Jóhannes Karl: Pedersen lagðist í jörðina og vældi út gult spjald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2021 23:00 Ísak Snær Þorvaldsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 66. mínútu. vísir/hulda margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum gegn Íslandsmeisturum Vals. Róðurinn hafi hins vegar orðið þungur eftir að Ísak Snær Þorvaldsson var rekinn af velli um miðjan seinni hálfleik. „Við gátum pressað Valsarana nokkrum sinnum framarlega og þvinguðum þá nokkrum sinnum í að sparka boltanum út af. Við ætluðum að láta vaða á þá og vera óhræddir. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Viktor [Jónsson] komst meira að segja í hættulegt færi á fjærstöng og við fengum einhver hálffæri,“ sagði Jóhannes Karl við íþróttadeild eftir leik. „Við vorum sáttir með fyrri hálfleikinn og ætluðum að koma út í þann seinni og gera það sama. Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum fyrir að reyna og gefa allt í þetta.“ Jóhannes Karl var ósáttur við fyrra gula spjaldið sem Ísak Snær fékk. „Mér fannst dómarinn svolítið aðstoða Valsmennina og sýna þeim full mikla virðingu í spjaldagjöf,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst dómarann dæma vel og hef ekkert út á þá að setja en mér fannst fyrra gula spjaldið sem Ísak fékk, hann kom ekki við Patrick Pedersen sem henti sér upp, lagðist í jörðina og vældi út gult spjald. Haukur Páll [Sigurðsson] gerði svipað og liggur eftir. Mér fannst Birkir Már [Sævarsson] eiga að fá gult spjald fyrir að hjóla í Árna Snæ [Ólafsson] þegar við vorum að komast í hraða sókn. Eftir að við misstum Ísak út af var þetta virkilega erfitt.“ Skagamenn verða án Ísaks í leiknum gegn Víkingum um næstu helgi. „Við viljum ekki að hann missi af mörgum leikjum því hann skiptir okkur miklu máli. En það kemur alltaf maður í manns stað. Þetta er ekki spurning um einstaklinga. Liðsheildin mun koma okkur áfram,“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:23 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
„Við gátum pressað Valsarana nokkrum sinnum framarlega og þvinguðum þá nokkrum sinnum í að sparka boltanum út af. Við ætluðum að láta vaða á þá og vera óhræddir. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Viktor [Jónsson] komst meira að segja í hættulegt færi á fjærstöng og við fengum einhver hálffæri,“ sagði Jóhannes Karl við íþróttadeild eftir leik. „Við vorum sáttir með fyrri hálfleikinn og ætluðum að koma út í þann seinni og gera það sama. Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum fyrir að reyna og gefa allt í þetta.“ Jóhannes Karl var ósáttur við fyrra gula spjaldið sem Ísak Snær fékk. „Mér fannst dómarinn svolítið aðstoða Valsmennina og sýna þeim full mikla virðingu í spjaldagjöf,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst dómarann dæma vel og hef ekkert út á þá að setja en mér fannst fyrra gula spjaldið sem Ísak fékk, hann kom ekki við Patrick Pedersen sem henti sér upp, lagðist í jörðina og vældi út gult spjald. Haukur Páll [Sigurðsson] gerði svipað og liggur eftir. Mér fannst Birkir Már [Sævarsson] eiga að fá gult spjald fyrir að hjóla í Árna Snæ [Ólafsson] þegar við vorum að komast í hraða sókn. Eftir að við misstum Ísak út af var þetta virkilega erfitt.“ Skagamenn verða án Ísaks í leiknum gegn Víkingum um næstu helgi. „Við viljum ekki að hann missi af mörgum leikjum því hann skiptir okkur miklu máli. En það kemur alltaf maður í manns stað. Þetta er ekki spurning um einstaklinga. Liðsheildin mun koma okkur áfram,“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:23 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Umfjöllun: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:23
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti