Vonast til að þrennu-Rasmus komi aftur til Víkings en bíður enn eftir Kwame Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 14:40 Arnar Gunnlaugsson er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Víkings. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er bærilega bjartsýnn á að Rasmus Nissen leiki með Víkingum í sumar. Nissen, sem er nítján ára, er samningsbundinn OB í Danmörku en var á reynslu hjá Víkingi. Hann spilaði einn leik með liðinu, gegn HK á laugardaginn, og óhætt er að segja frumsýningin hafi gengið vel. Hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Víkings, þar á meðal glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Víkingur (@vikingurfc) Nissen fer aftur til Danmerkur á morgun en ekki er ljóst hvort hann kemur aftur til Íslands. „Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál,“ sagði Arnar við Vísi í dag. „En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir.“ Víkingar vilja fá Rasmus en það er undir honum komið hvort hann vilji koma til Íslands og fá að spila eða berjast um að komast að hjá OB. Sjaldan séð svona flotta spyrnutækni „Hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Guðmundur Andri [Tryggvason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] voru í fyrir tveimur árum. Hann spilar lítið með aðalliðinu en hefur klárlega mikla hæfileika. Þá er þetta bara spurning hvað þú telur vera best fyrir þinn feril og hann þarf að vega það og meta,“ sagði Arnar. „En við höfum og önnur lið á Íslandi höfum sýnt að glugginn hér á landi er mjög sterkur, ef þú tekur skrefið. En mörgum finnst kjötið hjá mömmu gott og vilja ekki yfirgefa heimahagana.“ Arnar segir að Nissen sé afar sparkviss. „Ég hef sjaldan séð svona flotta spyrnutækni hjá svona ungum strák. Hann er kannski í leikformi en var klókur að finna sér stöður. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá þessu.“ Styttist í Kára en Ingvar missir af byrjun mótsins Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar segir að staðan á leikmannahópi Víkings sé nokkuð góð þegar styttist í alvöruna. „Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA,“ sagði Arnar. „Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi.“ Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn meiddur og missir af byrjun tímabilsins. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Nissen, sem er nítján ára, er samningsbundinn OB í Danmörku en var á reynslu hjá Víkingi. Hann spilaði einn leik með liðinu, gegn HK á laugardaginn, og óhætt er að segja frumsýningin hafi gengið vel. Hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Víkings, þar á meðal glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Víkingur (@vikingurfc) Nissen fer aftur til Danmerkur á morgun en ekki er ljóst hvort hann kemur aftur til Íslands. „Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál,“ sagði Arnar við Vísi í dag. „En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir.“ Víkingar vilja fá Rasmus en það er undir honum komið hvort hann vilji koma til Íslands og fá að spila eða berjast um að komast að hjá OB. Sjaldan séð svona flotta spyrnutækni „Hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Guðmundur Andri [Tryggvason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] voru í fyrir tveimur árum. Hann spilar lítið með aðalliðinu en hefur klárlega mikla hæfileika. Þá er þetta bara spurning hvað þú telur vera best fyrir þinn feril og hann þarf að vega það og meta,“ sagði Arnar. „En við höfum og önnur lið á Íslandi höfum sýnt að glugginn hér á landi er mjög sterkur, ef þú tekur skrefið. En mörgum finnst kjötið hjá mömmu gott og vilja ekki yfirgefa heimahagana.“ Arnar segir að Nissen sé afar sparkviss. „Ég hef sjaldan séð svona flotta spyrnutækni hjá svona ungum strák. Hann er kannski í leikformi en var klókur að finna sér stöður. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá þessu.“ Styttist í Kára en Ingvar missir af byrjun mótsins Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar segir að staðan á leikmannahópi Víkings sé nokkuð góð þegar styttist í alvöruna. „Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA,“ sagði Arnar. „Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi.“ Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn meiddur og missir af byrjun tímabilsins. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31