„Notið skynsemina“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2021 21:08 Steve Schleicher, saksóknari í málinu, segir sönnunargögnin tala sínu máli. Vísir/AP Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. „Notið skynsemina. Trúið því sem þið sjáið. Þið sáuð það sem þið sáuð,“ sagði Schleicher þegar hann ávarpaði kviðdóminn. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku sem sýnd var í réttarhöldunum af því þegar Chauvin kraup á hálsi Floyd í rúmlega níu mínútur á meðan sjónarvottar hvöttu hann til að fara af hálsi hans. Sjálfur sagðist Floyd margoft ekki ná andanum. Eric Nelson, verjandi Chauvin, fullyrti þó í lokaræðu sinni að Chauvin hefði gert það sama og „hver annar skynsamur lögregluþjónn“ hefði gert. Um flóknar aðstæður væri að ræða þar sem stór maður hefði verið að berjast við þrjá lögreglumenn, og í ofanálag hafi verið líklegra að Floyd hafi dáið vegna fíkniefnanotkunar eða hjartasjúkdóma. Sérfræðivitni hafa þó borið vitni um að það hafi verið útilokað og fullyrt að fullfrískur einstaklingur hefði látist við sömu meðferð. Saksóknarinn Jerry Blackwell fékk lokaorðið og sagði spurninguna um valdbeitingu lögregluþjónsins og dánarorsök svo einfalda að barn gæti skilið það. „Og reyndar skildi barn það, þegar níu ára stúlka kallaði til Chauvin: „Farðu af honum“. Svo einfalt var það.“ Chauvin sjálfur bar ekki vitni sjálfur, heldur ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að neita að tjá sig til þess að varna því að fella á sig sök. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum. Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
„Notið skynsemina. Trúið því sem þið sjáið. Þið sáuð það sem þið sáuð,“ sagði Schleicher þegar hann ávarpaði kviðdóminn. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku sem sýnd var í réttarhöldunum af því þegar Chauvin kraup á hálsi Floyd í rúmlega níu mínútur á meðan sjónarvottar hvöttu hann til að fara af hálsi hans. Sjálfur sagðist Floyd margoft ekki ná andanum. Eric Nelson, verjandi Chauvin, fullyrti þó í lokaræðu sinni að Chauvin hefði gert það sama og „hver annar skynsamur lögregluþjónn“ hefði gert. Um flóknar aðstæður væri að ræða þar sem stór maður hefði verið að berjast við þrjá lögreglumenn, og í ofanálag hafi verið líklegra að Floyd hafi dáið vegna fíkniefnanotkunar eða hjartasjúkdóma. Sérfræðivitni hafa þó borið vitni um að það hafi verið útilokað og fullyrt að fullfrískur einstaklingur hefði látist við sömu meðferð. Saksóknarinn Jerry Blackwell fékk lokaorðið og sagði spurninguna um valdbeitingu lögregluþjónsins og dánarorsök svo einfalda að barn gæti skilið það. „Og reyndar skildi barn það, þegar níu ára stúlka kallaði til Chauvin: „Farðu af honum“. Svo einfalt var það.“ Chauvin sjálfur bar ekki vitni sjálfur, heldur ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að neita að tjá sig til þess að varna því að fella á sig sök. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum.
Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
„Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42
Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42