Engin sjálfbærni án menningar Constance Ursin, Rasmus Vestergaard, Claus Kjeld Jensen, Sarah Anwar og Varna Marianne Nielsen skrifa 4. maí 2021 07:00 ,,Þýðingarmikið og virkt menningarlíf er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr til þess að endurbyggja það traust og þann trúnað sem hefur ríkt milli Norðurlandanna”, skrifa stjórnarformenn norrænu húsanna og menningarstofnana í Helsinki, Maríuhöfn, Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn. Í mars var haldið upp á dag Norðurlanda, dag norrænnar samheldni þar sem litið er til þess sem sameinar Norðurlöndin og möguleg sóknarfæri í samstarfi landanna skoðuð. Þar ætti menningin að leika miklu stærra hlutverk þegar samfélög okkar opnast aftur eftir heimsfaraldur. Menning hefur ekki einungis þýðingu fyrir lýðræðisleg og opin samfélög heldur er menningin í raun einn af grundvöllum norrænnar samvinnu frá upphafi. Mikilvægi menningar fyrir félagslega sjálfbært samfélag er líka hluti framtíðarsýnar um Norðurlöndin sem samþættasta svæði heims með stórtæku menningarsamstarfi. Menningarlífið í löndunum okkar hefur orðið fyrir skakkaföllum og enn sjáum við ekki allar afleiðingar þessa. Við vitum að Norðurlöndin hafa nú þegar ráðstafað miklu fjármagni til þess að milda skaðleg áhrif sóttvarnaraðgerða á menningarlíf. Fjölmargir listamenn, stofnanir og fyrirtæki hafa misst innkomu sína. Ennfremur hefur tímabil sem einkennist af einangrun og takmörkunum sýnt okkur svart á hvítu hve mikilvægt menningarlíf er fyrir vellíðan fólks. Allir geirar samfélagsins hafa á mismunandi hátt orðið fyrir barðinu af COVID-19, en menningargeirinn hefur orðið einstaklega hart úti þar sem að menningunni hefur verið meinað að leika sitt aðalhlutverk; að bjóða borgurum landsins upp á vettvang til að koma saman, vettvang sem er aðgengilegur öllum. Hið norræna menningar- og listamannasamstarf er eini samstarfsvettvangur norrænnar samvinnu sem er algerlega sýnilegur og aðgengilegur borgurunum. Það er óþarfi að vera sérfræðingur til þess að geta upplifað og tekið þátt í menningarstarfi. COVID-19 og viðbrögð Norðurlandanna við faraldrinum hafa nú þegar skaðað traust á milli nágrannalanda og það hefur verið áskorun að finna sameiginlegar lausnir á vandamálum, viðfangsefni sem hefur ávallt tíðkast í norrænu samstarfi, ekki síður á krepputímum. Það hefur verið erfið og óvenjuleg reynsla að upplifa lokuð landamæri milli Norðurlandanna. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að hið norræna samstarf ætli að beita niðurskurðarhníf að sínum eigin hálsi. Drög að fjárhagsáætlun, sem hefur verið sett fram af norrænu samstarfsráðherrunum fyrir árin 2021-2024, leggur til 20-25% niðurskurð af menningar- og menntunaráætlunum. Það er afar slæmt að skera niður fjárframlög til menningarmála á þessum tímapunkti þar sem að það er einmitt menningin og menningarsamstarf sem getur sameinað fólk og aukið skilning þess á milli. Höfundar eru: Constance Ursin, stjórnarformaður Norrænu menningargáttarinnar í Helsinki, Rasmus Vestergaard, stjórnarformaður Nordens institut á Álandseyjum, Claus Kjeld Jensen, stjórnarformaður Nordens institut á Grænlandi, Sarah Anwar, stjórnarformaður Norræna hússins í Reykjavík, og Varna Marianne Nielsen, stjórnarformaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Myndin sem fylgir greininni er af Söruh Anwar, stjórnarformanni Norræna hússins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Menning Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
,,Þýðingarmikið og virkt menningarlíf er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr til þess að endurbyggja það traust og þann trúnað sem hefur ríkt milli Norðurlandanna”, skrifa stjórnarformenn norrænu húsanna og menningarstofnana í Helsinki, Maríuhöfn, Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn. Í mars var haldið upp á dag Norðurlanda, dag norrænnar samheldni þar sem litið er til þess sem sameinar Norðurlöndin og möguleg sóknarfæri í samstarfi landanna skoðuð. Þar ætti menningin að leika miklu stærra hlutverk þegar samfélög okkar opnast aftur eftir heimsfaraldur. Menning hefur ekki einungis þýðingu fyrir lýðræðisleg og opin samfélög heldur er menningin í raun einn af grundvöllum norrænnar samvinnu frá upphafi. Mikilvægi menningar fyrir félagslega sjálfbært samfélag er líka hluti framtíðarsýnar um Norðurlöndin sem samþættasta svæði heims með stórtæku menningarsamstarfi. Menningarlífið í löndunum okkar hefur orðið fyrir skakkaföllum og enn sjáum við ekki allar afleiðingar þessa. Við vitum að Norðurlöndin hafa nú þegar ráðstafað miklu fjármagni til þess að milda skaðleg áhrif sóttvarnaraðgerða á menningarlíf. Fjölmargir listamenn, stofnanir og fyrirtæki hafa misst innkomu sína. Ennfremur hefur tímabil sem einkennist af einangrun og takmörkunum sýnt okkur svart á hvítu hve mikilvægt menningarlíf er fyrir vellíðan fólks. Allir geirar samfélagsins hafa á mismunandi hátt orðið fyrir barðinu af COVID-19, en menningargeirinn hefur orðið einstaklega hart úti þar sem að menningunni hefur verið meinað að leika sitt aðalhlutverk; að bjóða borgurum landsins upp á vettvang til að koma saman, vettvang sem er aðgengilegur öllum. Hið norræna menningar- og listamannasamstarf er eini samstarfsvettvangur norrænnar samvinnu sem er algerlega sýnilegur og aðgengilegur borgurunum. Það er óþarfi að vera sérfræðingur til þess að geta upplifað og tekið þátt í menningarstarfi. COVID-19 og viðbrögð Norðurlandanna við faraldrinum hafa nú þegar skaðað traust á milli nágrannalanda og það hefur verið áskorun að finna sameiginlegar lausnir á vandamálum, viðfangsefni sem hefur ávallt tíðkast í norrænu samstarfi, ekki síður á krepputímum. Það hefur verið erfið og óvenjuleg reynsla að upplifa lokuð landamæri milli Norðurlandanna. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að hið norræna samstarf ætli að beita niðurskurðarhníf að sínum eigin hálsi. Drög að fjárhagsáætlun, sem hefur verið sett fram af norrænu samstarfsráðherrunum fyrir árin 2021-2024, leggur til 20-25% niðurskurð af menningar- og menntunaráætlunum. Það er afar slæmt að skera niður fjárframlög til menningarmála á þessum tímapunkti þar sem að það er einmitt menningin og menningarsamstarf sem getur sameinað fólk og aukið skilning þess á milli. Höfundar eru: Constance Ursin, stjórnarformaður Norrænu menningargáttarinnar í Helsinki, Rasmus Vestergaard, stjórnarformaður Nordens institut á Álandseyjum, Claus Kjeld Jensen, stjórnarformaður Nordens institut á Grænlandi, Sarah Anwar, stjórnarformaður Norræna hússins í Reykjavík, og Varna Marianne Nielsen, stjórnarformaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Myndin sem fylgir greininni er af Söruh Anwar, stjórnarformanni Norræna hússins á Íslandi.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun