Gríska undrið náði ekki að klára fyrstu mínútuna og Porter skoraði fimmtíu Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2021 07:30 Giannis Antetokounmpo virtist þjáður þegar hann féll í gólfið. AP/Mark Mulligan Giannis Antetokounmpo lék aðeins 46 sekúndur í tapi Milwaukee Bucks gegn lakasta liði NBA-deildarinnar, Houston Rockets, í nótt. Hinn tvítugi Kevin Porter skoraði 50 stig fyrir Houston. Antetokounmpo missti fyrir skömmu af sex leikjum vegna meiðsla og óvíst var með þátttöku hans í leiknum í nótt vegna ökklameiðsla. Grikkinn byrjaði engu að síður leikinn en strax á fyrstu mínútu, þegar hann hljóp að körfunni, steig hann á fót Kelly Olynyk og meiddist í ökklanum. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en þjálfari Bucks, Mike Budenholzer, sagði að meta þyrfti stöðuna og að kannski yrði hægt að svara einhverju í dag um hve lengi Antetokounmpo yrði frá keppni. Mikil hætta virðist þó á því að Antetokounmpo missi af leikjunum tveimur við Brooklyn Nets sem eru handan við hornið. Með sigri í báðum leikjum á Milwaukee enn möguleika á efsta sætinu í austurdeild en tapið í nótt skemmir reyndar fyrir liðinu sem er í 3. sæti. Þetta var aðeins sextándi sigur Houston á tímabilinu en hinn tvítugi Porter á allan heiðurinn að sigrinum. Porter hafði mest skorað 30 stig í leik í NBA-deildinni og sagðist sjálfur ekki hafa skorað 50 stig í leik síðan í fjórða bekk. 50 PTS (career high) for KPJ 11 AST 9 3PM (career high) @HoustonRockets W@Kevinporterjr becomes the YOUNGEST PLAYER in NBA history with 50+ POINTS and 10+ ASSISTS in a game! pic.twitter.com/l0kMbPNNuJ— NBA (@NBA) April 30, 2021 „Eftir að ég sá þriðja þriggja stiga skotið fara niður þá vissi ég að þetta yrði einstakt kvöld. Þetta var í mínum höndum og ég hélt bara áfram að sækja, og þetta varð að góðu kvöldi,“ sagði Porter sem auk þess átti 11 stoðsendingar og er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná að lágmarki 50 stigum og 10 stoðsendingum í einum leik. Úrslitin í nótt: Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto NBA Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Antetokounmpo missti fyrir skömmu af sex leikjum vegna meiðsla og óvíst var með þátttöku hans í leiknum í nótt vegna ökklameiðsla. Grikkinn byrjaði engu að síður leikinn en strax á fyrstu mínútu, þegar hann hljóp að körfunni, steig hann á fót Kelly Olynyk og meiddist í ökklanum. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en þjálfari Bucks, Mike Budenholzer, sagði að meta þyrfti stöðuna og að kannski yrði hægt að svara einhverju í dag um hve lengi Antetokounmpo yrði frá keppni. Mikil hætta virðist þó á því að Antetokounmpo missi af leikjunum tveimur við Brooklyn Nets sem eru handan við hornið. Með sigri í báðum leikjum á Milwaukee enn möguleika á efsta sætinu í austurdeild en tapið í nótt skemmir reyndar fyrir liðinu sem er í 3. sæti. Þetta var aðeins sextándi sigur Houston á tímabilinu en hinn tvítugi Porter á allan heiðurinn að sigrinum. Porter hafði mest skorað 30 stig í leik í NBA-deildinni og sagðist sjálfur ekki hafa skorað 50 stig í leik síðan í fjórða bekk. 50 PTS (career high) for KPJ 11 AST 9 3PM (career high) @HoustonRockets W@Kevinporterjr becomes the YOUNGEST PLAYER in NBA history with 50+ POINTS and 10+ ASSISTS in a game! pic.twitter.com/l0kMbPNNuJ— NBA (@NBA) April 30, 2021 „Eftir að ég sá þriðja þriggja stiga skotið fara niður þá vissi ég að þetta yrði einstakt kvöld. Þetta var í mínum höndum og ég hélt bara áfram að sækja, og þetta varð að góðu kvöldi,“ sagði Porter sem auk þess átti 11 stoðsendingar og er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná að lágmarki 50 stigum og 10 stoðsendingum í einum leik. Úrslitin í nótt: Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto
Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto
NBA Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira