Merk tímamót á Króknum: „Höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2021 11:01 Óskar Smári Haraldsson og Guðni Þór Einarsson eru þjálfarar Tindastóls. Þeir voru í borginni í gær á árlegum kynningarfundi vegna upphafs Pepsi Max-deildarinnar. vísir/Sigurjón Á morgun rennur upp merkur dagur í íþróttasögu Skagafjarðar þegar Tindastóll spilar sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta. Tindastólskonur eiga hins vegar erfitt sumar fyrir höndum og er spáð botnsætinu í Pepsi Max-deildinni. Tindastóll tekur á móti Þrótti R. og verður fyrsta spyrnan á Sauðárkróksvelli tekin kl. 18. Guðni Þór Einarsson, annar tveggja þjálfara Tindastóls, tekur undir að vissulega sé mikill fiðringur í Skagfirðingum: „Stemningin á Króknum er mjög góð. Við hlökkum mikið til að taka þátt og spila við bestu lið landsins,“ segir Guðni en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni þjálfari Tindastóls sem spáð er botnsætinu „Það er mikill fílingur í okkur og okkar stuðningsmönnum, og við öll klár í verkefnið. Við erum náttúrulega algjörlega pressulaus, eina pressan er frá okkur sjálfum, en við vitum hvað við getum og hlökkum til að glíma við þessi lið,“ segir Guðni. Sauðkrækingar eru undir enn minni pressu eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar: „Síðan ég byrjaði fyrir tæpum fjórum árum síðan þá hefur okkur alltaf verið spáð misjöfnu gengi. Við höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur,“ segir Guðni. Ofboðslega ánægð með okkar stelpur Það vekur athygli hve litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og ljóst að Guðni og hans fólk ætlar að treysta á þá leikmenn sem komu liðinu í efstu deild. En ætlar félagið að fá frekari liðsstyrk? „Við höldum því alveg opnu. En við erum búin að vera ofboðslega ánægð með okkar stelpur núna í vetur. Við höfum spilað við þessi lið eins og Blika, Þór/KA og Stjörnuna, og erum mjög ánægð með hópinn. Við lokum samt engum dyrum ef að góðir leikmenn bjóðast.“ Jón Stefán Jónsson hætti í vetur eftir að hafa þjálfað Tindastól með Guðna og tók Óskar Smári Haraldsson við af Jóni: „Auðvitað er eftirsjá af Jónsa, góðum vini mínum. Hann tók að sér starf á Akureyri. En ég er mjög ánægður með að fá Óskar Smára með í teymið. Hann er búinn að þjálfa hjá Stjörnunni síðustu ár og þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Guðni. Tindastóll Pepsi Max-deild kvenna Skagafjörður Tengdar fréttir „Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00 „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Tindastóll tekur á móti Þrótti R. og verður fyrsta spyrnan á Sauðárkróksvelli tekin kl. 18. Guðni Þór Einarsson, annar tveggja þjálfara Tindastóls, tekur undir að vissulega sé mikill fiðringur í Skagfirðingum: „Stemningin á Króknum er mjög góð. Við hlökkum mikið til að taka þátt og spila við bestu lið landsins,“ segir Guðni en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni þjálfari Tindastóls sem spáð er botnsætinu „Það er mikill fílingur í okkur og okkar stuðningsmönnum, og við öll klár í verkefnið. Við erum náttúrulega algjörlega pressulaus, eina pressan er frá okkur sjálfum, en við vitum hvað við getum og hlökkum til að glíma við þessi lið,“ segir Guðni. Sauðkrækingar eru undir enn minni pressu eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar: „Síðan ég byrjaði fyrir tæpum fjórum árum síðan þá hefur okkur alltaf verið spáð misjöfnu gengi. Við höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur,“ segir Guðni. Ofboðslega ánægð með okkar stelpur Það vekur athygli hve litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og ljóst að Guðni og hans fólk ætlar að treysta á þá leikmenn sem komu liðinu í efstu deild. En ætlar félagið að fá frekari liðsstyrk? „Við höldum því alveg opnu. En við erum búin að vera ofboðslega ánægð með okkar stelpur núna í vetur. Við höfum spilað við þessi lið eins og Blika, Þór/KA og Stjörnuna, og erum mjög ánægð með hópinn. Við lokum samt engum dyrum ef að góðir leikmenn bjóðast.“ Jón Stefán Jónsson hætti í vetur eftir að hafa þjálfað Tindastól með Guðna og tók Óskar Smári Haraldsson við af Jóni: „Auðvitað er eftirsjá af Jónsa, góðum vini mínum. Hann tók að sér starf á Akureyri. En ég er mjög ánægður með að fá Óskar Smára með í teymið. Hann er búinn að þjálfa hjá Stjörnunni síðustu ár og þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Guðni.
Tindastóll Pepsi Max-deild kvenna Skagafjörður Tengdar fréttir „Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00 „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
„Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00
„Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31
Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32