Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2021 18:19 Um níutíu börn eru á leikskólanum Jörfa. Tuttugu og tvö eru smituð. Vísir/Vilhelm Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. „Við gerum ráð fyrir að eftir hádegi á mánudag geti elstu börnin mætt og systkin þeirra. Síðan næstu daga verða deildirnar opnar til skiptis. Við að sjálfsögðu reynum að tryggja að leikfélagar og systkin séu saman á sama tíma í leikskólanum og vinnum þetta í góðu samstarfi við fjölskyldurnar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar fengu tölvupóst nú síðdegis með upplýsingum um hvernig starfseminni háttað. Um 45 börn af 90 geta mætt hverju sinni. Tvisvar inn á spítala Nú hafa 22 börn og níu starfsmenn á leikskólanum Jörfa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 börn fóru í skimun í gær og í framhaldinu luku á fjórða hundrað manns sóttkví. Ekkert barn er alvarlega veikt, en börn veikjast síður illa af kórónuveirunni. Starfsfólk hefur þó fundið fyrir einkennum og einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í tvígang. Í bréfi sem foreldrar fengu nú síðdegis segir að húsnæði leikskólans hafi allt verið sótthreinsað og teljist örugg. Það þurfi þó að sýna sérstaka smitgát og fólk beðið um að koma ekki með börn ef þau sýni minnstu einkenni lasleika, til dæmis kvef. „Það þarf ekki að nefna það að þessi smit hafa verið áfall fyrir allt leikskólasamfélagið og á mánudag er ráðgert að byrja daginn á því að eiga fund með starfsfólkinu til þjappa hópinn saman og skipuleggja starfið næstu viku. Við áætlum því að opna leikskólann kl. 12.30 en ekki verður boðið upp á hádegisverð. Sá hópur sem getur komið í leikskólann á mánudag eru börn fædd 2015 og systkini þeirra,“ segir í bréfinu. Skólahald verður með eðlilegum hætti nema hópastarf og vettvangsferðir falla niður. Nokkuð víst að fleiri muni greinast Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nokkur börn hafi greinst með kórónuveirusmit í gær. „Við teljum nokkuð víst að við séum ekki komin fyrir endann á þessu en vonandi eru allir sem voru útsettir búnir að vera í sóttkví í einhvern tíma,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25 „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir að eftir hádegi á mánudag geti elstu börnin mætt og systkin þeirra. Síðan næstu daga verða deildirnar opnar til skiptis. Við að sjálfsögðu reynum að tryggja að leikfélagar og systkin séu saman á sama tíma í leikskólanum og vinnum þetta í góðu samstarfi við fjölskyldurnar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar fengu tölvupóst nú síðdegis með upplýsingum um hvernig starfseminni háttað. Um 45 börn af 90 geta mætt hverju sinni. Tvisvar inn á spítala Nú hafa 22 börn og níu starfsmenn á leikskólanum Jörfa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 börn fóru í skimun í gær og í framhaldinu luku á fjórða hundrað manns sóttkví. Ekkert barn er alvarlega veikt, en börn veikjast síður illa af kórónuveirunni. Starfsfólk hefur þó fundið fyrir einkennum og einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í tvígang. Í bréfi sem foreldrar fengu nú síðdegis segir að húsnæði leikskólans hafi allt verið sótthreinsað og teljist örugg. Það þurfi þó að sýna sérstaka smitgát og fólk beðið um að koma ekki með börn ef þau sýni minnstu einkenni lasleika, til dæmis kvef. „Það þarf ekki að nefna það að þessi smit hafa verið áfall fyrir allt leikskólasamfélagið og á mánudag er ráðgert að byrja daginn á því að eiga fund með starfsfólkinu til þjappa hópinn saman og skipuleggja starfið næstu viku. Við áætlum því að opna leikskólann kl. 12.30 en ekki verður boðið upp á hádegisverð. Sá hópur sem getur komið í leikskólann á mánudag eru börn fædd 2015 og systkini þeirra,“ segir í bréfinu. Skólahald verður með eðlilegum hætti nema hópastarf og vettvangsferðir falla niður. Nokkuð víst að fleiri muni greinast Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nokkur börn hafi greinst með kórónuveirusmit í gær. „Við teljum nokkuð víst að við séum ekki komin fyrir endann á þessu en vonandi eru allir sem voru útsettir búnir að vera í sóttkví í einhvern tíma,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25 „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25
„Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13