Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 09:06 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki lagt fram áætlanir um að skikka Bandaríkjamenn til að draga úr kjötneyslu. AP/Andrew Harnik Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. Áköll um að Biden haldi sig frá eldhúsum Bandaríkjamanna heyrðust um helgina frá áhrifamiklum íhaldsmönnum, þingmönnum, ríkisstjórum og jafnvel í fjölmiðlum. Sérstaklega í þáttum Fox News um helgina. Meðal þeirra sem tjáðu sig var umdeilda þingkonan Lauren Boebert. Joe Biden s climate plan includes cutting 90% of red meat from our diets by 2030. They want to limit us to about four pounds a year. Why doesn t Joe stay out of my kitchen?— Lauren Boebert (@laurenboebert) April 24, 2021 Sjónvarpsmaðurinn Larry Kudlow á Fox, sem starfaði áður sem efnahagsráðgjafi Donalds Trumps, varaði við því um helgina að Bandaríkjamönnum yrði bannað að borða hamborgara og steikur á 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Þess í stað yrðu þeir að grilla grænmeti og yrðu þvingaðir til að drekka bjór sem gerður væri úr einhverskonar plöntum, eins og bjór er yfirleitt gerður. Nokkrir aðrir þáttastjórnendur Fox tóku undir þennan málflutning um helgina. Staðhæfingar um að Biden ætli sér að stela kjöti af borðum Bandaríkjamanna eiga þó ekki stoð í raunveruleikanum. Var það viðurkennt á Fox í gær að málflutningurinn um að Biden ætlaði að svo gott sem stöðva neyslu kjöts væri rangur. Þingmaðurinn Madison Cawthorn tísti einnig um ásakanirnar og sakaði hann Biden um að vera keisara sem ætlaði sér að stöðva það að haldið yrði upp á þjóðhátíðardaginn og þar að auki banna fólki að fá sér hamborgara. Not only does Emperor Biden not want us to celebrate the 4th of July, now he doesn't want us to have a burger on that day either.Retweet if you re still doing both because this is America! — Madison Cawthorn (@CawthornforNC) April 25, 2021 Donald Trump yngri hefur einnig tjáð sig um hinar ímynduðu ætlanir Bidens og sagt að hann borði á einum degi það sem Biden ætli sér að leyfa fólki að borða af kjöti á mánuði. Minnst tveir ríkisstjórar, Greg Abbott frá Texas og Brad Little frá Idaho deildu grafík frá Fox og sögðu bann við kjöti ekki koma til greina. Uppruni þessara lyga virðist eiga rætur í misvísandi og rangri grein Daily Mail þar sem rannsókn frá 2020 var sett í samhengi við væntanlegar umhverfisverndaraðgerðir Bidens, jafnvel þó engin tengsl væru þar á milli. Umrædd rannsókn fjallaði um það að Bandaríkjamenn gætu dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr kjötneyslu og var birt löngu áður en Biden tók við embætti. Biden hefur ekki opinberað neinar áætlanir um að draga úr kjötneyslu. Áætlanir hans um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2030, snúa ekki að landbúnaði, eins og farið er yfir í grein Politico. Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra, staðfesti það í gær og haf hann í skyn að Repúblikanar væru að dreifa lygum, vitandi að þær væru ósannar. Innan veggja Hvíta hússins hefur mönnum þótt þessar ásakanir kómískar og hefur verið litið á þær sem staðfestingu þess að Repúblikanar eigi í miklu basli með að ná höggi á forsetann, samkvæmt heimildum Washington Post. Starfsmenn Hvíta hússins hafa tíst myndum af forsetanum við grillið og gert lítið úr rangfærslunum. https://t.co/8cS03aRzoY pic.twitter.com/x0C9bXc7Y2— Mike Gwin (@MGwin46) April 25, 2021 Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Áköll um að Biden haldi sig frá eldhúsum Bandaríkjamanna heyrðust um helgina frá áhrifamiklum íhaldsmönnum, þingmönnum, ríkisstjórum og jafnvel í fjölmiðlum. Sérstaklega í þáttum Fox News um helgina. Meðal þeirra sem tjáðu sig var umdeilda þingkonan Lauren Boebert. Joe Biden s climate plan includes cutting 90% of red meat from our diets by 2030. They want to limit us to about four pounds a year. Why doesn t Joe stay out of my kitchen?— Lauren Boebert (@laurenboebert) April 24, 2021 Sjónvarpsmaðurinn Larry Kudlow á Fox, sem starfaði áður sem efnahagsráðgjafi Donalds Trumps, varaði við því um helgina að Bandaríkjamönnum yrði bannað að borða hamborgara og steikur á 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Þess í stað yrðu þeir að grilla grænmeti og yrðu þvingaðir til að drekka bjór sem gerður væri úr einhverskonar plöntum, eins og bjór er yfirleitt gerður. Nokkrir aðrir þáttastjórnendur Fox tóku undir þennan málflutning um helgina. Staðhæfingar um að Biden ætli sér að stela kjöti af borðum Bandaríkjamanna eiga þó ekki stoð í raunveruleikanum. Var það viðurkennt á Fox í gær að málflutningurinn um að Biden ætlaði að svo gott sem stöðva neyslu kjöts væri rangur. Þingmaðurinn Madison Cawthorn tísti einnig um ásakanirnar og sakaði hann Biden um að vera keisara sem ætlaði sér að stöðva það að haldið yrði upp á þjóðhátíðardaginn og þar að auki banna fólki að fá sér hamborgara. Not only does Emperor Biden not want us to celebrate the 4th of July, now he doesn't want us to have a burger on that day either.Retweet if you re still doing both because this is America! — Madison Cawthorn (@CawthornforNC) April 25, 2021 Donald Trump yngri hefur einnig tjáð sig um hinar ímynduðu ætlanir Bidens og sagt að hann borði á einum degi það sem Biden ætli sér að leyfa fólki að borða af kjöti á mánuði. Minnst tveir ríkisstjórar, Greg Abbott frá Texas og Brad Little frá Idaho deildu grafík frá Fox og sögðu bann við kjöti ekki koma til greina. Uppruni þessara lyga virðist eiga rætur í misvísandi og rangri grein Daily Mail þar sem rannsókn frá 2020 var sett í samhengi við væntanlegar umhverfisverndaraðgerðir Bidens, jafnvel þó engin tengsl væru þar á milli. Umrædd rannsókn fjallaði um það að Bandaríkjamenn gætu dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr kjötneyslu og var birt löngu áður en Biden tók við embætti. Biden hefur ekki opinberað neinar áætlanir um að draga úr kjötneyslu. Áætlanir hans um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2030, snúa ekki að landbúnaði, eins og farið er yfir í grein Politico. Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra, staðfesti það í gær og haf hann í skyn að Repúblikanar væru að dreifa lygum, vitandi að þær væru ósannar. Innan veggja Hvíta hússins hefur mönnum þótt þessar ásakanir kómískar og hefur verið litið á þær sem staðfestingu þess að Repúblikanar eigi í miklu basli með að ná höggi á forsetann, samkvæmt heimildum Washington Post. Starfsmenn Hvíta hússins hafa tíst myndum af forsetanum við grillið og gert lítið úr rangfærslunum. https://t.co/8cS03aRzoY pic.twitter.com/x0C9bXc7Y2— Mike Gwin (@MGwin46) April 25, 2021
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira