Kreml vængstífir samtök Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 18:57 Ivan Zhdanov, forstöðumaður samtaka Navalní, þegar lögregla gerði húsleit á skrifstofum þeirra í júlí. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleit, handtekið starfsmenn og sektað samtökin undanfarin ár. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. Dómari varð við kröfu saksóknara um að takmarka verulega starfsemi Sjóðs gegn spillingu, samtaka Navalní sem hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta, í dag. Takmarkanirnar eru í gildi þar til dómurinn tekur afstöðu til þess hvort að samtökin verði lýst öfgasamtök að kröfu saksóknarans. Ekki liggur fyrir á hvaða gögnum saksóknari byggir kröfu sína um að skilgreina samtök Navalní sem öfgahreyfingu. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og leynd ríkir yfir sumum málsskjalanna. Verjendur samtakanna segjast ekki enn hafa áttað sig á hvað tengi samtökin við öfgastarfsemi. Navalní dúsir nú sjálfur í fangelsi og fjöldi bandamanna hans og starfsmanna sjóðsins hafa verið handteknir sömuleiðis. Krafa saksóknarans er enn ein tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum en þau leyfa takmarkað andóf í landinu. Ívan Zhdanov, forstöðumaður sjóðsins, segir að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á starfsemina þar sem þau eigi ekki við um flest það sem sjóðurinn tekur sér fyrir hendur. Engu að síður ætlar sjóðurinn að kæra úrskurðinn. Samtök Navalní og svæðisskrifstofur um allt landið hafa staðið fyrir rannsóknum á spillingu háttsettra embættismanna. Þau hafa einnig skipulagt mótmæli til stuðnings Navalní á þessu ári og haldið utan um gagnagrunn til að auðvelda kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem eiga möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað gert húsleit á skrifstofum samtaka Navalní, sektað þau og handtekið stuðningsmenn hans. Fallist dómari á að úrskurða samtökin öfgahóp gætu stuðningsmenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið fjölda manns sem tók þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um land dagana á eftir í síðustu viku. Vísbendingar séu um að lögreglan hafi notað andlitsgreiningarhugbúnað til þess að bera kennsl á fólk og handtaka svo þá sem mótmæltu. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Dómari varð við kröfu saksóknara um að takmarka verulega starfsemi Sjóðs gegn spillingu, samtaka Navalní sem hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta, í dag. Takmarkanirnar eru í gildi þar til dómurinn tekur afstöðu til þess hvort að samtökin verði lýst öfgasamtök að kröfu saksóknarans. Ekki liggur fyrir á hvaða gögnum saksóknari byggir kröfu sína um að skilgreina samtök Navalní sem öfgahreyfingu. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og leynd ríkir yfir sumum málsskjalanna. Verjendur samtakanna segjast ekki enn hafa áttað sig á hvað tengi samtökin við öfgastarfsemi. Navalní dúsir nú sjálfur í fangelsi og fjöldi bandamanna hans og starfsmanna sjóðsins hafa verið handteknir sömuleiðis. Krafa saksóknarans er enn ein tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum en þau leyfa takmarkað andóf í landinu. Ívan Zhdanov, forstöðumaður sjóðsins, segir að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á starfsemina þar sem þau eigi ekki við um flest það sem sjóðurinn tekur sér fyrir hendur. Engu að síður ætlar sjóðurinn að kæra úrskurðinn. Samtök Navalní og svæðisskrifstofur um allt landið hafa staðið fyrir rannsóknum á spillingu háttsettra embættismanna. Þau hafa einnig skipulagt mótmæli til stuðnings Navalní á þessu ári og haldið utan um gagnagrunn til að auðvelda kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem eiga möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað gert húsleit á skrifstofum samtaka Navalní, sektað þau og handtekið stuðningsmenn hans. Fallist dómari á að úrskurða samtökin öfgahóp gætu stuðningsmenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið fjölda manns sem tók þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um land dagana á eftir í síðustu viku. Vísbendingar séu um að lögreglan hafi notað andlitsgreiningarhugbúnað til þess að bera kennsl á fólk og handtaka svo þá sem mótmæltu.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira