að biðja foreldra um að halda börnum heima. Það er meira helmingur starfsfólks fjarverandi.“ Stór hluti fólk í kennarastétt fékk boð um að mæta í bólusetningu í gær, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að farið var eftir nöfnum fólks. Náðist að boða leikskólakennara með nöfn sem byrja á bókstöfum A til K og A til L grunnskólum. Fólk í prófum í forgangi Soffía segist hafa sent boð á foreldra í morgun og beðið alla þá sem geta að halda börnum heima í dag. „Þeir sem eru í prófum, þeir hafa forgang hjá okkur. Við reynum að gera eins vel og við getum.“ Soffía segir að tuttugu af 38 starfsmönnum skólans hafi farið í bólusetningu í gær. „Fólk er bara mjög veikt, háan hita og beinverki. Þetta er bara svona.“ Dásamlegt sumar framundan Soffía segir það frábært að starfsfólk leikskólans og annarra leikskóla skuli nú komast í bólusetningu. „Þetta mun létta okkur lífið gífurlega. Við tökum þessu, en það er gífurleg gleði og svo getum við farið að lifa eðlilegu lífi. Það er dásamlegt sumar framundan.“ Soffía heyrt í öðrum leikskólastjórum og segir sömu sögu að segja þaðan. „Það eru rosalega margir veikir. Við erum samt þakklát fyrir góða veðrið. Við getum því verið úti. Það bjargar okkur í dag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Skóla - og menntamál Háskólar Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira