Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 06:47 Hafa ber í huga að þær tölur sem birtar eru á vef Lyfjastofnunar snúa að tilkynningum um grun um aukaverkun. Heildarfjöldi tilkynninga telja nú 873. Vísir/Vilhelm Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Átta andlát voru tilkynnt í kjölfar bólusetninga í janúar, tvö í febrúar, fimm í mars og eitt í apríl. Líkt og áður hefur verið greint frá var sérstök rannsókn framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fimm fyrstu alvarlegu tilkynningana vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar 20. janúar. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilvikanna væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. „Tíðni andláta er ekki hærri en búast mætti við í þeim hópi sem bólusettur hefur verið. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19,“ segir í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þrír í lífshættulegu ástandi eftir bólusetningu Þrjátíu alvarlegar tilkynningar hafa borist í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá Pfizer. Fimmtán varða andlát og fjórtán af þeim andlát einstaklinga 75 ára og eldri. Tólf af þessum fjórtán voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði eldri einstakling, það er að segja á aldrinum 65 til 74 ára, sem var með marga undirliggjandi sjúkdóma. Af hinum fimmtán voru tíu lagðir inn á sjúkrahús og þar af voru tveir í lífshættulegu ástandi. Fimm tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru þar af leiðandi flokkaðar sem alvarlegar. Fimm alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnisins frá Moderna, þar af fjórar vegna sjúkrahúsvista en enginn var í lífshættulegu ástandi. Ein tilkynning taldist klínískt mikilvæg og var flokkuð sem alvarleg. Þá hafa tuttugu alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnisins frá AstraZeneca. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimmtán sjúkrahúsvist en þar af var einn í lífshættulegu ástandi. Fjórar tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru flokkaðar sem alvarlegar. Ekki víst að um orsakasamband sé að ræða Í svari sínu til Vísis ítekar Lyfjastofnun að þegar tilkynningar berast er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum sé hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast sé við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik, þegar upplýsingar geta varpað betra ljósi á tilvikin. „Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Átta andlát voru tilkynnt í kjölfar bólusetninga í janúar, tvö í febrúar, fimm í mars og eitt í apríl. Líkt og áður hefur verið greint frá var sérstök rannsókn framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fimm fyrstu alvarlegu tilkynningana vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar 20. janúar. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilvikanna væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. „Tíðni andláta er ekki hærri en búast mætti við í þeim hópi sem bólusettur hefur verið. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19,“ segir í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þrír í lífshættulegu ástandi eftir bólusetningu Þrjátíu alvarlegar tilkynningar hafa borist í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá Pfizer. Fimmtán varða andlát og fjórtán af þeim andlát einstaklinga 75 ára og eldri. Tólf af þessum fjórtán voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði eldri einstakling, það er að segja á aldrinum 65 til 74 ára, sem var með marga undirliggjandi sjúkdóma. Af hinum fimmtán voru tíu lagðir inn á sjúkrahús og þar af voru tveir í lífshættulegu ástandi. Fimm tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru þar af leiðandi flokkaðar sem alvarlegar. Fimm alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnisins frá Moderna, þar af fjórar vegna sjúkrahúsvista en enginn var í lífshættulegu ástandi. Ein tilkynning taldist klínískt mikilvæg og var flokkuð sem alvarleg. Þá hafa tuttugu alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnisins frá AstraZeneca. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimmtán sjúkrahúsvist en þar af var einn í lífshættulegu ástandi. Fjórar tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru flokkaðar sem alvarlegar. Ekki víst að um orsakasamband sé að ræða Í svari sínu til Vísis ítekar Lyfjastofnun að þegar tilkynningar berast er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum sé hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast sé við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik, þegar upplýsingar geta varpað betra ljósi á tilvikin. „Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira