Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2021 18:45 Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins. AP/Evan Vucci Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá því í dag að takmarkanirnar tækju gildi aðfaranótt þriðjudagsins 4. maí. Með þeim yrði flestum ferðalögum sem eru ekki bandarískir borgarar bannað að koma til Bandaríkjanna hafi þeir dvalið á Indlandi innan fjórtán daga fyrir komu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) vísar til gríðarlegs fjölda smita á Indlandi um þessar mundir og nokkurra mismunandi afbrigða veirunnar sem eru þar í dreifingu. Sambærilegar takmarkanir eru þegar í gildi fyrir fólk sem hefur verið í Suður-Afríku, Brasilíu, Bretlandi, Írlandi og 26 Evrópuríkjum sem leyfa frjálsa för yfir landamæri sín. Fleiri en 300.000 manns hafa greinst smitaðir á Indlandi á hverjum degi undanfarna níu daga í röð. Fjöldinn náði 386.352 í dag en talið er að raunverulegur fjöldi smitaðra sé enn hærri vegna takmarkaðar skimunar sem fer fram í landinu. Að minnsta kosti rúmlega 200.000 manns eru látnir og hátt í nítján milljónir hafa greinst smitaðar. Sérfræðingar telja að raunverulegu tölurnar gætu verið allt frá fimm til tíu sinnum hærri en þær opinberu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrr í vikunni ráðlagði bandaríska utanríkisráðuneytið borgurum sínum að forðast ferðalög til Indlands og að snúa þaðan sem fyrst ef þeir væru þar staddir. Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá því í dag að takmarkanirnar tækju gildi aðfaranótt þriðjudagsins 4. maí. Með þeim yrði flestum ferðalögum sem eru ekki bandarískir borgarar bannað að koma til Bandaríkjanna hafi þeir dvalið á Indlandi innan fjórtán daga fyrir komu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) vísar til gríðarlegs fjölda smita á Indlandi um þessar mundir og nokkurra mismunandi afbrigða veirunnar sem eru þar í dreifingu. Sambærilegar takmarkanir eru þegar í gildi fyrir fólk sem hefur verið í Suður-Afríku, Brasilíu, Bretlandi, Írlandi og 26 Evrópuríkjum sem leyfa frjálsa för yfir landamæri sín. Fleiri en 300.000 manns hafa greinst smitaðir á Indlandi á hverjum degi undanfarna níu daga í röð. Fjöldinn náði 386.352 í dag en talið er að raunverulegur fjöldi smitaðra sé enn hærri vegna takmarkaðar skimunar sem fer fram í landinu. Að minnsta kosti rúmlega 200.000 manns eru látnir og hátt í nítján milljónir hafa greinst smitaðar. Sérfræðingar telja að raunverulegu tölurnar gætu verið allt frá fimm til tíu sinnum hærri en þær opinberu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrr í vikunni ráðlagði bandaríska utanríkisráðuneytið borgurum sínum að forðast ferðalög til Indlands og að snúa þaðan sem fyrst ef þeir væru þar staddir.
Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50
Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32