Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2021 14:55 Sölvi Tryggvason. Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. Ljóst er af færslu Sölva, sem hann birtir samhliða á Facebook og Instagram, að honum er mikið niðri fyrir. Hann segist ekki óska neinum þess að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. Aðeins eitt um málið að segja „Síðustu daga hafa gengið ótrúlega rætnar slúðursögur um mig í þjóðfélaginu sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta gekk meira að segja svo langt að einn fjölmiðill birti frétt um slúðursöguna án þess þó að nafngreina mig,“ segir Sölvi. „Í frétt fjölmiðilsins kom fram að fyrir um tveimur vikum hefði þjóðþekktur einstaklingur, sem samkvæmt sögunni er ég, keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda.“ Sölvi birtir þessar upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni lögreglu. Það var vefmiðillinn Mannlíf sem fjallaði um sögusagnirnar um helgina. Vísaði miðillinn til færslu Ólafar Töru Harðardóttur einkaþjálfara á Instagram sem var ósátt við að ekkert hefði verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Brynja Dan Þorláksdóttir áhrifavaldur og fleiri hvöttu til áhorfs á innlegg Ólafar og töldu mjúkum höndum farið um þjóðþekkta einstaklinga í fjölmiðlum. Leitaði til lögmanns „Ég get ekki sagt ykkur hvað þessar sögur hafa haft mikil áhrif á mig, fjölskyldu mína og vini. Ég hef verið sem lamaður síðustu daga og neitaði lengi vel að trúa að fólk tæki þátt í að dreifa slúðursögum sem þessum,“ segir Sölvi. „Frá því um helgina hefur síminn minn ekki stoppað vegna fyrirspurna frá fjölmiðlum um hvort þessar sögur séu sannar. Þegar málið er komið á það stig verð ég að bregðast við. Niðurbrotinn og svefnlaus leitaði ég í gær til Sögu Ýrr Jónsdóttur hæstaréttarlögmanns til að athuga stöðu mína og hvernig ég ætti að bregðast við. Hún sagði mér að auðvelt væri að afsanna þetta með því að kalla inn málaskrá mína hjá lögreglu undanfarinn mánuð þar sem ljóst væri að ef lögreglan hefði haft einhver afskipti af mér, bein eða óbein, þá kæmu þau fram í málaskránni. Saga kallaði því eftir málaskránni og fengum við hana afhenta fyrir stundu og birti ég hana hér með. Eins og þarna kemur skýrt fram hefur lögreglan ekki haft nein afskipti af mér, bein eða óbein, á þeim tíma sem þessi atvik eiga að hafa átt sér stað. Þetta verður ekki skýrara. Það er ekkert til í þessum slúðursögum.“ Sölvi segist óska engum að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. „Þær eru mannskemmandi, niðurbrjótandi og hafa valdið mér og mínum meira hugarangri en ég hefði getað ímyndað mér. Ég verð alltaf jafn undrandi á að fólk sé til í að tala illa um náungann; fólk af holdi og blóði með tilfinningar og fjölskyldu. Hættum þessu!“ Fréttastofa reyndi um helgina og í dag að ná tali af Sölva vegna málsins. Hann segir í lok færslunnar að honum líði svo illa að hann treysti sér ekki til að tjá sig frekar um málið. View this post on Instagram A post shared by Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Ljóst er af færslu Sölva, sem hann birtir samhliða á Facebook og Instagram, að honum er mikið niðri fyrir. Hann segist ekki óska neinum þess að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. Aðeins eitt um málið að segja „Síðustu daga hafa gengið ótrúlega rætnar slúðursögur um mig í þjóðfélaginu sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta gekk meira að segja svo langt að einn fjölmiðill birti frétt um slúðursöguna án þess þó að nafngreina mig,“ segir Sölvi. „Í frétt fjölmiðilsins kom fram að fyrir um tveimur vikum hefði þjóðþekktur einstaklingur, sem samkvæmt sögunni er ég, keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda.“ Sölvi birtir þessar upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni lögreglu. Það var vefmiðillinn Mannlíf sem fjallaði um sögusagnirnar um helgina. Vísaði miðillinn til færslu Ólafar Töru Harðardóttur einkaþjálfara á Instagram sem var ósátt við að ekkert hefði verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Brynja Dan Þorláksdóttir áhrifavaldur og fleiri hvöttu til áhorfs á innlegg Ólafar og töldu mjúkum höndum farið um þjóðþekkta einstaklinga í fjölmiðlum. Leitaði til lögmanns „Ég get ekki sagt ykkur hvað þessar sögur hafa haft mikil áhrif á mig, fjölskyldu mína og vini. Ég hef verið sem lamaður síðustu daga og neitaði lengi vel að trúa að fólk tæki þátt í að dreifa slúðursögum sem þessum,“ segir Sölvi. „Frá því um helgina hefur síminn minn ekki stoppað vegna fyrirspurna frá fjölmiðlum um hvort þessar sögur séu sannar. Þegar málið er komið á það stig verð ég að bregðast við. Niðurbrotinn og svefnlaus leitaði ég í gær til Sögu Ýrr Jónsdóttur hæstaréttarlögmanns til að athuga stöðu mína og hvernig ég ætti að bregðast við. Hún sagði mér að auðvelt væri að afsanna þetta með því að kalla inn málaskrá mína hjá lögreglu undanfarinn mánuð þar sem ljóst væri að ef lögreglan hefði haft einhver afskipti af mér, bein eða óbein, þá kæmu þau fram í málaskránni. Saga kallaði því eftir málaskránni og fengum við hana afhenta fyrir stundu og birti ég hana hér með. Eins og þarna kemur skýrt fram hefur lögreglan ekki haft nein afskipti af mér, bein eða óbein, á þeim tíma sem þessi atvik eiga að hafa átt sér stað. Þetta verður ekki skýrara. Það er ekkert til í þessum slúðursögum.“ Sölvi segist óska engum að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. „Þær eru mannskemmandi, niðurbrjótandi og hafa valdið mér og mínum meira hugarangri en ég hefði getað ímyndað mér. Ég verð alltaf jafn undrandi á að fólk sé til í að tala illa um náungann; fólk af holdi og blóði með tilfinningar og fjölskyldu. Hættum þessu!“ Fréttastofa reyndi um helgina og í dag að ná tali af Sölva vegna málsins. Hann segir í lok færslunnar að honum líði svo illa að hann treysti sér ekki til að tjá sig frekar um málið. View this post on Instagram A post shared by Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira