Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2021 09:45 John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna varðandi loftslagsmál. AP/Sendiráð Bandaríkjanna í Suður-Kóreu Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna varðandi veðurfarsbreytingar hefur fundað stíft með Xie Zhenhua, erindreka Kína, í Sjanghaí undanfarna viku, í aðdraganda fjarráðstefnu Hvíta hússins um loftslagsmál sem haldin verður í næstu viku. Niðurstaða funda Kerry og Xie er að Bandaríkin og Kína stefna að því að tækla veðurfarsbreytingar í sameiningu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að báðir aðilar telji nauðsynlegt að takast á við vandamálið af þeim alvarleika og ákafa sem það krefst. AP fréttaveitan hefur eftir Kerry, sem ræddi við blaðamenn í Suður-Kóreu í morgun, að yfirlýsing hans og Xie sé stóryrt, enda sé tilefni til. Hann hafi hins vegar fyrir löngu síðan lært að leggja meiri áherslu á gjörðir en orð. Hér má sjá viðtal Sky News við Kerry frá því í morgun. Kína losar mestan koltvísýring út í andrúmsloftið en Bandaríkin fylgja þeim fast á hæla. Samkvæmt AP fréttaveitunni losa ríkin tvö um helming þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru að hita andrúmsloft jarðarinnar. Samstarf ríkjanna á þessu sviði þykir gífurlega mikilvægt fyrir baráttuna gegn veðurfarsbreytingum en samband þeirra hefur beðið töluverða hnekki á undanförnum árum sem rekja má meðal annars til tilkalls Kínverja til Taívans og Suður-Kínahafs, viðskiptadeilna og mannréttindabrota. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið fjörutíu þjóðarleiðtogum og þar á meðal Xi Jinping, forseta Kína, á fjarráðstefnu um veðurfarsbreytingar í vikunni. Þar stendur til að ræða og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Le Yucheng, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, gaf í skyn á föstudaginn að Kína myndi ekki samþykkja að draga úr losun á ráðstefnunni. Sagði hann að slíkt myndi reynast 1,4 milljarða manna þjóð erfitt og kröfur í garð Kína væru óraunhæfar. Bandaríkin Kína Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna varðandi veðurfarsbreytingar hefur fundað stíft með Xie Zhenhua, erindreka Kína, í Sjanghaí undanfarna viku, í aðdraganda fjarráðstefnu Hvíta hússins um loftslagsmál sem haldin verður í næstu viku. Niðurstaða funda Kerry og Xie er að Bandaríkin og Kína stefna að því að tækla veðurfarsbreytingar í sameiningu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að báðir aðilar telji nauðsynlegt að takast á við vandamálið af þeim alvarleika og ákafa sem það krefst. AP fréttaveitan hefur eftir Kerry, sem ræddi við blaðamenn í Suður-Kóreu í morgun, að yfirlýsing hans og Xie sé stóryrt, enda sé tilefni til. Hann hafi hins vegar fyrir löngu síðan lært að leggja meiri áherslu á gjörðir en orð. Hér má sjá viðtal Sky News við Kerry frá því í morgun. Kína losar mestan koltvísýring út í andrúmsloftið en Bandaríkin fylgja þeim fast á hæla. Samkvæmt AP fréttaveitunni losa ríkin tvö um helming þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru að hita andrúmsloft jarðarinnar. Samstarf ríkjanna á þessu sviði þykir gífurlega mikilvægt fyrir baráttuna gegn veðurfarsbreytingum en samband þeirra hefur beðið töluverða hnekki á undanförnum árum sem rekja má meðal annars til tilkalls Kínverja til Taívans og Suður-Kínahafs, viðskiptadeilna og mannréttindabrota. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið fjörutíu þjóðarleiðtogum og þar á meðal Xi Jinping, forseta Kína, á fjarráðstefnu um veðurfarsbreytingar í vikunni. Þar stendur til að ræða og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Le Yucheng, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, gaf í skyn á föstudaginn að Kína myndi ekki samþykkja að draga úr losun á ráðstefnunni. Sagði hann að slíkt myndi reynast 1,4 milljarða manna þjóð erfitt og kröfur í garð Kína væru óraunhæfar.
Bandaríkin Kína Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira