Bandarísk sendiráð mega aftur draga regnbogafánann að hún Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 23:18 Von er á Blinken til Íslands í maí. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað sendiráðum og -skrifstofum um allan heim að draga regnbogafánann að hún til að styðja samfélag hinsegin fólks. Foreign Policy hefur undir höndum skilaboð sem send voru á bandaríska diplómata um heim allan þar sem utanríkisráðherrann heimilaði þeim að flagga regnbogafánanum. Ekki er um eiginlega tilskipun að ræða heldur heimild en hún berst í tæka tíð fyrir alþjóðlegan dag gegn fordómum gegn hinsegin fólki, 17. maí. Í erindinu er tekið fram að það sé undir hverjum og einum sendifulltrúa hvort hann velur að draga regnbogafánann og aðra áþekka fána að hún og er viðkomandi treyst fyrir því að meta það útfrá aðstæðum á hverjum stað. Þegar Donald Trump var forseti og Mike Pompeo utanríkisráðherra, var sendiráðum og -skrifstofum bannað að draga regnbogafánann að hún á sömu flaggstöngum og notaðar voru fyrir bandaríska fánann. Varaforsetinn Mike Pence sagði að þegar kæmi að bandarískum flaggstöngum og bandarískum sendiráðum þá væri aðeins einn bandarískur fáni dreginn að hún. Þegar Blinken mætti fyrir þingheim áður en hann var skipaður í embætti hét hann því að beita sér í þágu hinsegin fólks og skipa sérlegan sendifulltrúa stjórnvalda í málefnum þeirra. Bandaríkin Hinsegin Málefni transfólks Tengdar fréttir Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. 20. apríl 2021 15:07 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Foreign Policy hefur undir höndum skilaboð sem send voru á bandaríska diplómata um heim allan þar sem utanríkisráðherrann heimilaði þeim að flagga regnbogafánanum. Ekki er um eiginlega tilskipun að ræða heldur heimild en hún berst í tæka tíð fyrir alþjóðlegan dag gegn fordómum gegn hinsegin fólki, 17. maí. Í erindinu er tekið fram að það sé undir hverjum og einum sendifulltrúa hvort hann velur að draga regnbogafánann og aðra áþekka fána að hún og er viðkomandi treyst fyrir því að meta það útfrá aðstæðum á hverjum stað. Þegar Donald Trump var forseti og Mike Pompeo utanríkisráðherra, var sendiráðum og -skrifstofum bannað að draga regnbogafánann að hún á sömu flaggstöngum og notaðar voru fyrir bandaríska fánann. Varaforsetinn Mike Pence sagði að þegar kæmi að bandarískum flaggstöngum og bandarískum sendiráðum þá væri aðeins einn bandarískur fáni dreginn að hún. Þegar Blinken mætti fyrir þingheim áður en hann var skipaður í embætti hét hann því að beita sér í þágu hinsegin fólks og skipa sérlegan sendifulltrúa stjórnvalda í málefnum þeirra.
Bandaríkin Hinsegin Málefni transfólks Tengdar fréttir Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. 20. apríl 2021 15:07 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. 20. apríl 2021 15:07
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46
Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23