Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 07:10 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stöð 2/Arnar Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið skyldar fólk frá tilteknum svæðum miðað við útbreiðslu covid-19 til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar. Önnur umræða hófst svo þegar klukkan var orðin rétt rúmlega hálf þrjú í nótt, en því var ítrekað frestað að fundur hæfist að nýju. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í gær, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Þriðju umræðu um frumvarpið auk atkvæðagreiðslu lauk síðan þegar klukkan var að verða hálf fimm í nótt. Reglugerð byggi á tillögu sóttvarnalæknis Athygli vekur að breytingartillaga frá fyrsta minnihluta velferðarnefndar við frumvarpið var samþykkt. Breytingartillagan fól í sér nokkrar orðalagsbreytingar auk þess sem kveðið er á um að ráðherra skuli í reglugerð skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. „Við skilgreininguna er m.a. heimilt að líta til forsendna um nýgengi smita á tilteknu svæði og til útbreiðslu mismunandi afbrigða kórónuveiru. Heimilt er að skilgreina tiltekið land sem hááhættusvæði enda þótt einungis afmarkaður hluti þess uppfylli framangreind skilyrði samkvæmt skilgreiningu í reglugerð. Ráðherra skal birta lista yfir svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Listinn skal sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti,“ segir í breytingartillögunni sem var samþykkt, en að baki tillögunni auk nefndarálits stóðu stjórnarþingmennirnir Ólafur Þór Gunnarsson og Steinum Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki. Líkt og áður segir studdi Sigríður Á. Andersen ekki frumvarpið og ekki heldur nefndarálitið og breytingartillöguna. Breytingartillögur stjórnarandstöðuþingkvennanna Helgu Völu Helgadóttur, Ingu Sæland og Halldóru Mogensen voru felldar. Gildir aðeins út júní Með frumvarpinu bætist ákvæði til bráðabirgða við sóttvarnalög sem kveði á um heimild heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð sem mæli fyrir um skyldu farþega sem koma til landsins til sóttkvíar eða einangrunar í sóttvarnahúsi. Skyldan getur náð til ferðamanna sem hafa dvalið á hááhættusvæðum eða á svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um. Að auki fólust í frumvarpinu breytingar á útlendingalögum þar sem bætist við ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um tímabundna heimild dómsmálaráðherra til þess að setja reglugerð sem mæli fyrir um að útlendingum sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem ekki liggja fullnægjandi upplýsingar fyrir um, sé óheimilt að koma til landsins þrátt fyrir að þeir uppfylli almenn komuskilyrði laganna og reglugerðar um för yfir landamæri. Í báðum tilfellum er um bráðabirgðaákvæði að ræða sem gilda frá og með deginum í dag og út júní næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið skyldar fólk frá tilteknum svæðum miðað við útbreiðslu covid-19 til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar. Önnur umræða hófst svo þegar klukkan var orðin rétt rúmlega hálf þrjú í nótt, en því var ítrekað frestað að fundur hæfist að nýju. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í gær, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Þriðju umræðu um frumvarpið auk atkvæðagreiðslu lauk síðan þegar klukkan var að verða hálf fimm í nótt. Reglugerð byggi á tillögu sóttvarnalæknis Athygli vekur að breytingartillaga frá fyrsta minnihluta velferðarnefndar við frumvarpið var samþykkt. Breytingartillagan fól í sér nokkrar orðalagsbreytingar auk þess sem kveðið er á um að ráðherra skuli í reglugerð skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. „Við skilgreininguna er m.a. heimilt að líta til forsendna um nýgengi smita á tilteknu svæði og til útbreiðslu mismunandi afbrigða kórónuveiru. Heimilt er að skilgreina tiltekið land sem hááhættusvæði enda þótt einungis afmarkaður hluti þess uppfylli framangreind skilyrði samkvæmt skilgreiningu í reglugerð. Ráðherra skal birta lista yfir svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Listinn skal sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti,“ segir í breytingartillögunni sem var samþykkt, en að baki tillögunni auk nefndarálits stóðu stjórnarþingmennirnir Ólafur Þór Gunnarsson og Steinum Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki. Líkt og áður segir studdi Sigríður Á. Andersen ekki frumvarpið og ekki heldur nefndarálitið og breytingartillöguna. Breytingartillögur stjórnarandstöðuþingkvennanna Helgu Völu Helgadóttur, Ingu Sæland og Halldóru Mogensen voru felldar. Gildir aðeins út júní Með frumvarpinu bætist ákvæði til bráðabirgða við sóttvarnalög sem kveði á um heimild heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð sem mæli fyrir um skyldu farþega sem koma til landsins til sóttkvíar eða einangrunar í sóttvarnahúsi. Skyldan getur náð til ferðamanna sem hafa dvalið á hááhættusvæðum eða á svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um. Að auki fólust í frumvarpinu breytingar á útlendingalögum þar sem bætist við ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um tímabundna heimild dómsmálaráðherra til þess að setja reglugerð sem mæli fyrir um að útlendingum sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem ekki liggja fullnægjandi upplýsingar fyrir um, sé óheimilt að koma til landsins þrátt fyrir að þeir uppfylli almenn komuskilyrði laganna og reglugerðar um för yfir landamæri. Í báðum tilfellum er um bráðabirgðaákvæði að ræða sem gilda frá og með deginum í dag og út júní næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?