Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2021 10:36 Alma Möller landlæknir var bólusett með bóluefni Pfizer klukkan tíu í morgun. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. Fjöldi fólks var bólusettur í dag í Laugardalshöll og náði röðin alla leið út Engjaveginn, þar sem Laugardalhöll stendur, og að hringtorginu á Reykjavegi þegar mest lét. Til stendur að bólusetja um 40 þúsund manns á landsvísu í þessari viku. Heimir Már Pétursson ræddi við Ölmu þegar hún mætti í Laugardalshöll í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og segir hann stemninguna hafa verið mjög góða í Laugardalshöll þegar Alma gekk inn í salinn. Það var klappað fyrir Ölmu þegar hún hlaut bólusetninguna.Vísir/Vilhelm Klappað var fyrir henni í framhaldinu eins og gert var þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti á dögunum. „Hægt að færa rök fyrir því að hjarðónæmi náist fyrr með því að taka úrtak úr öllum aldurshópum,“ sagði Alma áður en að hún var bólusett. „Þetta gengur stórkostlega vel og eina er að það er takmarkað framboð af bóluefninu.“ Röðin fyrir utan Laugardalshöll í morgun náði langar leiðir en tíu þúsund voru boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm Í vikunni verða samtals 14 þúsund bólusettir með bóluefninu frá Pfizer, 6.500 verða bólusettir með bóluefninu frá Janssen, 15 þúsund verða bólusettir með bóluefni AstraZeneca og á höfuðborgarsvæðinu verða fjögur þúsund bólusettir með bóluefni Moderna að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Alma hlaut fyrsta skammt bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 í morgun.Vísir/Vilhelm Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28. apríl 2021 19:46 Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Fjöldi fólks var bólusettur í dag í Laugardalshöll og náði röðin alla leið út Engjaveginn, þar sem Laugardalhöll stendur, og að hringtorginu á Reykjavegi þegar mest lét. Til stendur að bólusetja um 40 þúsund manns á landsvísu í þessari viku. Heimir Már Pétursson ræddi við Ölmu þegar hún mætti í Laugardalshöll í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og segir hann stemninguna hafa verið mjög góða í Laugardalshöll þegar Alma gekk inn í salinn. Það var klappað fyrir Ölmu þegar hún hlaut bólusetninguna.Vísir/Vilhelm Klappað var fyrir henni í framhaldinu eins og gert var þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti á dögunum. „Hægt að færa rök fyrir því að hjarðónæmi náist fyrr með því að taka úrtak úr öllum aldurshópum,“ sagði Alma áður en að hún var bólusett. „Þetta gengur stórkostlega vel og eina er að það er takmarkað framboð af bóluefninu.“ Röðin fyrir utan Laugardalshöll í morgun náði langar leiðir en tíu þúsund voru boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm Í vikunni verða samtals 14 þúsund bólusettir með bóluefninu frá Pfizer, 6.500 verða bólusettir með bóluefninu frá Janssen, 15 þúsund verða bólusettir með bóluefni AstraZeneca og á höfuðborgarsvæðinu verða fjögur þúsund bólusettir með bóluefni Moderna að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Alma hlaut fyrsta skammt bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 í morgun.Vísir/Vilhelm
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28. apríl 2021 19:46 Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28. apríl 2021 19:46
Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00
Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15