Grunnskólanemi í Þorlákshöfn greindist smitaður Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 19:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Magnús Hlynur Viðbúnaðarstig í Þorlákshöfn verður fært upp um stig eftir að grunnskólanemandi í bænum greindist smitaður af Covid-19 í dag, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss. Hann segir yfirvöld undir það búin að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í Þorlákshöfn undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Elliði staðfestir við Vísi að nemandi við grunnskóla bæjarins hafi greinst smitaður og að það hafi kallað á frekari aðgerðir. Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og verður hann aðeins opinn fyrir skimanir. Í Facebook-færslu sem Elliði skrifaði í kvöld kom fram að nemendur í 4., 5. og 7. bekk verði boðaðir í skimun auk starfsmanna. Smáskilaboð með boðun í skimun verði send í kvöld eða í fyrramálið. Starfsemi leikskóla bæjarins verður einnig verulega takmörkuð vegna smitanna í vikunni. Elliði segir að reynt verði að halda skólanum opnum með lágmarksviðbúnaði svo hægt verði að þjónusta framlínustarfsfólk. Foreldrar séu beðnir um að halda börnum sínum heima ef þeir hafi möguleika á því. „Við erum mjög þakklát fyrir þennan skilning sem foreldrar sýna stöðunni. Til marks um það þá eru 111 börn í leikskólanum á venjulegum degi en þau voru eingöngu sex í dag,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en útlit sé fyrir að samfélagslegt smit sé í gangi. Ekki sé vitað hversu útbreitt það sé. Afbrigði veirunnar sem greindist í bænum sé þannig að fólk geti gengið með það í einhverja daga áður en það fær fyrstu einkenni. Mögulegt er að samfélagið sé byrjað að skella skollaeyrum við fyrstu einkennum, að sögn Elliða. Því segir hann mikilvægt að fólk fari strax í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. „Við erum búin undir það. Það er þá betra að vera búin undir það ef það gerist ekki en öfugt,“ segir Elliði spurður að því hvort að hann eigi von á að fleiri greinist smitaðir. Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í Þorlákshöfn undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Elliði staðfestir við Vísi að nemandi við grunnskóla bæjarins hafi greinst smitaður og að það hafi kallað á frekari aðgerðir. Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og verður hann aðeins opinn fyrir skimanir. Í Facebook-færslu sem Elliði skrifaði í kvöld kom fram að nemendur í 4., 5. og 7. bekk verði boðaðir í skimun auk starfsmanna. Smáskilaboð með boðun í skimun verði send í kvöld eða í fyrramálið. Starfsemi leikskóla bæjarins verður einnig verulega takmörkuð vegna smitanna í vikunni. Elliði segir að reynt verði að halda skólanum opnum með lágmarksviðbúnaði svo hægt verði að þjónusta framlínustarfsfólk. Foreldrar séu beðnir um að halda börnum sínum heima ef þeir hafi möguleika á því. „Við erum mjög þakklát fyrir þennan skilning sem foreldrar sýna stöðunni. Til marks um það þá eru 111 börn í leikskólanum á venjulegum degi en þau voru eingöngu sex í dag,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en útlit sé fyrir að samfélagslegt smit sé í gangi. Ekki sé vitað hversu útbreitt það sé. Afbrigði veirunnar sem greindist í bænum sé þannig að fólk geti gengið með það í einhverja daga áður en það fær fyrstu einkenni. Mögulegt er að samfélagið sé byrjað að skella skollaeyrum við fyrstu einkennum, að sögn Elliða. Því segir hann mikilvægt að fólk fari strax í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. „Við erum búin undir það. Það er þá betra að vera búin undir það ef það gerist ekki en öfugt,“ segir Elliði spurður að því hvort að hann eigi von á að fleiri greinist smitaðir.
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira