Domino's svarar og sendir Spaðanum sneið Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 20:13 Domino's í Kringlunni og Spaðinn í Kópavogi. Vísir Orðsendingar hafa gengið á víxl á milli íslenskra flatbökurisa í dag. Lotan hófst með yfirlýsingum Þórarins Ævarssonar, stofnanda Spaðans, um að hann hefði í hyggju að setja Domino’s á hausinn á fimm árum. Þessi áform reifaði Þórarinn í viðtali í fréttaþætti Morgunblaðsins og þegar hann talaði um misheppnaða tilraun sína til að kaupa Domino's: „Í staðinn fyrir að taka fimm ár í að koma Domino’s á hausinn, sem ég mun gera, hugsaði ég með mér, frekar gleypi ég þá og breyti markaðnum.“ Ummæli Þórarins hafa vakið nokkra athygli og þar hlaut að koma að Domino’s bæri hönd fyrir höfuð sér. Fyrirtækið skrifaði rétt í þessu færslu á Facebook, þar sem það sagðist vera „stoltur stuðningsaðili allra sem elska Domino’s í spað.“ Nýleg auglýsingaherferð fyrirtækisins gengur út á að það sé stoltur stuðningsaðili alls sem hreyfist. Þetta er nýjasta útspilið í henni og liggur beinast við að skilja það sem glóðvolga sneið til hins vígreifa Þórarins, sem var reyndar starfsmaður Domino’s á Íslandi í áraraðir. Þórarinn leiddi hóp fjárfesta í tilraun til að kaupa Domino’s-keðjuna eins og hún leggur sig hér á landi þegar hún var til sölu á dögunum. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu, þannig að nú tekur hann hinn valkostinn, sem er að keyra það í þrot. Matur Veitingastaðir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. 29. mars 2021 07:26 Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. 13. janúar 2021 07:09 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Þessi áform reifaði Þórarinn í viðtali í fréttaþætti Morgunblaðsins og þegar hann talaði um misheppnaða tilraun sína til að kaupa Domino's: „Í staðinn fyrir að taka fimm ár í að koma Domino’s á hausinn, sem ég mun gera, hugsaði ég með mér, frekar gleypi ég þá og breyti markaðnum.“ Ummæli Þórarins hafa vakið nokkra athygli og þar hlaut að koma að Domino’s bæri hönd fyrir höfuð sér. Fyrirtækið skrifaði rétt í þessu færslu á Facebook, þar sem það sagðist vera „stoltur stuðningsaðili allra sem elska Domino’s í spað.“ Nýleg auglýsingaherferð fyrirtækisins gengur út á að það sé stoltur stuðningsaðili alls sem hreyfist. Þetta er nýjasta útspilið í henni og liggur beinast við að skilja það sem glóðvolga sneið til hins vígreifa Þórarins, sem var reyndar starfsmaður Domino’s á Íslandi í áraraðir. Þórarinn leiddi hóp fjárfesta í tilraun til að kaupa Domino’s-keðjuna eins og hún leggur sig hér á landi þegar hún var til sölu á dögunum. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu, þannig að nú tekur hann hinn valkostinn, sem er að keyra það í þrot.
Matur Veitingastaðir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. 29. mars 2021 07:26 Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. 13. janúar 2021 07:09 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. 29. mars 2021 07:26
Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. 13. janúar 2021 07:09