Trump áfram í banni á Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Donald Trump hefur ekki mátt nota Facebook, Instagram, Twitter né YouTube síðan í janúar. Getty Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Trump fékk rauða spjaldið í janúar eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið. Forsetinn þáverandi var sagður brjóta reglur miðlanna með því að upphefja ofbeldi en hann aðgangi hans á Twitter og YouTube var lokað sömuleiðis. Eftirlitsnefndin, sem hefur það hlutverk að skera úr um réttmæti umdeildra ákvarðana er tengjast Facebook, gagnrýndi þó að forsetinn hafi verið settur í ævilangt bann. Það hafi verið gert án nægrar umhugsunar eða tillits til nokkurra reglna. Stjórnendum Facebook var því gert að endurskoða refsinguna innan sex mánaða. The Board has upheld Facebook s decision on January 7 to suspend then-President Trump from Facebook and Instagram. Trump s posts during the Capitol riot severely violated Facebook s rules and encouraged and legitimized violence. https://t.co/veRvWpeyCi— Oversight Board (@OversightBoard) May 5, 2021 „Facebook getur annað hvort bannað aðganginn tímabundið eða eytt honum,“ sagði í Twitter-færslu nefndarinnar. Mikilvægt sé að samfélagsmiðillinn setji skýrar reglur sem gildi jafnt um alla notendur. Helle Thorning-Schmidt, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sagðist viss um að Facebook hefði skilning á þessari afstöðu eftirlitsnefndarinnar. „Við erum að segja Facebook að leggjast aftur yfir málið og sýna meira gagnsæi. Það þarf að koma fram við alla notendur á sama hátt og ekki beita gerræðislegum refsingum,“ sagði Thorning-Schmidt. Trump, sem sagður er íhuga að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024, deyr þó ekki ráðalaus þótt hann megi ekki lengur skrifa á Twitter og Facebook. Hann opnaði nýtt vefsvæði í gær, eins konar persónulega Twitter-síðu, þar sem hann deilir skoðunum sínum. Bandaríkin Facebook Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Trump fékk rauða spjaldið í janúar eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið. Forsetinn þáverandi var sagður brjóta reglur miðlanna með því að upphefja ofbeldi en hann aðgangi hans á Twitter og YouTube var lokað sömuleiðis. Eftirlitsnefndin, sem hefur það hlutverk að skera úr um réttmæti umdeildra ákvarðana er tengjast Facebook, gagnrýndi þó að forsetinn hafi verið settur í ævilangt bann. Það hafi verið gert án nægrar umhugsunar eða tillits til nokkurra reglna. Stjórnendum Facebook var því gert að endurskoða refsinguna innan sex mánaða. The Board has upheld Facebook s decision on January 7 to suspend then-President Trump from Facebook and Instagram. Trump s posts during the Capitol riot severely violated Facebook s rules and encouraged and legitimized violence. https://t.co/veRvWpeyCi— Oversight Board (@OversightBoard) May 5, 2021 „Facebook getur annað hvort bannað aðganginn tímabundið eða eytt honum,“ sagði í Twitter-færslu nefndarinnar. Mikilvægt sé að samfélagsmiðillinn setji skýrar reglur sem gildi jafnt um alla notendur. Helle Thorning-Schmidt, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sagðist viss um að Facebook hefði skilning á þessari afstöðu eftirlitsnefndarinnar. „Við erum að segja Facebook að leggjast aftur yfir málið og sýna meira gagnsæi. Það þarf að koma fram við alla notendur á sama hátt og ekki beita gerræðislegum refsingum,“ sagði Thorning-Schmidt. Trump, sem sagður er íhuga að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024, deyr þó ekki ráðalaus þótt hann megi ekki lengur skrifa á Twitter og Facebook. Hann opnaði nýtt vefsvæði í gær, eins konar persónulega Twitter-síðu, þar sem hann deilir skoðunum sínum.
Bandaríkin Facebook Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira