Kærleikssamfélagið Guðmundur Auðunsson skrifar 30. apríl 2021 16:01 „Lífið á ekki að vera einungis sú staðreynd að við höfum lifað lífinu. Hvernig við höfum breytt lífi annara en okkar sjálfra er það sem mun meta lífshlaup okkar að verðleikum.“ - Nelson Mandela (1918-2013) Kærleikur er hugtak sem fólk tekur sér oft í munn á hátíðarstundum. En er samfélagið það sem við búum við kærleikssamfélag? Þó vissulega megi greina kærleika í samfélaginu þá hefur það þróast sífellt í átt til andstæðunnar, græðginnar, með vaxandi ójöfnuði og óréttlæti, þjófnaði á náttúruauðlindum og umhverfisspjöllum í nafni ofsagróða einstaklinga. Sífellt hefur verið grafið undan velferðarkerfinu og gráðugir einkaaðilar keppast um að komast á ríkisspenann. Eldra fólk og öryrkjar sjá fram á skert lífsviðurværi og ungt fólk horfir upp á það í fyrsta sinn að verða verr stödd en kynslóð foreldra sinna. Engir peningar eru til fyrir fátækasta fólkið, borgin telur sig ekki hafa efni á því að styðja við bakið á fátækasta fólki borgarinnar og fellir tillögu sósíalista um ókeypis máltíðir og frístundastarf og bæjarstjórn Akureyrar einkavæðiröldrunarheimili sitt með það að markmiði að spara við sig með því að lækka stórlega kjör láglaunastarfsfólksins sem þar vinnur. Atvinnuleysi fer stórhækkandi og ráðherrar og atvinnurekendur kenna almenning og „heimtufrekju“ þess um, launin séu allt of há! En ekki er minnst á stórfelldar arðgreiðslur úr feitum sjóðum einokunarkapítalista og kvótaræningja, því mikill vill meira og skítt með fólkið í landinu. Hagsmunum almennings skal ávallt fórnað á altari þeirra ríku sem aldrei virðast geta fengið nóg í græðgi sinni. Margir eru að gefast upp. Andstaða kærleikssamfélagsins, græðgissamfélagið, virðist allsráðandi og vonin víkur fyrir uppgjöfinni. En við þurfum ekki að búa við svona samfélag. Það er ekki lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn og spillingaröflin í kringum hann séu ávallt við völd. Það er okkar að breyta því og við getum tekið fyrstu skrefin í þá átt með því að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn og tryggja honum góðan sigur í kosningunum í haust. Merkja við J-listann. Sósíalistar vilja byggja upp kærleikssamfélag. Sósíalistar vita að kærleikshafkerfið er ekki bara réttlátara en hagkerfi nýfrjálshyggjunnar, sósíalistar vita að kærleikshagkerfið er líka rökréttara og ódýrara en hagkerfi græðginnar. Því hvað haldið þið að það kosti að halda tugum þúsunda við nagandi afkomuótta, að gera þúsundum ofan á þúsundir ómögulegt að nýta hæfileika sína, vilja, sköpunarkraft og lífsþorsta til að bæta líf sitt og auðga samfélagið? Hvað haldið þið að það kosti að leggja byrðar fátæktar á láglaunafólk, öryrkja, efnaminna eftirlaunafólk, innflytjendur, leigjendur, námsfólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað haldið þið að vinnuálagið, kvíðinn og bjargarleysið kosti? Hvað haldið þið að það kosti að meina börnum af fátækum heimilum fulla þátttöku í æskusamfélaginu? Hvað haldið þið að það kosti að sinna ekki þörfum innflytjenda? Hvað haldið þið að það kosti að sinna elsta fólkinu okkar ekki nógu vel? Eða börnunum? Samfélag okkar verður ekki réttlátt fyrr en allt fólk innan þess fær að njóta sín. Kærleikurinn og vonin er drifkrafturinn í samfélag okkar. Án kærleikans verður samfélagið innantómt, hvernig við komum fram við náungann er mælikvarðinn á lífshlaup okkar. Þó að þetta geti hljómað eins og algild sannindi þá er það samfélag sem við byggjum okkur birtingarmyndin af gerðum okkar. Til að skapa réttlátt samfélag kærleiks og vonar er framkoma samfélagsins við okkar minnstu og fátækustu bærður og systur mælikvarðinn á það hvort við búum í kærleikssamfélagi eða ekki. Svo lengi sem við lítum undan og yppum öxlum yfir óréttlæti, fátækt, kúgun og ójöfnuði í uppgjöf erum við að bregðast kærleikanum. Því eins og við sósíalistar vitum: „Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Besta leiðin til að reisa gott samfélag er að byggja það út frá þörfum þeirra sem þurfa mest á samfélaginu að halda. Vonir og væntingar hinna fátæku, veiku, útilokuðu og kúguðu eru leiðarljós að góðu samfélagi. Kærleikshagkerfið er byggt upp frá þörfum hinna veiku.“ Úr Kærleikshagkerfið , erindi sósíalista í kosningunum 2021 Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Guðmundur Auðunsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Lífið á ekki að vera einungis sú staðreynd að við höfum lifað lífinu. Hvernig við höfum breytt lífi annara en okkar sjálfra er það sem mun meta lífshlaup okkar að verðleikum.“ - Nelson Mandela (1918-2013) Kærleikur er hugtak sem fólk tekur sér oft í munn á hátíðarstundum. En er samfélagið það sem við búum við kærleikssamfélag? Þó vissulega megi greina kærleika í samfélaginu þá hefur það þróast sífellt í átt til andstæðunnar, græðginnar, með vaxandi ójöfnuði og óréttlæti, þjófnaði á náttúruauðlindum og umhverfisspjöllum í nafni ofsagróða einstaklinga. Sífellt hefur verið grafið undan velferðarkerfinu og gráðugir einkaaðilar keppast um að komast á ríkisspenann. Eldra fólk og öryrkjar sjá fram á skert lífsviðurværi og ungt fólk horfir upp á það í fyrsta sinn að verða verr stödd en kynslóð foreldra sinna. Engir peningar eru til fyrir fátækasta fólkið, borgin telur sig ekki hafa efni á því að styðja við bakið á fátækasta fólki borgarinnar og fellir tillögu sósíalista um ókeypis máltíðir og frístundastarf og bæjarstjórn Akureyrar einkavæðiröldrunarheimili sitt með það að markmiði að spara við sig með því að lækka stórlega kjör láglaunastarfsfólksins sem þar vinnur. Atvinnuleysi fer stórhækkandi og ráðherrar og atvinnurekendur kenna almenning og „heimtufrekju“ þess um, launin séu allt of há! En ekki er minnst á stórfelldar arðgreiðslur úr feitum sjóðum einokunarkapítalista og kvótaræningja, því mikill vill meira og skítt með fólkið í landinu. Hagsmunum almennings skal ávallt fórnað á altari þeirra ríku sem aldrei virðast geta fengið nóg í græðgi sinni. Margir eru að gefast upp. Andstaða kærleikssamfélagsins, græðgissamfélagið, virðist allsráðandi og vonin víkur fyrir uppgjöfinni. En við þurfum ekki að búa við svona samfélag. Það er ekki lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn og spillingaröflin í kringum hann séu ávallt við völd. Það er okkar að breyta því og við getum tekið fyrstu skrefin í þá átt með því að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn og tryggja honum góðan sigur í kosningunum í haust. Merkja við J-listann. Sósíalistar vilja byggja upp kærleikssamfélag. Sósíalistar vita að kærleikshafkerfið er ekki bara réttlátara en hagkerfi nýfrjálshyggjunnar, sósíalistar vita að kærleikshagkerfið er líka rökréttara og ódýrara en hagkerfi græðginnar. Því hvað haldið þið að það kosti að halda tugum þúsunda við nagandi afkomuótta, að gera þúsundum ofan á þúsundir ómögulegt að nýta hæfileika sína, vilja, sköpunarkraft og lífsþorsta til að bæta líf sitt og auðga samfélagið? Hvað haldið þið að það kosti að leggja byrðar fátæktar á láglaunafólk, öryrkja, efnaminna eftirlaunafólk, innflytjendur, leigjendur, námsfólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað haldið þið að vinnuálagið, kvíðinn og bjargarleysið kosti? Hvað haldið þið að það kosti að meina börnum af fátækum heimilum fulla þátttöku í æskusamfélaginu? Hvað haldið þið að það kosti að sinna ekki þörfum innflytjenda? Hvað haldið þið að það kosti að sinna elsta fólkinu okkar ekki nógu vel? Eða börnunum? Samfélag okkar verður ekki réttlátt fyrr en allt fólk innan þess fær að njóta sín. Kærleikurinn og vonin er drifkrafturinn í samfélag okkar. Án kærleikans verður samfélagið innantómt, hvernig við komum fram við náungann er mælikvarðinn á lífshlaup okkar. Þó að þetta geti hljómað eins og algild sannindi þá er það samfélag sem við byggjum okkur birtingarmyndin af gerðum okkar. Til að skapa réttlátt samfélag kærleiks og vonar er framkoma samfélagsins við okkar minnstu og fátækustu bærður og systur mælikvarðinn á það hvort við búum í kærleikssamfélagi eða ekki. Svo lengi sem við lítum undan og yppum öxlum yfir óréttlæti, fátækt, kúgun og ójöfnuði í uppgjöf erum við að bregðast kærleikanum. Því eins og við sósíalistar vitum: „Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Besta leiðin til að reisa gott samfélag er að byggja það út frá þörfum þeirra sem þurfa mest á samfélaginu að halda. Vonir og væntingar hinna fátæku, veiku, útilokuðu og kúguðu eru leiðarljós að góðu samfélagi. Kærleikshagkerfið er byggt upp frá þörfum hinna veiku.“ Úr Kærleikshagkerfið , erindi sósíalista í kosningunum 2021 Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun