Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2021 15:23 Fólk úr fyrstu árgöngunum undir sextíu ára var kallað með skömmum fyrirvara í bólusetningu í dag vegna þess að töluvert bóluefni var afgangs frá því í gær. Vísir/Vilhelm Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. Í þessari viku hefur fólk á aldrinum sextíu til sjötíu ára verið bólusett með AstraZeneca bóluefninu í Laugardalshöll. Í gær stóð til að bólusetja níu þúsund manns en tæplegasjöþúsund og fimm hundruð manns mættu. Stefnt er að því að klára það sem eftir er af núverandi lager af AstraZeneca í landinu í dag. Agnar Darri Sverrisson starfsmaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að vegna minni mætingar í gær hafi fólk í fyrstu árgöngunum undir sextíu ára verið boðað til bólusetningar í morgun með skömmum fyrirvara. Þeirra á meðal undirritaður sem tók vinnuna með sér. Fréttamaður var eins og margir að vinna þegar boð í bólusetningu barst honum með skömmum fyrirvara. Tækifærið var því notað til að fá nýjustu upplýsingar um gang bólusetninga hjá Agnari Darra Sverrissyni starfsmanni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í leiðinni.Foto: Vilhelm „Við sáum að það stefndi í aukaskammta í dag af því að það eru alltaf einhverjir sem forfallast. Þá tökum við á það ráð að bjóða þeim sem eru næstir í röðinni.“ Með skömmum fyrirvara? „Já, með mjög skömmum fyrirvara. Þú varst bara heppinn að komast í tæka tíð til að ná skammti,“ segir Agnar Darri. Þannig fékk fólk úr árgöngum 1962 og ‘63 boðun og síðar í dag fólk fætt árið 1964. Það er magnað að sjá þegar sveit hjúkrunarfræðinga færir sig skipulega eftir sætaröðunum í Höllinni. Hvað eruð þið að vona að þið náið mörgum í dag? „Við erum að vonast til að klára allt Astra efnið sem er til í landinu. Það verða því einhverjir sjö þúsund skammtar sem fara út í dag.” Þannig að það eru bara síðustu droparnir af Astra sem til eru í landinu að fara? „Akkúrat,“ segir Agnar Darri. Stefnt er að því að bólusetja um tuttugu og sex þúsund manns í þessari viku og um tuttugu þúsund í næstu viku. Þá verður byrjað að nota Jansen bóluefnið í fyrsta skipti.Foto: Vilhelm Metfjöldi verður bólusettur í þessari viku eða um 26 þúsund manns og eftir helgi stefnir í nýtt fjöldamet á einum degi. Nú er fimmtudagur. Hvað tekur þá við eftir helgi. Er Jansen efnið kannski að byrja þá? „Já, í næstu viku byrjum við með Jansen. Ég veit ekki alveg hvaða dag það verður í næstu viku. Vikurnar verða alltaf stærri og stærri og næsta vika stefnir í algert met hjá okkur. Þá verður stærsti dagurinn til þessa á þriðjudaginn með tíu þúsund skammta,” segir Agnar Darri. Í heildina verði um tuttugu þúsund manns bólusettir í næstu viku. „Við erum alltaf að stækka og stækka. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk hérna inni getur látið hlutina ganga hratt. Hvað við getum alltaf stækkað og stækkað án þess að það séu nein vandamál.“ Þetta gengur alveg eins og í sögu, það er heragi á þessu? „Það er heragi á þessu. Það þýðir ekkert annað. Enda frábært fólk sem vinnur hérna og ótrúlega margir sem koma að því. Ekki bara fólkið sem þið sjáið hérna í Laugardalshöll. Það er þrjátíu manna teymi upp á Suðurlandsbraut sem blandar allt efnið fyrir okkur lætur þetta allt ganga upp,“ segir Agnar Darri Sverrisson. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29. apríl 2021 11:47 Tíu greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 29. apríl 2021 10:54 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Í þessari viku hefur fólk á aldrinum sextíu til sjötíu ára verið bólusett með AstraZeneca bóluefninu í Laugardalshöll. Í gær stóð til að bólusetja níu þúsund manns en tæplegasjöþúsund og fimm hundruð manns mættu. Stefnt er að því að klára það sem eftir er af núverandi lager af AstraZeneca í landinu í dag. Agnar Darri Sverrisson starfsmaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að vegna minni mætingar í gær hafi fólk í fyrstu árgöngunum undir sextíu ára verið boðað til bólusetningar í morgun með skömmum fyrirvara. Þeirra á meðal undirritaður sem tók vinnuna með sér. Fréttamaður var eins og margir að vinna þegar boð í bólusetningu barst honum með skömmum fyrirvara. Tækifærið var því notað til að fá nýjustu upplýsingar um gang bólusetninga hjá Agnari Darra Sverrissyni starfsmanni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í leiðinni.Foto: Vilhelm „Við sáum að það stefndi í aukaskammta í dag af því að það eru alltaf einhverjir sem forfallast. Þá tökum við á það ráð að bjóða þeim sem eru næstir í röðinni.“ Með skömmum fyrirvara? „Já, með mjög skömmum fyrirvara. Þú varst bara heppinn að komast í tæka tíð til að ná skammti,“ segir Agnar Darri. Þannig fékk fólk úr árgöngum 1962 og ‘63 boðun og síðar í dag fólk fætt árið 1964. Það er magnað að sjá þegar sveit hjúkrunarfræðinga færir sig skipulega eftir sætaröðunum í Höllinni. Hvað eruð þið að vona að þið náið mörgum í dag? „Við erum að vonast til að klára allt Astra efnið sem er til í landinu. Það verða því einhverjir sjö þúsund skammtar sem fara út í dag.” Þannig að það eru bara síðustu droparnir af Astra sem til eru í landinu að fara? „Akkúrat,“ segir Agnar Darri. Stefnt er að því að bólusetja um tuttugu og sex þúsund manns í þessari viku og um tuttugu þúsund í næstu viku. Þá verður byrjað að nota Jansen bóluefnið í fyrsta skipti.Foto: Vilhelm Metfjöldi verður bólusettur í þessari viku eða um 26 þúsund manns og eftir helgi stefnir í nýtt fjöldamet á einum degi. Nú er fimmtudagur. Hvað tekur þá við eftir helgi. Er Jansen efnið kannski að byrja þá? „Já, í næstu viku byrjum við með Jansen. Ég veit ekki alveg hvaða dag það verður í næstu viku. Vikurnar verða alltaf stærri og stærri og næsta vika stefnir í algert met hjá okkur. Þá verður stærsti dagurinn til þessa á þriðjudaginn með tíu þúsund skammta,” segir Agnar Darri. Í heildina verði um tuttugu þúsund manns bólusettir í næstu viku. „Við erum alltaf að stækka og stækka. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk hérna inni getur látið hlutina ganga hratt. Hvað við getum alltaf stækkað og stækkað án þess að það séu nein vandamál.“ Þetta gengur alveg eins og í sögu, það er heragi á þessu? „Það er heragi á þessu. Það þýðir ekkert annað. Enda frábært fólk sem vinnur hérna og ótrúlega margir sem koma að því. Ekki bara fólkið sem þið sjáið hérna í Laugardalshöll. Það er þrjátíu manna teymi upp á Suðurlandsbraut sem blandar allt efnið fyrir okkur lætur þetta allt ganga upp,“ segir Agnar Darri Sverrisson.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29. apríl 2021 11:47 Tíu greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 29. apríl 2021 10:54 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53
Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29. apríl 2021 11:47
Tíu greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 29. apríl 2021 10:54
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent