Umfangsmiklir varnargarðar á Seyðisfirði nær tilbúnir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:31 Varnargarðarnir voru reistir í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Vinna við varnargarðana á Seyðisfirði er á lokametrunum og útlit fyrir að virkni þeirra sé góð. Mannvirkið er umfangsmikið og að mestu leyti gert úr skriðuefninu sjálfu. Varnargarðarnir voru settir upp í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember. Þeir byrja við Búðará, þar sem stærsta skriðan féll í desember, og liggja enn eftir bænum að Dagmálalæk. „Svo er í bígerð að fara að gera lítinn lækjarfarveg til að hjálpa vatninu sem lenti á Breiðablikshúsinu við að komast í afmarkaðri farveg og koma því á betri hátt til sjávar. Það er svona næsti fasi, sem er tiltölulega lítil aðgerð. En þegar það er komið þá er í raun og veru komið einhvers konar varnarinngrip,” segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Mannvirkið er orðið afar umfangsmikið. „Þetta er orðið töluvert umfangsmikið. Eins og garðarnir við Botnahlíðina sem voru reistir fyrr í vetur voru 400 metrar og nú er verið að vinna þarna að 200 metra garði í viðbót. Garðarnir við Búðarána eru farnir að slaga í hátt í sjötta meter,” segir Jón Haukur. Hann segir að varnargarðarnir séu að mestu unnir úr skriðuefninu sjálfu. „Það hefur verið markmiðið í þessu, að nýta efnið í varnargarðana í stað þess að keyra því í burtu.” Um séu að ræða bráðavarnir sem séu til þes fallnar að skapa meira öryggi en til skemmri tíma litið. „Kantarnir eru víða brattir og það getur hrunið meira úr þeim. Það hefur verið fylgst með því inn í vorið, en markmiðið var að höndla minni skriðuatburði þanni gað þeir væru ekki að bætast við það sem gekk þarna á í vetur.” Næsti fasi verði að reisa endanlegar og umfangsmeiri varnir en hann segir varnargarðana tiltölulega örugga. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Varnargarðarnir voru settir upp í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember. Þeir byrja við Búðará, þar sem stærsta skriðan féll í desember, og liggja enn eftir bænum að Dagmálalæk. „Svo er í bígerð að fara að gera lítinn lækjarfarveg til að hjálpa vatninu sem lenti á Breiðablikshúsinu við að komast í afmarkaðri farveg og koma því á betri hátt til sjávar. Það er svona næsti fasi, sem er tiltölulega lítil aðgerð. En þegar það er komið þá er í raun og veru komið einhvers konar varnarinngrip,” segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Mannvirkið er orðið afar umfangsmikið. „Þetta er orðið töluvert umfangsmikið. Eins og garðarnir við Botnahlíðina sem voru reistir fyrr í vetur voru 400 metrar og nú er verið að vinna þarna að 200 metra garði í viðbót. Garðarnir við Búðarána eru farnir að slaga í hátt í sjötta meter,” segir Jón Haukur. Hann segir að varnargarðarnir séu að mestu unnir úr skriðuefninu sjálfu. „Það hefur verið markmiðið í þessu, að nýta efnið í varnargarðana í stað þess að keyra því í burtu.” Um séu að ræða bráðavarnir sem séu til þes fallnar að skapa meira öryggi en til skemmri tíma litið. „Kantarnir eru víða brattir og það getur hrunið meira úr þeim. Það hefur verið fylgst með því inn í vorið, en markmiðið var að höndla minni skriðuatburði þanni gað þeir væru ekki að bætast við það sem gekk þarna á í vetur.” Næsti fasi verði að reisa endanlegar og umfangsmeiri varnir en hann segir varnargarðana tiltölulega örugga.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira