„Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 06:32 Salóme segir erfitt að segja til um það hvort skjálftavirknin tengist flekahreyfingum eða spennubreytingum vegna gossins. Þá sé sömuleiðis erfitt að spá fyrir um framhaldið; hvort skjálftinn í gær var tilfallandi. Vísir/Egill „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. Sá var 4,1 og sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars, eða fjórum dögum áður en eldgosið við Fagradalsfjall hófst. „Hvort þetta séu bara hreyfingar á flekaskilum eða hvort þetta séu einhverjar spennubreytingar vegna gossins er svolítið erfitt að segja núna en þetta er ekkert óvenjulegur staður fyrir skjálfta og það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga,“ segir Salóme. Stærsti eftirskjálftinn sem mældist í nótt var 3,2 að stærð. Einhverjar vangaveltur voru uppi í Facebook-hópnum Jarðsöguvinir í gærkvöldi um að ný sprunga hefði opnast en Salóme segist ekki getað séð það á myndavélum. „Ef það var þá var hún vel inni á því svæði sem nú er undir hrauni. Þetta er ekki ný opnun á nýju svæði,“ segir hún. Nú í morgunsárið er suðvestlæg átt ríkjandi og berst því gasmengun yfir höfuðborgarsvæðið. Búast má við hækkuðum SO2 gildum, að sögn Óla Þórs Árnasonar vaktaveðurfræðings. „Með kvöldinu fer hann meira í suðaustan og þá eru þetta Vogar og Reykjanesbær sem gætu fundið fyrir einhverju. En það verður sæmilegur vindur og úrkoma og það kæmi á óvart ef það mældust há gildi,“ segir Óli. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Sá var 4,1 og sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars, eða fjórum dögum áður en eldgosið við Fagradalsfjall hófst. „Hvort þetta séu bara hreyfingar á flekaskilum eða hvort þetta séu einhverjar spennubreytingar vegna gossins er svolítið erfitt að segja núna en þetta er ekkert óvenjulegur staður fyrir skjálfta og það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga,“ segir Salóme. Stærsti eftirskjálftinn sem mældist í nótt var 3,2 að stærð. Einhverjar vangaveltur voru uppi í Facebook-hópnum Jarðsöguvinir í gærkvöldi um að ný sprunga hefði opnast en Salóme segist ekki getað séð það á myndavélum. „Ef það var þá var hún vel inni á því svæði sem nú er undir hrauni. Þetta er ekki ný opnun á nýju svæði,“ segir hún. Nú í morgunsárið er suðvestlæg átt ríkjandi og berst því gasmengun yfir höfuðborgarsvæðið. Búast má við hækkuðum SO2 gildum, að sögn Óla Þórs Árnasonar vaktaveðurfræðings. „Með kvöldinu fer hann meira í suðaustan og þá eru þetta Vogar og Reykjanesbær sem gætu fundið fyrir einhverju. En það verður sæmilegur vindur og úrkoma og það kæmi á óvart ef það mældust há gildi,“ segir Óli.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira