NBA dagsins: Fór á kostum á gólfinu fyrir neðan treyju föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Tim Hardaway Jr. skorar hér einn af tíu þristum sínum í leiknum á móti Miami Heat. AP/Wilfredo Lee Tim Hardaway Jr. eyddi mörgum kvöldstundum í að leika sér með körfubolta á gólfinu í íþróttahöll Miami Heat en í nótt mætti hann þangað sem stjörnuleikmaður í NBA-deildinni. Hardaway yngri átti frábæran leik með Dallas Mavericks þegar liðið vann 127-113 sigur á Miami Heat, skoraði tíu þriggja stiga körfur og alls 36 stig. Með sigrinum komst Dallas liðið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en auk Tim þá var Luka Doncic með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið lék aftur á móti án Kristaps Porzingis. Tim Hardaway eldri var stjörnuleikmaður hjá Miami Heat e hann lék með félaginu á árunum 1996 til 2001. Hann var valinn í úrvalslið NBA ársins vorið 1997, annað úrvalsliðið 1998 og 1999 en eftir ferilinn þá var tían hans hengd upp í rjáfur. Hardaway eldri lék alls 367 deildarleiki með Miami og var með 17,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. „Það er mjög sérstakt að fá þann heiður og þau forréttindi að fá að spila undir þessari treyju,“ sagði Tim Hardaway yngri eftir leikinn. Tim fæddist í mars 1992 og var því fjögurra ára þegar faðir hans samdi við Miami Heat og fór frá Golden State Warriors til Flórída. Hann jafnaði Dallas Mavericks metið yfir flesta þrista í leik og var aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því að skora tíu þrista í einum leik á móti Miami Heat. Hinir tveir eru JR Smith (árið 2014) og Paul George (árið 2019). Tim á nú félagsmetið með þeim George McCloud (árið 1995) og Wesley Matthews (árið 2015). „Um leið og hann hitnaði þá varð hann stór X-faktor í leiknum,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari frammistöðu Tim Hardaway Jr. á móti Miami Heat sem myndir frá sigri Phoenix Suns á Cleveland, sigur Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets og sigri New Orleans Pelicans á Golden State Warriors. Það fylgja síðan flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 4. maí 2021) NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Hardaway yngri átti frábæran leik með Dallas Mavericks þegar liðið vann 127-113 sigur á Miami Heat, skoraði tíu þriggja stiga körfur og alls 36 stig. Með sigrinum komst Dallas liðið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en auk Tim þá var Luka Doncic með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið lék aftur á móti án Kristaps Porzingis. Tim Hardaway eldri var stjörnuleikmaður hjá Miami Heat e hann lék með félaginu á árunum 1996 til 2001. Hann var valinn í úrvalslið NBA ársins vorið 1997, annað úrvalsliðið 1998 og 1999 en eftir ferilinn þá var tían hans hengd upp í rjáfur. Hardaway eldri lék alls 367 deildarleiki með Miami og var með 17,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. „Það er mjög sérstakt að fá þann heiður og þau forréttindi að fá að spila undir þessari treyju,“ sagði Tim Hardaway yngri eftir leikinn. Tim fæddist í mars 1992 og var því fjögurra ára þegar faðir hans samdi við Miami Heat og fór frá Golden State Warriors til Flórída. Hann jafnaði Dallas Mavericks metið yfir flesta þrista í leik og var aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því að skora tíu þrista í einum leik á móti Miami Heat. Hinir tveir eru JR Smith (árið 2014) og Paul George (árið 2019). Tim á nú félagsmetið með þeim George McCloud (árið 1995) og Wesley Matthews (árið 2015). „Um leið og hann hitnaði þá varð hann stór X-faktor í leiknum,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari frammistöðu Tim Hardaway Jr. á móti Miami Heat sem myndir frá sigri Phoenix Suns á Cleveland, sigur Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets og sigri New Orleans Pelicans á Golden State Warriors. Það fylgja síðan flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 4. maí 2021)
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira