Doncic í úrslitakeppnisham Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2021 07:31 Luka Doncic lét sig ekki muna um að setja niður 39 stig í sigri Dallas. AP/Jeff Chiu Luka Doncic var allt í öllu þegar Dallas Mavericks unnu kærkominn sigur á Golden State Warriors, 133-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. „Stærsti leikur ársins og hann var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, og bætti við að lið Dallas hefði litið út eins og lið í úrslitakeppni en Golden State eins og lið í æfingaleik. Doncic skoraði 39 stig og Dallas hafði yfirburði allan tímann, og náði mest 43 stiga mun. Stephen Curry hélt þó áfram að bæta met sitt yfir flesta þrista í einum mánuði. Hann setti niður fimm þrista, skoraði alls 27 stig, og hefur skorað 90 þrista í apríl. Kerr dró ekkert úr mikilvægi leiksins en sigur hefði hjálpað Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Liðið er í 10. sæti vesturdeildar með 31 sigur og 31 tap, tveimur töpum meira en San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies. Eins og staðan er núna þyrfti Golden State að vinna tvo andstæðinga í umspili til að komast í úrslitakeppnina. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni en umspilið er þannig að liðin í 7.-8. sæti mætast, og liðin í 9.-10. sæti. Sigurliðið í leik 7.-8. sætis fer í úrslitakeppnina en tapliðið mætir sigurliðinu úr leik 9.-10. sætis. Dallas sleppur við umspilið miðað við núverandi stöðu en liðið er í 6. sæti vesturdeildar, einum sigri ofar en Portland Trail Blazers sem unnu Indiana Pacers í nótt. Liðin í NBA-deildinni eiga eftir 10-12 leiki hvert áður en umspilið hefst 18. maí. Úrslitakeppnin hefst svo 22. maí. Úrslitin í nótt: Boston 115-119 Oklahoma Charlotte 104-114 Milwaukee Indiana 112-133 Portland Toronto 103-116 Brooklyn Houston 107-114 Minnesota Golden State 103-133 Dallas NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
„Stærsti leikur ársins og hann var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, og bætti við að lið Dallas hefði litið út eins og lið í úrslitakeppni en Golden State eins og lið í æfingaleik. Doncic skoraði 39 stig og Dallas hafði yfirburði allan tímann, og náði mest 43 stiga mun. Stephen Curry hélt þó áfram að bæta met sitt yfir flesta þrista í einum mánuði. Hann setti niður fimm þrista, skoraði alls 27 stig, og hefur skorað 90 þrista í apríl. Kerr dró ekkert úr mikilvægi leiksins en sigur hefði hjálpað Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Liðið er í 10. sæti vesturdeildar með 31 sigur og 31 tap, tveimur töpum meira en San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies. Eins og staðan er núna þyrfti Golden State að vinna tvo andstæðinga í umspili til að komast í úrslitakeppnina. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni en umspilið er þannig að liðin í 7.-8. sæti mætast, og liðin í 9.-10. sæti. Sigurliðið í leik 7.-8. sætis fer í úrslitakeppnina en tapliðið mætir sigurliðinu úr leik 9.-10. sætis. Dallas sleppur við umspilið miðað við núverandi stöðu en liðið er í 6. sæti vesturdeildar, einum sigri ofar en Portland Trail Blazers sem unnu Indiana Pacers í nótt. Liðin í NBA-deildinni eiga eftir 10-12 leiki hvert áður en umspilið hefst 18. maí. Úrslitakeppnin hefst svo 22. maí. Úrslitin í nótt: Boston 115-119 Oklahoma Charlotte 104-114 Milwaukee Indiana 112-133 Portland Toronto 103-116 Brooklyn Houston 107-114 Minnesota Golden State 103-133 Dallas
Boston 115-119 Oklahoma Charlotte 104-114 Milwaukee Indiana 112-133 Portland Toronto 103-116 Brooklyn Houston 107-114 Minnesota Golden State 103-133 Dallas
NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira