Þórólfur vonast eftir að fá aukaverkanir Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2021 12:20 Þórólfur Guðnason fær fyrri sprautuna af AstraZeneca. Hann vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir því þær sýni að bóluefnið sé að virka. Vísir/Vilhelm Sneisafull Laugardalshöllin tók á móti Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með dúndrandi lófataki þegar hann gekk í salinn til að fá bólusetningu við covid 19 í morgun. Hann vonast til að finna til einkenna eftir fyrstu sprautuna enda þýði það að ónæmiskerfi líkamans sé að taka við sér. Metdagur er í bólusetningum í Laugardalshöll í dag þegar stefnt er að því að gefa níu þúsund manns fyrri skammtinn af bóluefni AstraZeneca við covid 19. Skipulagið í gömlu Hölllinni er til mikillar fyrirmyndar og þrátt fyrir langar raðir skotgengur að bólusetja fólk. Þórólfur sagðist snortinn af þeim viðtökum sem hann fékk í Laugardalshöllinni í morgun.Vísir/Vilhelm Það var engu líkara en rokkstjarna hefði gengið í salinn þegar viðstaddir áttuðu sig á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var mættur í húsið til að fá sína fyrri bólusetningu. Hvernig leggst þetta í þig Þórólfur? „Ég er mjög spenntur. Þetta er flott.“ Ánægður að fá AstraZeneca? „Algjörlega. Þetta er toppurinn.“ Þetta er stór dagur í bólusetningum og væntanlega góður dagur í þínum huga? „Já það er frábært hvað þetta gengur vel og sjá þetta skipulag. Mannmergðina. Þetta er alveg dásamlegt,“ segir Þórólfur. Elísabet Pétursdóttir segir Þórólf dásamlegan og tók vel undir þegar klappað var fyrir honum.Stöð 2/Arnar Það var greinilegt að fólki var létt að fá loks bólusetningu við farsóttinni og margir höfðu á orði að það væri sérstaklega traustvekjandi að vera bólusettur á sama tíma og sóttvarnalæknir sem augljóslega nýtur mikils trausts og virðingar. „Þetta er alveg dásamlegt, jú að vera í sviðsljósinu. Hann er bara stórkostlegur. Það eitt er hægt að segja.“ Það var klappað fyrir honum þegar hann kom? „Algerlega. Ég tók vel undir það,“ sagði Elísabet Pétursdóttir sem sat skammt frá Þórólfi og beið eftir sprautunni. Skammt frá henni sat Erla Ríkharðsdóttir sem var bólusetningunni fegin. Erla Ríkharðsdóttir var ekki smeik við að fá AstraZeneca og sagðist treysta sóttvarnayfirvöldumStöð 2/Arnar Hvernig líður þér að koma hingað í bólusetninguna í dag? „Bara æðislegt. Loksins,“ sagði Erla. Og ekki verra að vera á sama tíma og Þórólfur? „Nei, nei það er hið besta mál.“ Ekkert hrædd við AstraZeneca? „Nei, nei, nei, nei. Við treystum bara fólkinu okkar sem segir að þetta sé í lagi,“ sagði Erla. Sóttvarnalæknir er ánægður með daginn og vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir eftir sprautuna í dag. Þú fékkst hjartnæmar móttökur? „Algjörlega og bara mjög snortinn af því.“ Heldur þú að þú fáir einhverjar aukaverkanir? „Örugglega. Vegna þess að ef ég fengi engar myndi ég vera næstum viss um að bóluefnið væri ekki að virka.“ Þannig að þú verður ánægður að finna aðeins til á eftir? „Já, ég er það,“ sagði Þórólfur Guðnason. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Metdagur er í bólusetningum í Laugardalshöll í dag þegar stefnt er að því að gefa níu þúsund manns fyrri skammtinn af bóluefni AstraZeneca við covid 19. Skipulagið í gömlu Hölllinni er til mikillar fyrirmyndar og þrátt fyrir langar raðir skotgengur að bólusetja fólk. Þórólfur sagðist snortinn af þeim viðtökum sem hann fékk í Laugardalshöllinni í morgun.Vísir/Vilhelm Það var engu líkara en rokkstjarna hefði gengið í salinn þegar viðstaddir áttuðu sig á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var mættur í húsið til að fá sína fyrri bólusetningu. Hvernig leggst þetta í þig Þórólfur? „Ég er mjög spenntur. Þetta er flott.“ Ánægður að fá AstraZeneca? „Algjörlega. Þetta er toppurinn.“ Þetta er stór dagur í bólusetningum og væntanlega góður dagur í þínum huga? „Já það er frábært hvað þetta gengur vel og sjá þetta skipulag. Mannmergðina. Þetta er alveg dásamlegt,“ segir Þórólfur. Elísabet Pétursdóttir segir Þórólf dásamlegan og tók vel undir þegar klappað var fyrir honum.Stöð 2/Arnar Það var greinilegt að fólki var létt að fá loks bólusetningu við farsóttinni og margir höfðu á orði að það væri sérstaklega traustvekjandi að vera bólusettur á sama tíma og sóttvarnalæknir sem augljóslega nýtur mikils trausts og virðingar. „Þetta er alveg dásamlegt, jú að vera í sviðsljósinu. Hann er bara stórkostlegur. Það eitt er hægt að segja.“ Það var klappað fyrir honum þegar hann kom? „Algerlega. Ég tók vel undir það,“ sagði Elísabet Pétursdóttir sem sat skammt frá Þórólfi og beið eftir sprautunni. Skammt frá henni sat Erla Ríkharðsdóttir sem var bólusetningunni fegin. Erla Ríkharðsdóttir var ekki smeik við að fá AstraZeneca og sagðist treysta sóttvarnayfirvöldumStöð 2/Arnar Hvernig líður þér að koma hingað í bólusetninguna í dag? „Bara æðislegt. Loksins,“ sagði Erla. Og ekki verra að vera á sama tíma og Þórólfur? „Nei, nei það er hið besta mál.“ Ekkert hrædd við AstraZeneca? „Nei, nei, nei, nei. Við treystum bara fólkinu okkar sem segir að þetta sé í lagi,“ sagði Erla. Sóttvarnalæknir er ánægður með daginn og vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir eftir sprautuna í dag. Þú fékkst hjartnæmar móttökur? „Algjörlega og bara mjög snortinn af því.“ Heldur þú að þú fáir einhverjar aukaverkanir? „Örugglega. Vegna þess að ef ég fengi engar myndi ég vera næstum viss um að bóluefnið væri ekki að virka.“ Þannig að þú verður ánægður að finna aðeins til á eftir? „Já, ég er það,“ sagði Þórólfur Guðnason.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46
Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15