Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. apríl 2021 20:01 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans Vísir/Egill. Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. Landsspítalinn réðst í skipulagsbreytingar á eldhúsi spítalans í september í fyrra þegar ákveðið var að sameina tvær starfseiningar. Við breytinguna var átta stjórnendum sagt upp störfum, sex konum og tveimur körlum með samanlagðan starfsaldur upp á 140 ár. Landspítalinn Meðal þeirra sem spítalinn sagði upp voru trúnaðarmenn. Einn karl og ein kona voru svo endurráðin. Þrír karlar voru ráðnir í stjórnendastöður á sameinaðri deild eldhúss og matsala í staðinn. Hagræðingin ekki enn skilað sér Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var þetta gert til að hagræða en launakostnaður lækki um 50 milljónir á ári með uppsögnunum. Hagræðingin hafi ekki enn skilað sér vegna launa á uppsagnartíma og biðlaunaréttar sumra starfsmanna. Deildin veltir tveimur milljörðum á ári. Á síðasta ári fór rekstrarkostnaður 80 milljónir króna fram úr áætlun og 60 milljónir 2019. Samkvæmt upplýsingum spítalans hefur rekstur einingarinnar gengið ágætlega á þessu ári eða svipað og önnur ár. Í svörum spítalans vegna fyrirspurna fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólkinu sem gegndu störfum sem voru lögð niður hafi verið boðinn stuðningur við að leita að öðru starfi innan spítalans. Þeir fyrrverandi starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja það ekki rétt og eru málaferli í uppsiglingu. Sameyki telur uppsagnirnar ólöglegar Þrír stjórnendur, tvær konur og einn karl leituðu til Sameykis stéttarfélags í almannaeigu vegna uppsagnanna og töldu þær ólöglegar. Sameyki féllst á það og í janúar á þessu ári sendi Mörkin lögmannsstofan kröfubréf fyrir hönd þeirra til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar telur Sameyki að brotið hafi verið á fólkinu með margs konar hætti. Fram kemur m.a. að fólkið hafi starfað og verið í stjórnunarstöðum á spítalanum um árabil og það sæti furðu að reynsla og menntun þeirra hafi ekki verið nóg til að starfa þar áfram. Forsendur uppsagnanna hafi ekki verið rannsakaðar og sjónarmið um meðalhóf verið virt af vettugi. Konurnar sem hafa báðar starfað á spítalanum frá árinu 1991 telja að þeim hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem karlar voru ráðnir stöðurnar. Það komi ekki heim og saman við jafnréttisstefnu spítalans. Glímdi við krabbamein þegar henni var sagt upp störfum Þá er gerð athugasemd við að ein konan hafi glímt við krabbamein, hafi tvisvar þurft að taka veikindaleyfi og hluti af bataferli hennar hafi verið að snúa aftur til vinnu. Ætla megi að erfitt verði fyrir hana að fá sambærilega vinnu á ný. Í bréfinu er þess krafist að Landspítalinn viðurkenni bótaábyrgð en að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur spítalanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur spítalinn ekki svarað kröfunum þrátt fyrir ítrekanir og verða dómsmál höfðuð á næstu dögum. Landspítalinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Landsspítalinn réðst í skipulagsbreytingar á eldhúsi spítalans í september í fyrra þegar ákveðið var að sameina tvær starfseiningar. Við breytinguna var átta stjórnendum sagt upp störfum, sex konum og tveimur körlum með samanlagðan starfsaldur upp á 140 ár. Landspítalinn Meðal þeirra sem spítalinn sagði upp voru trúnaðarmenn. Einn karl og ein kona voru svo endurráðin. Þrír karlar voru ráðnir í stjórnendastöður á sameinaðri deild eldhúss og matsala í staðinn. Hagræðingin ekki enn skilað sér Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var þetta gert til að hagræða en launakostnaður lækki um 50 milljónir á ári með uppsögnunum. Hagræðingin hafi ekki enn skilað sér vegna launa á uppsagnartíma og biðlaunaréttar sumra starfsmanna. Deildin veltir tveimur milljörðum á ári. Á síðasta ári fór rekstrarkostnaður 80 milljónir króna fram úr áætlun og 60 milljónir 2019. Samkvæmt upplýsingum spítalans hefur rekstur einingarinnar gengið ágætlega á þessu ári eða svipað og önnur ár. Í svörum spítalans vegna fyrirspurna fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólkinu sem gegndu störfum sem voru lögð niður hafi verið boðinn stuðningur við að leita að öðru starfi innan spítalans. Þeir fyrrverandi starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja það ekki rétt og eru málaferli í uppsiglingu. Sameyki telur uppsagnirnar ólöglegar Þrír stjórnendur, tvær konur og einn karl leituðu til Sameykis stéttarfélags í almannaeigu vegna uppsagnanna og töldu þær ólöglegar. Sameyki féllst á það og í janúar á þessu ári sendi Mörkin lögmannsstofan kröfubréf fyrir hönd þeirra til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar telur Sameyki að brotið hafi verið á fólkinu með margs konar hætti. Fram kemur m.a. að fólkið hafi starfað og verið í stjórnunarstöðum á spítalanum um árabil og það sæti furðu að reynsla og menntun þeirra hafi ekki verið nóg til að starfa þar áfram. Forsendur uppsagnanna hafi ekki verið rannsakaðar og sjónarmið um meðalhóf verið virt af vettugi. Konurnar sem hafa báðar starfað á spítalanum frá árinu 1991 telja að þeim hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem karlar voru ráðnir stöðurnar. Það komi ekki heim og saman við jafnréttisstefnu spítalans. Glímdi við krabbamein þegar henni var sagt upp störfum Þá er gerð athugasemd við að ein konan hafi glímt við krabbamein, hafi tvisvar þurft að taka veikindaleyfi og hluti af bataferli hennar hafi verið að snúa aftur til vinnu. Ætla megi að erfitt verði fyrir hana að fá sambærilega vinnu á ný. Í bréfinu er þess krafist að Landspítalinn viðurkenni bótaábyrgð en að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur spítalanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur spítalinn ekki svarað kröfunum þrátt fyrir ítrekanir og verða dómsmál höfðuð á næstu dögum.
Landspítalinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35