Virknin slokknar og rýkur svo upp með stórum kvikustrókum Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 10:13 Einhvers konar þrýstingsbreyting veldur því að virknin í gosinu slokknar í smá stund áður en hún rýkur upp með stærðarinnar kvikustrókum. Náttúruvárhópur Suðurlands telur strókana sennilega vera þá stærstu í eldgosinu hingað til. Skjáskot/Sigfús Steindórsson Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. „Það kemur í svona hviðum má segja, það slokknar niður virknin í tvær mínútur í senn og rýkur upp aftur með þessum stóru kvikustrókum sem sjást alla leið frá Reykjavík og við höfum séð hér á Veðurstofunni. Svo er virknin svona nokkuð jöfn í átta mínútur þangað til að það slokknar aftur niður í þessu og undirbýr sig undir það næsta,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir í samtali við fréttastofu. Myndband, sem tekið er í Hafnarfirði af Sigfúsi Steindórssyni, sýnir greinilega hversu háir kvikustrókarnir verða. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti færslu í nótt með myndbandi af strókunum. Er talið að þessi öfluga strókavirkni hafi sennilega skilað stærstu strókum sem sést hafa í eldgosinu og áætlað að þeir hafi farið 200 til 300 metra upp frá hrauntjörninni. Hrauntungurnar í Meradölum náðu saman í gær og lokuðu þar með vegi björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Að sögn Salóme er líklegt að aðrar leiðir séu á svæðinu, en hún segir hættu geta myndast ef hraunslettur fara að falla á fólk sem er nálægt. Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm „Fólk verður að fara með gát en björgunarsveitaraðilar og lögreglan og öll viðbragðsstjórn á svæðinu er mjög meðvituð um þetta og við erum í sambandi við þau. Það er í þeirra höndum að taka ákvörðun um hvað er hættusvæði og hvað ekki,“ segir Salóme en sérfræðingar fylgjast vel með stöðunni. „Við erum að bíða og sjá hvað sérfræðingar segja og viljum taka ákvarðanir með þeim, hvað er í rauninni að valda og lesa í þetta. Það er einhvers konar þrýstingsbreyting sem verður, hvort sem það er í uppsprettunni eða gosopinu sjálfu. Það dettur niður þrýstingurinn sem gýs síðan aftur upp með þessum kvikustrókum.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54 Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
„Það kemur í svona hviðum má segja, það slokknar niður virknin í tvær mínútur í senn og rýkur upp aftur með þessum stóru kvikustrókum sem sjást alla leið frá Reykjavík og við höfum séð hér á Veðurstofunni. Svo er virknin svona nokkuð jöfn í átta mínútur þangað til að það slokknar aftur niður í þessu og undirbýr sig undir það næsta,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir í samtali við fréttastofu. Myndband, sem tekið er í Hafnarfirði af Sigfúsi Steindórssyni, sýnir greinilega hversu háir kvikustrókarnir verða. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti færslu í nótt með myndbandi af strókunum. Er talið að þessi öfluga strókavirkni hafi sennilega skilað stærstu strókum sem sést hafa í eldgosinu og áætlað að þeir hafi farið 200 til 300 metra upp frá hrauntjörninni. Hrauntungurnar í Meradölum náðu saman í gær og lokuðu þar með vegi björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Að sögn Salóme er líklegt að aðrar leiðir séu á svæðinu, en hún segir hættu geta myndast ef hraunslettur fara að falla á fólk sem er nálægt. Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm „Fólk verður að fara með gát en björgunarsveitaraðilar og lögreglan og öll viðbragðsstjórn á svæðinu er mjög meðvituð um þetta og við erum í sambandi við þau. Það er í þeirra höndum að taka ákvörðun um hvað er hættusvæði og hvað ekki,“ segir Salóme en sérfræðingar fylgjast vel með stöðunni. „Við erum að bíða og sjá hvað sérfræðingar segja og viljum taka ákvarðanir með þeim, hvað er í rauninni að valda og lesa í þetta. Það er einhvers konar þrýstingsbreyting sem verður, hvort sem það er í uppsprettunni eða gosopinu sjálfu. Það dettur niður þrýstingurinn sem gýs síðan aftur upp með þessum kvikustrókum.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54 Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54
Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45