Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2021 18:19 Um níutíu börn eru á leikskólanum Jörfa. Tuttugu og tvö eru smituð. Vísir/Vilhelm Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. „Við gerum ráð fyrir að eftir hádegi á mánudag geti elstu börnin mætt og systkin þeirra. Síðan næstu daga verða deildirnar opnar til skiptis. Við að sjálfsögðu reynum að tryggja að leikfélagar og systkin séu saman á sama tíma í leikskólanum og vinnum þetta í góðu samstarfi við fjölskyldurnar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar fengu tölvupóst nú síðdegis með upplýsingum um hvernig starfseminni háttað. Um 45 börn af 90 geta mætt hverju sinni. Tvisvar inn á spítala Nú hafa 22 börn og níu starfsmenn á leikskólanum Jörfa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 börn fóru í skimun í gær og í framhaldinu luku á fjórða hundrað manns sóttkví. Ekkert barn er alvarlega veikt, en börn veikjast síður illa af kórónuveirunni. Starfsfólk hefur þó fundið fyrir einkennum og einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í tvígang. Í bréfi sem foreldrar fengu nú síðdegis segir að húsnæði leikskólans hafi allt verið sótthreinsað og teljist örugg. Það þurfi þó að sýna sérstaka smitgát og fólk beðið um að koma ekki með börn ef þau sýni minnstu einkenni lasleika, til dæmis kvef. „Það þarf ekki að nefna það að þessi smit hafa verið áfall fyrir allt leikskólasamfélagið og á mánudag er ráðgert að byrja daginn á því að eiga fund með starfsfólkinu til þjappa hópinn saman og skipuleggja starfið næstu viku. Við áætlum því að opna leikskólann kl. 12.30 en ekki verður boðið upp á hádegisverð. Sá hópur sem getur komið í leikskólann á mánudag eru börn fædd 2015 og systkini þeirra,“ segir í bréfinu. Skólahald verður með eðlilegum hætti nema hópastarf og vettvangsferðir falla niður. Nokkuð víst að fleiri muni greinast Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nokkur börn hafi greinst með kórónuveirusmit í gær. „Við teljum nokkuð víst að við séum ekki komin fyrir endann á þessu en vonandi eru allir sem voru útsettir búnir að vera í sóttkví í einhvern tíma,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25 „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir að eftir hádegi á mánudag geti elstu börnin mætt og systkin þeirra. Síðan næstu daga verða deildirnar opnar til skiptis. Við að sjálfsögðu reynum að tryggja að leikfélagar og systkin séu saman á sama tíma í leikskólanum og vinnum þetta í góðu samstarfi við fjölskyldurnar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar fengu tölvupóst nú síðdegis með upplýsingum um hvernig starfseminni háttað. Um 45 börn af 90 geta mætt hverju sinni. Tvisvar inn á spítala Nú hafa 22 börn og níu starfsmenn á leikskólanum Jörfa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 börn fóru í skimun í gær og í framhaldinu luku á fjórða hundrað manns sóttkví. Ekkert barn er alvarlega veikt, en börn veikjast síður illa af kórónuveirunni. Starfsfólk hefur þó fundið fyrir einkennum og einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í tvígang. Í bréfi sem foreldrar fengu nú síðdegis segir að húsnæði leikskólans hafi allt verið sótthreinsað og teljist örugg. Það þurfi þó að sýna sérstaka smitgát og fólk beðið um að koma ekki með börn ef þau sýni minnstu einkenni lasleika, til dæmis kvef. „Það þarf ekki að nefna það að þessi smit hafa verið áfall fyrir allt leikskólasamfélagið og á mánudag er ráðgert að byrja daginn á því að eiga fund með starfsfólkinu til þjappa hópinn saman og skipuleggja starfið næstu viku. Við áætlum því að opna leikskólann kl. 12.30 en ekki verður boðið upp á hádegisverð. Sá hópur sem getur komið í leikskólann á mánudag eru börn fædd 2015 og systkini þeirra,“ segir í bréfinu. Skólahald verður með eðlilegum hætti nema hópastarf og vettvangsferðir falla niður. Nokkuð víst að fleiri muni greinast Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nokkur börn hafi greinst með kórónuveirusmit í gær. „Við teljum nokkuð víst að við séum ekki komin fyrir endann á þessu en vonandi eru allir sem voru útsettir búnir að vera í sóttkví í einhvern tíma,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25 „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25
„Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13