Rökræddu stöðuna í stjórnmálum: „Eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2021 12:11 Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík. Íslenskir stjórnmálamenn standa sig betur á krepputímum og stjórnvöldum er vel treystandi til að takast á við áföllin af völdum heimsfaraldurs innanlands að mati Guðna Ágústssonar. Þorsteinn Pálsson vill hins vegar hefja gjaldmiðlasamstarf við Evrópusambandið samhliða endurreisn ríkisfjármála. Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Endurreisn ríkisfjármála og viðspyrn atvinnulífsins er stærsta málið á dagskrá að mati Þorsteins. Evrópusamstarf eða ekki „Ég hef bara séð eina tillögu á móti þessum ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og það er tillaga Viðreisnar um að við hefjum þegar í stað gjaldeyrissamstarf við Evrópusambandið um það að halda krónunni en tyggja stöðugleika með svipuðum hætti og í Danmörku og þannig komast hjá því að hækka skatta eða skerða lífeyri,“ sagði Þorsteinn, en líkt og kunnugt er sagði Þorsteinn skilið við sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokksins og gekk til liðs við Viðreisn þegar sá síðastnefndi var stofnaður. Engan skyldi undra að Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson kvaðst ósammála því að aukið samstarf við Evrópusambandið væri rétta leiðin. „Evrópusambandsaðildin á ekki að vera hér deiluefni við þessar aðstæður. Og það er ekki á dagskrá. Við erum hluti af harmi heimsins,“ sagði Guðni og vísaði þar til áhrifanna af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Hann lýsti sérstaklega áhyggjum af því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir í heimsfaraldrinum. „Hvað gerist þá? Guð almáttugur kemur með eldgos eins og Eyjafjallagos, og nú blasir við, að ég held, bjartir tímar. Við erum grænt land, við eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð. Á að verja okkar land fyrir covid og þetta gos, ég er búin að fara og sjá það, þetta er eins og falleg þjóðhátíð,“ sagði Guðni. Sterkari í kreppu og sundruð stjórnarandstaða Mikilvægast sé að huga að því að hægt sé að opna landið. „Íslendingar eru miklu betri stjórnmálamenn í kreppu heldur en í uppgangi og í kreppunum vinna þeir stærstu sigra,“ sagði Guðni. Þorsteinn ítrekaði mikilvægi Evrópusamstarfs. „Við erum aðilar að innri markaði Evrópusambandsins og öll efnahagsstarfsemi í landinu hún byggir á lögum Evrópusambandsins. Þannig að öll dagleg pólitík er auðvitað um leið Evrópupólitík,“ sagði Þorsteinn. Þá vildi Guðni meina að stjórnarandstaðan sé bitlaus en hann kveðst hafa mikla trú á þeim sem nú halda um stjórnartaumana. „Mér finnst að stjórnvöldin hafi tök á þessu og mér finnst að landið liggi með ríkisstjórnarflokkunum því að það er sundrung hinu megin, það er ekki ein stjórnarandstaða. Þannig ég er á því að við munum eiga góð næstu sjö ár, eldgosið hjálpar í því,“ sagði Guðni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Evrópusambandið Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Endurreisn ríkisfjármála og viðspyrn atvinnulífsins er stærsta málið á dagskrá að mati Þorsteins. Evrópusamstarf eða ekki „Ég hef bara séð eina tillögu á móti þessum ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og það er tillaga Viðreisnar um að við hefjum þegar í stað gjaldeyrissamstarf við Evrópusambandið um það að halda krónunni en tyggja stöðugleika með svipuðum hætti og í Danmörku og þannig komast hjá því að hækka skatta eða skerða lífeyri,“ sagði Þorsteinn, en líkt og kunnugt er sagði Þorsteinn skilið við sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokksins og gekk til liðs við Viðreisn þegar sá síðastnefndi var stofnaður. Engan skyldi undra að Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson kvaðst ósammála því að aukið samstarf við Evrópusambandið væri rétta leiðin. „Evrópusambandsaðildin á ekki að vera hér deiluefni við þessar aðstæður. Og það er ekki á dagskrá. Við erum hluti af harmi heimsins,“ sagði Guðni og vísaði þar til áhrifanna af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Hann lýsti sérstaklega áhyggjum af því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir í heimsfaraldrinum. „Hvað gerist þá? Guð almáttugur kemur með eldgos eins og Eyjafjallagos, og nú blasir við, að ég held, bjartir tímar. Við erum grænt land, við eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð. Á að verja okkar land fyrir covid og þetta gos, ég er búin að fara og sjá það, þetta er eins og falleg þjóðhátíð,“ sagði Guðni. Sterkari í kreppu og sundruð stjórnarandstaða Mikilvægast sé að huga að því að hægt sé að opna landið. „Íslendingar eru miklu betri stjórnmálamenn í kreppu heldur en í uppgangi og í kreppunum vinna þeir stærstu sigra,“ sagði Guðni. Þorsteinn ítrekaði mikilvægi Evrópusamstarfs. „Við erum aðilar að innri markaði Evrópusambandsins og öll efnahagsstarfsemi í landinu hún byggir á lögum Evrópusambandsins. Þannig að öll dagleg pólitík er auðvitað um leið Evrópupólitík,“ sagði Þorsteinn. Þá vildi Guðni meina að stjórnarandstaðan sé bitlaus en hann kveðst hafa mikla trú á þeim sem nú halda um stjórnartaumana. „Mér finnst að stjórnvöldin hafi tök á þessu og mér finnst að landið liggi með ríkisstjórnarflokkunum því að það er sundrung hinu megin, það er ekki ein stjórnarandstaða. Þannig ég er á því að við munum eiga góð næstu sjö ár, eldgosið hjálpar í því,“ sagði Guðni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Evrópusambandið Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira