Þúsundir mótmæltu ákvörðun um að rétta ekki yfir morðingja konu af gyðingaættum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2021 08:09 Mótmælendur kölluðu eftir réttlæti til handa Halimi. AP/Daniel Cole Þúsundir hafa mótmælt í París og víðar í Frakklandi þeirri ákvörðun dómstóls að rétta ekki yfir manni sem myrti 65 ára gamla konu. Dómstólar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að um hatursglæp hefði verið að ræða en fórnarlambið var gyðingur. Hinn 32 ára Kobili Traoré var ákærður fyrir að ráðast á Lucie Attal með ofbeldi og kasta henni síðan fram af svölum íbúðar hennar í París árið 2017. Æðsti áfrýjunardómstóll Frakklands (Cour de cassation) staðfesti hins vegar á dögunum þá niðurstöðu undirdómstóla að ekki væri hægt að rétta yfir Traoré, þar sem hann hefði verið „veruleikafirrtur“ sökum fíkniefnaneyslu og ekki haft stjórn á gjörðum sínum. Fjölskylda Attal, sem var betur þekkt sem Sarah Halimi, segir ákvörðunina „óréttláta“ og hefur systir hennar tilkynnt að hún hyggist freista þess að sækja málið fyrir dómstól í Ísrael, þar sem hún býr. Efnt var til mótmæla vegna málsins víðsvegar í Frakklandi í gær en einnig í Róm, Tel Aviv, Lundúnum, Los Angeles, Miami og New York. Frank Tapiro, sem skipulagði mótmælin í París, sagði mótmælendur kalla eftir réttlæti. „Við viljum réttarhöld, óháð niðurstöðunni. [Traoré] kaus að reykja kannabis. Sérfræðingar hafa skilað sínum skýrslum en dómstólar þurfa ekki að samþykkja þær. Þetta vandamál snertir alla Frakka, ekki bara gyðinga.“ Mótmælt var í París og víða um heim.AP/Michel Euler Traoré braust inn á heimili Halimi um nótt og réðist á hana þar sem hún lá sofandi. Er hann sagður hafa kallað „Allahu Akbar“ á meðan og farið með vers úr Kóraninum. Hann kastaði henni síðan fram af svölum íbúðarinnar, þar sem hún hafði búið í 30 ár. Nágrannar Halimi sögðu Traoré hafa kallað að hann hefði drepið djöfulinn, þar sem hann stóð á svölunum. Hann viðurkenndi seinna að hann hefði vitað að Halimi var gyðingur en neitaði því að um hatursglæp hefði verið að ræða. Dómsmálaráðherrann Éric Dupond-Moretti sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greindi frá því að frumvarp yrði lagt fyrir þingið í maí en samkvæmt því yrði dómstólum gert kleift að taka það til greina ef sakborningur hefði viljugur neytt fíkniefna sem leiddu til þess að hann væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Guardian fjallar um málið. Frakkland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Hinn 32 ára Kobili Traoré var ákærður fyrir að ráðast á Lucie Attal með ofbeldi og kasta henni síðan fram af svölum íbúðar hennar í París árið 2017. Æðsti áfrýjunardómstóll Frakklands (Cour de cassation) staðfesti hins vegar á dögunum þá niðurstöðu undirdómstóla að ekki væri hægt að rétta yfir Traoré, þar sem hann hefði verið „veruleikafirrtur“ sökum fíkniefnaneyslu og ekki haft stjórn á gjörðum sínum. Fjölskylda Attal, sem var betur þekkt sem Sarah Halimi, segir ákvörðunina „óréttláta“ og hefur systir hennar tilkynnt að hún hyggist freista þess að sækja málið fyrir dómstól í Ísrael, þar sem hún býr. Efnt var til mótmæla vegna málsins víðsvegar í Frakklandi í gær en einnig í Róm, Tel Aviv, Lundúnum, Los Angeles, Miami og New York. Frank Tapiro, sem skipulagði mótmælin í París, sagði mótmælendur kalla eftir réttlæti. „Við viljum réttarhöld, óháð niðurstöðunni. [Traoré] kaus að reykja kannabis. Sérfræðingar hafa skilað sínum skýrslum en dómstólar þurfa ekki að samþykkja þær. Þetta vandamál snertir alla Frakka, ekki bara gyðinga.“ Mótmælt var í París og víða um heim.AP/Michel Euler Traoré braust inn á heimili Halimi um nótt og réðist á hana þar sem hún lá sofandi. Er hann sagður hafa kallað „Allahu Akbar“ á meðan og farið með vers úr Kóraninum. Hann kastaði henni síðan fram af svölum íbúðarinnar, þar sem hún hafði búið í 30 ár. Nágrannar Halimi sögðu Traoré hafa kallað að hann hefði drepið djöfulinn, þar sem hann stóð á svölunum. Hann viðurkenndi seinna að hann hefði vitað að Halimi var gyðingur en neitaði því að um hatursglæp hefði verið að ræða. Dómsmálaráðherrann Éric Dupond-Moretti sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greindi frá því að frumvarp yrði lagt fyrir þingið í maí en samkvæmt því yrði dómstólum gert kleift að taka það til greina ef sakborningur hefði viljugur neytt fíkniefna sem leiddu til þess að hann væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Guardian fjallar um málið.
Frakkland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“