NBA dagsins: LeBron James og Luka Doncic pirraðir en Giannis í miklu stuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 15:00 LeBron James í leiknum á móti Toronto Raptors í nótt en hann fór á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. AP/Mark J. Terrill Pressan er að magnaðast á lið þeirra LeBrons James og Luka Doncic á lokakafla deildarkeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Eftir tapleiki hjá Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í nótt þá eru liðin nú jöfn Portland Trail Blazers í fimmta til sjöunda sæti í Vesturdeildinni. Liðin í fimmta og sjötta sæti fara beint inn í úrslitakeppnina en liðið í sjöunda sæti þarf að vinna einn umspilsleik til að tryggja sér sitt sæti. Það þýðir að liðið sem endar í sjöunda sæti sem hefði alltaf skilað sæti í úrslitakeppninni gæti því misst af úrslitakeppninni tapi liðið tveimur leikjum í umspilinu. Liðið í 7. sæti spilar við liðið í 8. sæti þar sem sigurvegarinn fer inn í úrslitakeppnina en liðið sem tapar mætir liðinu sem vinnur leik á milli 9. og 10. sætis. LeBron James spilaði sinn annan leik eftir að komið til baka eftir slæm ökklameiðsli og náði ekki að klára þennan. Lakers liðið hefur tapað þeim báðum og alls þremur leikjum í röð. LeBron James drullaði yfir nýja fyrirkomulagið eftir leikinn. „Það á að reka þann sem fann upp á þessu,“ sagði LeBron James pirraður eftir leikinn spurður út í umspilsleikina. Lakers liðið var í toppbaráttunni þegar LeBron James meiddist, vann 21 af fyrstu 27 leikjum sínum, en staðan versnaði mikið í fjarveru hans. LeBron spilaði ekki síðustu sex mínúturnar og 42 sekúndurnar í 114-121 tapi á móti Toronto Raptors í nótt. „Ég vil ná heilsu, ekki bara mín vegna heldur fyrir liðið. Ég verð samt að vera skynsamur með ökklann,“ sagði LeBron James. Önnur pirruð stórstjarna var Slóveninn Luka Doncic sem var rekinn út úr húsi í 99-111 tapi Dallas Mavericks á móti Sacramento Kings. Doncic fékk tvær tæknivillur og fer í leikbann þegar hann fær þá næstu. Luka Doncic var búinn að skora 30 stig áður en hann var rekinn út úr húsi. Doncic skildi ekki af hverju hann fékk seinni tæknivilluna í nótt. „Ég veit ekki hvað ég að segja þegar þú færð tæknivillu fyrir þetta,“ sagði Luka Doncic. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir Dallas Mavericks að missa Luka Doncic í bann á lokasprettinum þar sem liðið er í harðri baráttu við Lakers og svo lið Portland Trail Blazers sem vann sinn fjórða leik í röð í nótt. Giannis Antetokounmpo var aftur á móti í miklu stuði og skoraði 49 stig fyrir Milwaukee Bucks í sigri á Brooklyn Nets þar sem að Kevin Durant var með 42 stig fyrir Brooklyn liðið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 2. maí 2021) NBA Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Eftir tapleiki hjá Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í nótt þá eru liðin nú jöfn Portland Trail Blazers í fimmta til sjöunda sæti í Vesturdeildinni. Liðin í fimmta og sjötta sæti fara beint inn í úrslitakeppnina en liðið í sjöunda sæti þarf að vinna einn umspilsleik til að tryggja sér sitt sæti. Það þýðir að liðið sem endar í sjöunda sæti sem hefði alltaf skilað sæti í úrslitakeppninni gæti því misst af úrslitakeppninni tapi liðið tveimur leikjum í umspilinu. Liðið í 7. sæti spilar við liðið í 8. sæti þar sem sigurvegarinn fer inn í úrslitakeppnina en liðið sem tapar mætir liðinu sem vinnur leik á milli 9. og 10. sætis. LeBron James spilaði sinn annan leik eftir að komið til baka eftir slæm ökklameiðsli og náði ekki að klára þennan. Lakers liðið hefur tapað þeim báðum og alls þremur leikjum í röð. LeBron James drullaði yfir nýja fyrirkomulagið eftir leikinn. „Það á að reka þann sem fann upp á þessu,“ sagði LeBron James pirraður eftir leikinn spurður út í umspilsleikina. Lakers liðið var í toppbaráttunni þegar LeBron James meiddist, vann 21 af fyrstu 27 leikjum sínum, en staðan versnaði mikið í fjarveru hans. LeBron spilaði ekki síðustu sex mínúturnar og 42 sekúndurnar í 114-121 tapi á móti Toronto Raptors í nótt. „Ég vil ná heilsu, ekki bara mín vegna heldur fyrir liðið. Ég verð samt að vera skynsamur með ökklann,“ sagði LeBron James. Önnur pirruð stórstjarna var Slóveninn Luka Doncic sem var rekinn út úr húsi í 99-111 tapi Dallas Mavericks á móti Sacramento Kings. Doncic fékk tvær tæknivillur og fer í leikbann þegar hann fær þá næstu. Luka Doncic var búinn að skora 30 stig áður en hann var rekinn út úr húsi. Doncic skildi ekki af hverju hann fékk seinni tæknivilluna í nótt. „Ég veit ekki hvað ég að segja þegar þú færð tæknivillu fyrir þetta,“ sagði Luka Doncic. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir Dallas Mavericks að missa Luka Doncic í bann á lokasprettinum þar sem liðið er í harðri baráttu við Lakers og svo lið Portland Trail Blazers sem vann sinn fjórða leik í röð í nótt. Giannis Antetokounmpo var aftur á móti í miklu stuði og skoraði 49 stig fyrir Milwaukee Bucks í sigri á Brooklyn Nets þar sem að Kevin Durant var með 42 stig fyrir Brooklyn liðið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 2. maí 2021)
NBA Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn