Foreldrar um hópsmitið á Jörfa: „Ég held að margir séu reiðir en við höfum öll gert mistök“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2021 16:17 Páll Júníus Valsson og Þóra Björg Gígjudóttir, foreldrar barns á leikskólanum Jörfa. aðsend Móðir fimm ára drengs á leikskólanum Jörfa sem greindist með covid-19 um helgina tekur ástandinu af æðruleysi og er þakklát að sonur hennar sé ekki mikið veikur. Hún segir nokkra reiði ríkja meðal foreldra eftir að í ljós kom að smit sem upp kom á leikskólanum megi rekja til brots á reglum um sóttkví en allir geti lent í því að gera mistök og allir geri sitt besta. „Þetta er náttúrlega bara þannig tímabil. Það er bara covid alls staðar og getur komið fyrir hvern sem er. En þetta þýðir bara að við erum komin í sóttkví og getum ekki farið í vinnu. En á sama tíma þá er þetta bara staðan eins og landið og heimurinn er í dag,“ segir Þóra Björg Gígjudóttir, gjaldkeri foreldrafélagsins við leikskólann Jörfa, í samtali við Vísi. Flest þeirra þrettán smita sem greindust innanlands í gær má rekja til leikskólans Jörfa en starfsmaður þar greindist með veiruna á föstudag. Smitið tengist landamærasmiti. Allir starfsmenn í leikskólanum, öll börn og fjölskyldur allra þessara einstaklinga þurfa að vera í sóttkví fram til föstudagsins 23. apríl að minnsta kosti. Þá eru þeir sem falla undir þennan hóp hvattir til að fara í skimun. „Meira að segja fólk sem býr nálægt leikskólunum. Því auðvitað eru börn mikið úti á leikvöllum og snerta grindverk og þetta virðist vera miklu stærra heldur en upprunalega var haldið. Það er svona mín tilfinning að það hafi verið, og búið að gefa það út að þetta tengist sóttkvíarbroti, þannig að auðvitað er þetta að gerast af því að það er ekki verið að fara eftir reglunum.“ Ekki á sömu deild og starfsmaðurinn sem greindist fyrst Aðspurð kveðst hún skynja að sumir upplifi reiði vegna þessa. „Ég held að margir séu reiðir. En persónulega held ég að við séum öll að gera okkar besta og við höfum öll gert einhver mistök. Ég held að það sé enginn hérna sem að getur sagt að hann hafi aldrei gert eitthvað sem hann hefði ekki átt að gera. Mér finnst skipta máli að maður sýni náunganum mildi og þetta eru bara ótrúlega flóknar aðstæður,“ segir Þóra. Sonur hennar sem er fimm ára og er á elstu deild leikskólans Jörfa er einn þeirra sem greinst hefur með veiruna í tengslum við hópsmitið. „Sonur okkar er með covid, barnið okkar. Ég veit ekki og það hefur ekki komið fram hversu mörg börn hafa greinst,“ segir Þóra. Henni þótti rétt að láta aðra foreldra vita af því þar sem sonur hennar var ekki á sömu deild og starfsmaðurinn sem greindist fyrst. „Það var metið á laugardeginum, sóttvarnarteymið var búið að meta það svo að það væri nóg fyrir þá að fara í sóttkví sem voru á deildinni þar sem starfsmaðurinn hafði greinst, þessi eini sem var vitað um á föstudaginn, og það er þarna kannski nokkurra klukkutíma gap þar sem að fólk hélt að það væri laust úr sóttkví. Þá ákvað ég, þegar ég vissi að hann var kominn með covid, að þá lét ég strax vita,“ útskýrir Þóra. Lítil einkenni en fóru strax í skimun „En hann er mjög hress. Hann greinist í gærkvöldi og hann er eiginlega einkennalaus. Hann er bara með höfuðverk og nokkrar kommur þannig við ákváðum að fyrst það var komið upp smit að vera ekkert að bíða með að fara í sýnatöku og fórum í gærmorgun,“ útskýrir Þóra. Það hafi komið þeim á óvart að drengurinn hafi verið veikur af covid þar sem einkenni væru svo lítil. „Maður ímyndar sér einhvern veginn að þetta væru meira afgerandi einkenni og að maður myndi einhvern veginn sjá betur á þeim að þau væru veik,“ segir Þóra. Öll fjölskyldan er búin að fara í sýntöku og enn sem komið er er sonur Þóru sá eini sem greinst hefur með veiruna. Þóra segir upplýsingaflæði til foreldra hafa verið með ágætum eftir að smit kom fyrst upp á leikskólanum. „Alla veganna gagnvart mér þá hef ég ekki upplifað lélegt upplýsingastreymi,“ segir Þóra. „Ég held að allir séu bara að gera sitt besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
„Þetta er náttúrlega bara þannig tímabil. Það er bara covid alls staðar og getur komið fyrir hvern sem er. En þetta þýðir bara að við erum komin í sóttkví og getum ekki farið í vinnu. En á sama tíma þá er þetta bara staðan eins og landið og heimurinn er í dag,“ segir Þóra Björg Gígjudóttir, gjaldkeri foreldrafélagsins við leikskólann Jörfa, í samtali við Vísi. Flest þeirra þrettán smita sem greindust innanlands í gær má rekja til leikskólans Jörfa en starfsmaður þar greindist með veiruna á föstudag. Smitið tengist landamærasmiti. Allir starfsmenn í leikskólanum, öll börn og fjölskyldur allra þessara einstaklinga þurfa að vera í sóttkví fram til föstudagsins 23. apríl að minnsta kosti. Þá eru þeir sem falla undir þennan hóp hvattir til að fara í skimun. „Meira að segja fólk sem býr nálægt leikskólunum. Því auðvitað eru börn mikið úti á leikvöllum og snerta grindverk og þetta virðist vera miklu stærra heldur en upprunalega var haldið. Það er svona mín tilfinning að það hafi verið, og búið að gefa það út að þetta tengist sóttkvíarbroti, þannig að auðvitað er þetta að gerast af því að það er ekki verið að fara eftir reglunum.“ Ekki á sömu deild og starfsmaðurinn sem greindist fyrst Aðspurð kveðst hún skynja að sumir upplifi reiði vegna þessa. „Ég held að margir séu reiðir. En persónulega held ég að við séum öll að gera okkar besta og við höfum öll gert einhver mistök. Ég held að það sé enginn hérna sem að getur sagt að hann hafi aldrei gert eitthvað sem hann hefði ekki átt að gera. Mér finnst skipta máli að maður sýni náunganum mildi og þetta eru bara ótrúlega flóknar aðstæður,“ segir Þóra. Sonur hennar sem er fimm ára og er á elstu deild leikskólans Jörfa er einn þeirra sem greinst hefur með veiruna í tengslum við hópsmitið. „Sonur okkar er með covid, barnið okkar. Ég veit ekki og það hefur ekki komið fram hversu mörg börn hafa greinst,“ segir Þóra. Henni þótti rétt að láta aðra foreldra vita af því þar sem sonur hennar var ekki á sömu deild og starfsmaðurinn sem greindist fyrst. „Það var metið á laugardeginum, sóttvarnarteymið var búið að meta það svo að það væri nóg fyrir þá að fara í sóttkví sem voru á deildinni þar sem starfsmaðurinn hafði greinst, þessi eini sem var vitað um á föstudaginn, og það er þarna kannski nokkurra klukkutíma gap þar sem að fólk hélt að það væri laust úr sóttkví. Þá ákvað ég, þegar ég vissi að hann var kominn með covid, að þá lét ég strax vita,“ útskýrir Þóra. Lítil einkenni en fóru strax í skimun „En hann er mjög hress. Hann greinist í gærkvöldi og hann er eiginlega einkennalaus. Hann er bara með höfuðverk og nokkrar kommur þannig við ákváðum að fyrst það var komið upp smit að vera ekkert að bíða með að fara í sýnatöku og fórum í gærmorgun,“ útskýrir Þóra. Það hafi komið þeim á óvart að drengurinn hafi verið veikur af covid þar sem einkenni væru svo lítil. „Maður ímyndar sér einhvern veginn að þetta væru meira afgerandi einkenni og að maður myndi einhvern veginn sjá betur á þeim að þau væru veik,“ segir Þóra. Öll fjölskyldan er búin að fara í sýntöku og enn sem komið er er sonur Þóru sá eini sem greinst hefur með veiruna. Þóra segir upplýsingaflæði til foreldra hafa verið með ágætum eftir að smit kom fyrst upp á leikskólanum. „Alla veganna gagnvart mér þá hef ég ekki upplifað lélegt upplýsingastreymi,“ segir Þóra. „Ég held að allir séu bara að gera sitt besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira