Doncic í úrslitakeppnisham Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2021 07:31 Luka Doncic lét sig ekki muna um að setja niður 39 stig í sigri Dallas. AP/Jeff Chiu Luka Doncic var allt í öllu þegar Dallas Mavericks unnu kærkominn sigur á Golden State Warriors, 133-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. „Stærsti leikur ársins og hann var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, og bætti við að lið Dallas hefði litið út eins og lið í úrslitakeppni en Golden State eins og lið í æfingaleik. Doncic skoraði 39 stig og Dallas hafði yfirburði allan tímann, og náði mest 43 stiga mun. Stephen Curry hélt þó áfram að bæta met sitt yfir flesta þrista í einum mánuði. Hann setti niður fimm þrista, skoraði alls 27 stig, og hefur skorað 90 þrista í apríl. Kerr dró ekkert úr mikilvægi leiksins en sigur hefði hjálpað Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Liðið er í 10. sæti vesturdeildar með 31 sigur og 31 tap, tveimur töpum meira en San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies. Eins og staðan er núna þyrfti Golden State að vinna tvo andstæðinga í umspili til að komast í úrslitakeppnina. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni en umspilið er þannig að liðin í 7.-8. sæti mætast, og liðin í 9.-10. sæti. Sigurliðið í leik 7.-8. sætis fer í úrslitakeppnina en tapliðið mætir sigurliðinu úr leik 9.-10. sætis. Dallas sleppur við umspilið miðað við núverandi stöðu en liðið er í 6. sæti vesturdeildar, einum sigri ofar en Portland Trail Blazers sem unnu Indiana Pacers í nótt. Liðin í NBA-deildinni eiga eftir 10-12 leiki hvert áður en umspilið hefst 18. maí. Úrslitakeppnin hefst svo 22. maí. Úrslitin í nótt: Boston 115-119 Oklahoma Charlotte 104-114 Milwaukee Indiana 112-133 Portland Toronto 103-116 Brooklyn Houston 107-114 Minnesota Golden State 103-133 Dallas NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
„Stærsti leikur ársins og hann var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, og bætti við að lið Dallas hefði litið út eins og lið í úrslitakeppni en Golden State eins og lið í æfingaleik. Doncic skoraði 39 stig og Dallas hafði yfirburði allan tímann, og náði mest 43 stiga mun. Stephen Curry hélt þó áfram að bæta met sitt yfir flesta þrista í einum mánuði. Hann setti niður fimm þrista, skoraði alls 27 stig, og hefur skorað 90 þrista í apríl. Kerr dró ekkert úr mikilvægi leiksins en sigur hefði hjálpað Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Liðið er í 10. sæti vesturdeildar með 31 sigur og 31 tap, tveimur töpum meira en San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies. Eins og staðan er núna þyrfti Golden State að vinna tvo andstæðinga í umspili til að komast í úrslitakeppnina. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni en umspilið er þannig að liðin í 7.-8. sæti mætast, og liðin í 9.-10. sæti. Sigurliðið í leik 7.-8. sætis fer í úrslitakeppnina en tapliðið mætir sigurliðinu úr leik 9.-10. sætis. Dallas sleppur við umspilið miðað við núverandi stöðu en liðið er í 6. sæti vesturdeildar, einum sigri ofar en Portland Trail Blazers sem unnu Indiana Pacers í nótt. Liðin í NBA-deildinni eiga eftir 10-12 leiki hvert áður en umspilið hefst 18. maí. Úrslitakeppnin hefst svo 22. maí. Úrslitin í nótt: Boston 115-119 Oklahoma Charlotte 104-114 Milwaukee Indiana 112-133 Portland Toronto 103-116 Brooklyn Houston 107-114 Minnesota Golden State 103-133 Dallas
Boston 115-119 Oklahoma Charlotte 104-114 Milwaukee Indiana 112-133 Portland Toronto 103-116 Brooklyn Houston 107-114 Minnesota Golden State 103-133 Dallas
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira