„Íslensk stjórnvöld hafa engan skilning á þessu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 15:59 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ekki vera sannfærandi. Á sama tíma gefi ný stefna Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum tilefni til bjartsýni. Auður ræddi loftslagsmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýlega greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá nýrri áætlun ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum, áætlun sem óhætt er að segja að sé mun metnaðarfyllri í samanburði við áherslur forvera hans í embætti. „Mér finnst þetta bara stórmerkilegt. Við erum búin að horfa á Bandaríkjaforseta eftir Bandaríkjaforseta, þó að Obama hafi verið ágætur, þá erum við búin að horfa upp á marga Bandaríkjaforseta bara sópa þessu bara út af borðinu og segja bara „já já, þetta er fallegt.“ En þetta eru virkilega stórar yfirlýsingar og það sem að Biden sagði er að þeir ætli að draga úr 50% miðað við 1990, þeir eru ekki að tala um að reyna að skreyta sig með einhverju, eins og Japanir sem segja að þeir ætla að draga niður um 46% miðað við 2013,“ segir Auður. „Það er ekki verið að reyna að fegra þetta á neinn hátt sem er lofandi og það er mjög sjaldan sem ég hef séð einhvern pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, eða það er mjög sjaldan sem að maður hefur séð pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, punktur. En að gera loforð í umhverfismálum fyrir kosningar og síðan bara þremur dögum eftir að þú tekur við embætti, eins og Biden gerir, þá lætur hann til skarar skríða. Og hann hefur virkilega tekið fast á þessu og virkilega sýnt að honum virkilega er alvara í loftslagsmálum,“ segir Auður. Hún kveðst bjartsýn á að stefnan sé á leið í rétta átt í Bandaríkjunum þótt enn megi gera betur. Í alþjóðlegu samhengi segir Auður að vestrænar þjóðir verði að gera sér betur grein fyrir stöðunni og ekki sé hægt að ætlast til þess að samdráttur losunnar sé jafnhraður í þróunarríkjum. „Þessi losun sem að við getum leyft okkur á næstu tíu árum hún verður að fá að vera öll hjá þróunarríkjum, hún getur ekki verið öll hjá okkur. Og íslensk stjórnvöld til dæmis, þau hafa engan skilning á þessu. Þau bara ætla sér að halda nokkurn veginn áfram eins og við höfum alltaf gert,“ segir Auður. Hún kveðst ekki vera ósátt með þau markmið sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með í loftslagsmálum, aftur á móti séu aðgerðirnar ekki sannfærandi. „Hvorki aðgerðaáætlunin né þær raunverulegu aðgerðir sem hefur verið gripið til. Það er mjög gott að byggja upp hleðslustöðvar og fella niður virðisauka á rafmagnsbílum og rafhjólum, þetta eru mjög jákvæðar aðgerðir. En það vantar algjörlega aðgerðir á hinn endann, sem sagt sem að draga virkilega úr losun. Það vantar kolefnisgjald, það vantar takmarkanir á þessa mengunarvalda,“ segir Auður. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Auður ræddi loftslagsmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýlega greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá nýrri áætlun ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum, áætlun sem óhætt er að segja að sé mun metnaðarfyllri í samanburði við áherslur forvera hans í embætti. „Mér finnst þetta bara stórmerkilegt. Við erum búin að horfa á Bandaríkjaforseta eftir Bandaríkjaforseta, þó að Obama hafi verið ágætur, þá erum við búin að horfa upp á marga Bandaríkjaforseta bara sópa þessu bara út af borðinu og segja bara „já já, þetta er fallegt.“ En þetta eru virkilega stórar yfirlýsingar og það sem að Biden sagði er að þeir ætli að draga úr 50% miðað við 1990, þeir eru ekki að tala um að reyna að skreyta sig með einhverju, eins og Japanir sem segja að þeir ætla að draga niður um 46% miðað við 2013,“ segir Auður. „Það er ekki verið að reyna að fegra þetta á neinn hátt sem er lofandi og það er mjög sjaldan sem ég hef séð einhvern pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, eða það er mjög sjaldan sem að maður hefur séð pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, punktur. En að gera loforð í umhverfismálum fyrir kosningar og síðan bara þremur dögum eftir að þú tekur við embætti, eins og Biden gerir, þá lætur hann til skarar skríða. Og hann hefur virkilega tekið fast á þessu og virkilega sýnt að honum virkilega er alvara í loftslagsmálum,“ segir Auður. Hún kveðst bjartsýn á að stefnan sé á leið í rétta átt í Bandaríkjunum þótt enn megi gera betur. Í alþjóðlegu samhengi segir Auður að vestrænar þjóðir verði að gera sér betur grein fyrir stöðunni og ekki sé hægt að ætlast til þess að samdráttur losunnar sé jafnhraður í þróunarríkjum. „Þessi losun sem að við getum leyft okkur á næstu tíu árum hún verður að fá að vera öll hjá þróunarríkjum, hún getur ekki verið öll hjá okkur. Og íslensk stjórnvöld til dæmis, þau hafa engan skilning á þessu. Þau bara ætla sér að halda nokkurn veginn áfram eins og við höfum alltaf gert,“ segir Auður. Hún kveðst ekki vera ósátt með þau markmið sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með í loftslagsmálum, aftur á móti séu aðgerðirnar ekki sannfærandi. „Hvorki aðgerðaáætlunin né þær raunverulegu aðgerðir sem hefur verið gripið til. Það er mjög gott að byggja upp hleðslustöðvar og fella niður virðisauka á rafmagnsbílum og rafhjólum, þetta eru mjög jákvæðar aðgerðir. En það vantar algjörlega aðgerðir á hinn endann, sem sagt sem að draga virkilega úr losun. Það vantar kolefnisgjald, það vantar takmarkanir á þessa mengunarvalda,“ segir Auður.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent