Mikilvægt að börn og ungmenni þurfi ekki að bíða eftir ADHD greiningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:40 Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR. Vísir/Vilhelm Talið er að allt að sjö prósent barna og ungmenna séu með athyglisbrest með ofvirkni samkvæmt erlendum rannsóknum. Börn sem alast upp við erfiðar félagslegar aðstæður eru með erfiðari einkenni en þau sem búa við öryggi segir forseti sálfræðideildar HR. Birtingarmyndir séu ólíkar milli kynja og líklegt að stelpur fái síður greiningu. Strákar eru mun líklegri en stelpur til að greinast með athyglisbrest með ofvirkni, bæði hér á landi og erlendis. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ein af ástæðum þess séu ólíkar birtingarmyndir ADHD einkenna kynjanna og ólíkar félagslegar áskoranir kynjanna ásamt líðan og hegðun. Við höfum séð að birtingarmyndir hjá strákum hafi meiri áhrif á þeirra félagslega umhverfi, birtist í meiri hreyfingu, þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir og klára verkefni,“ segir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR. Einkenni stúlkna séu önnur. „Einkennin beinast meira að þeim sjálfum og þeirra athygli. Þær finna meira fyrir truflun og mögulega tala þær mikið og meira en stöllur sínar,“ segir Björk. Þessi kynjamunur geti leitt til þess að foreldrar og fagfólk beri síður kennsl á ADHD einkenni stelpna og því fái þær síður greiningu við hæfi en strákar. Afleiðingar fyrir kynin séu líka ólíkar. „Þessar afleiðingar beinast meira út á við hjá drengjum þar sem þeir eru líklegri til að brjóta reglur eða fara ekki eftir þeim. Afleiðingar fyrir stúlkur eru meira inn á við og þær líklegri til að þróa með sér depurð og kvíða,“ segir hún. Hún segir að einkenni ADHD breytist þegar fólk ferð á fullorðinsár. „Hegðunaráhrif mildast með árunum en vandi tengdur athygli minnkar ekki eins mikið,“ segir hún. Bryndís segir afar mikilvægt að börn og ungmenni fái greiningu og aðstoð. „ADHD getur haft heilmikil áhrif á nám og menntun. Það getur til að mynda verið afar erfitt fyrir þessa einstaklinga að fara frá framhaldsskóla í háskóla. Ungmenni geta upplifað allar breytingar í menntun sem erfiðar. Það er því afar mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar hjá fagaðila á þessu sviði. Sérfræðingur getur metið hvaða meðferð hentar hverjum einstakling fyrir sig. Rannsóknir hafa sýnt að það getur haft mikil áhrif á nám og lífsgæði almennt. Það er því mjög mikilvægt að bið eftir greiningu séu ekki löng, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Það er mikilvægt að þetta verði sett á oddinn í heilbrigðiskerfinu. Geðheilbrigðismál barna og unglinga þurfa að vera í forgangi,“ segir hún. Hún segir að erlendar rannsóknir hafi sýnt að um sjö prósent barna og ungmenna séu með ADHD. „Það er mögulega varfærnislegt mat en tölurnar endurpspegla þekkinguna á hverjum tíma. Við teljum jafnframt að kynjamunur á ADHD sé minni en áður hefur verið haldið fram. Hjá fullorðnum er talið að um 2,5-5% séu með slík einkenni,“ segir hún. Hún segir jafnframt að íslenskar rannsóknir sýni að börn sem búa við erfiðar félagslegar rannsóknir séu með meiri ADHD einkenni. „ADHD einkenni hafa mun verri afleiðingar í þeirra lífi heldur en hjá þeim börnum sem búa við öruggt umhverfi. Félagsleg áhrif eru töluverð. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að búa þessum börnum gott og stuðningsríkt umhverfi. Aðspurð hvort hægt sé að fá áunnin athyglisbrest vegna streitu og áreitis segir Bryndís. „Kannski ekki athyglisbrest en við erum öll að fást við áskoranir sem tengjast athygli. Við þurfum öll að vinna í því að stýra athyglinni betur. Velja úr áreitum og finna leiðir til að skipuleggja okkur betur og forgangsraða verkefnum,“ segir hún. Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: ADHD meðal stelpna Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. 4. maí 2021 11:15 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Strákar eru mun líklegri en stelpur til að greinast með athyglisbrest með ofvirkni, bæði hér á landi og erlendis. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ein af ástæðum þess séu ólíkar birtingarmyndir ADHD einkenna kynjanna og ólíkar félagslegar áskoranir kynjanna ásamt líðan og hegðun. Við höfum séð að birtingarmyndir hjá strákum hafi meiri áhrif á þeirra félagslega umhverfi, birtist í meiri hreyfingu, þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir og klára verkefni,“ segir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR. Einkenni stúlkna séu önnur. „Einkennin beinast meira að þeim sjálfum og þeirra athygli. Þær finna meira fyrir truflun og mögulega tala þær mikið og meira en stöllur sínar,“ segir Björk. Þessi kynjamunur geti leitt til þess að foreldrar og fagfólk beri síður kennsl á ADHD einkenni stelpna og því fái þær síður greiningu við hæfi en strákar. Afleiðingar fyrir kynin séu líka ólíkar. „Þessar afleiðingar beinast meira út á við hjá drengjum þar sem þeir eru líklegri til að brjóta reglur eða fara ekki eftir þeim. Afleiðingar fyrir stúlkur eru meira inn á við og þær líklegri til að þróa með sér depurð og kvíða,“ segir hún. Hún segir að einkenni ADHD breytist þegar fólk ferð á fullorðinsár. „Hegðunaráhrif mildast með árunum en vandi tengdur athygli minnkar ekki eins mikið,“ segir hún. Bryndís segir afar mikilvægt að börn og ungmenni fái greiningu og aðstoð. „ADHD getur haft heilmikil áhrif á nám og menntun. Það getur til að mynda verið afar erfitt fyrir þessa einstaklinga að fara frá framhaldsskóla í háskóla. Ungmenni geta upplifað allar breytingar í menntun sem erfiðar. Það er því afar mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar hjá fagaðila á þessu sviði. Sérfræðingur getur metið hvaða meðferð hentar hverjum einstakling fyrir sig. Rannsóknir hafa sýnt að það getur haft mikil áhrif á nám og lífsgæði almennt. Það er því mjög mikilvægt að bið eftir greiningu séu ekki löng, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Það er mikilvægt að þetta verði sett á oddinn í heilbrigðiskerfinu. Geðheilbrigðismál barna og unglinga þurfa að vera í forgangi,“ segir hún. Hún segir að erlendar rannsóknir hafi sýnt að um sjö prósent barna og ungmenna séu með ADHD. „Það er mögulega varfærnislegt mat en tölurnar endurpspegla þekkinguna á hverjum tíma. Við teljum jafnframt að kynjamunur á ADHD sé minni en áður hefur verið haldið fram. Hjá fullorðnum er talið að um 2,5-5% séu með slík einkenni,“ segir hún. Hún segir jafnframt að íslenskar rannsóknir sýni að börn sem búa við erfiðar félagslegar rannsóknir séu með meiri ADHD einkenni. „ADHD einkenni hafa mun verri afleiðingar í þeirra lífi heldur en hjá þeim börnum sem búa við öruggt umhverfi. Félagsleg áhrif eru töluverð. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að búa þessum börnum gott og stuðningsríkt umhverfi. Aðspurð hvort hægt sé að fá áunnin athyglisbrest vegna streitu og áreitis segir Bryndís. „Kannski ekki athyglisbrest en við erum öll að fást við áskoranir sem tengjast athygli. Við þurfum öll að vinna í því að stýra athyglinni betur. Velja úr áreitum og finna leiðir til að skipuleggja okkur betur og forgangsraða verkefnum,“ segir hún.
Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: ADHD meðal stelpna Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. 4. maí 2021 11:15 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Bein útsending: ADHD meðal stelpna Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. 4. maí 2021 11:15