Aukning í heildarkortaveltu í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 16. apríl 2021 11:14 Íslendingar virðast hafa bætt sér ágætlega upp þá neyslu sem hefði að öðrum kosti farið fram erlendis. vísir/vilhelm Neysla Íslendinga jókst verulega milli ára í mars, en 24% aukning var í kortaveltu innanlands tengd verslun og þjónustu miðað við fast verðlag. Samanlagt jókst kortavelta um 20% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag en 2% samdráttur var í kortaveltu Íslendinga erlendis. Er þetta í fyrsta sinn sem aukning mælist á heildarkortaveltunni milli ára frá upphafi faraldursins. Um er að ræða mikla breytingu frá því sem verið hefur síðustu mánuði en í febrúar mældist aukningin innanlands 5,6% og var 45% samdráttur í neyslu erlendis frá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en Seðlabanki Íslands birti í gær gögn um veltu innlendra greiðslukorta í mars. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 74 milljörðum króna í mánuðinum. Reiknuðu með viðsnúningi „Það mátti búast við því að viðsnúningur á 12 mánaða þróun myndi mælast nokkur í mars þar sem nú er verið að bera saman tímabil þar sem takmarkanir á neyslu fólks vegna Covid-faraldursins voru við lýði bæði fyrir og eftir. Ef við berum tölur marsmánaðar í ár saman við marsmánuð 2019, þegar engin áhrif voru af Covid-faraldrinum, sést að kortavelta innanlands eykst um 15% miðað við fast verðlag en dregst saman um 44% erlendis miðað við fast gengi,“ segir í Hagsjánni. Í heild mælist aukningin milli mars í ár samanborið við mars árið 2019 3% sem bendir til að Íslendingar hafi bætt sér ágætlega upp þá neyslu sem hefði að öðrum kosti farið fram erlendis. Á fyrsta ársfjórðungi mældist kortavelta Íslendinga alls 2% meiri en í fyrra, mæld á föstu verðlagi. Kortavelta innanlands jókst um 11% en dróst saman um 35% erlendis. Að sögn Landsbankans er þetta er í fyrsta sinn síðan á fjórða ársfjórðungi árið 2019 sem aukning mælist milli ára í kortaveltu Íslendinga á stökum ársfjórðungi. Miðað við þetta má einnig gera ráð fyrir því að það mælist lítils háttar aukningu í einkaneyslu milli ára á fjórðungnum en einkaneysla hefur fylgt þróun kortaveltu nokkuð náið frá því að faraldurinn hófst. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Er þetta í fyrsta sinn sem aukning mælist á heildarkortaveltunni milli ára frá upphafi faraldursins. Um er að ræða mikla breytingu frá því sem verið hefur síðustu mánuði en í febrúar mældist aukningin innanlands 5,6% og var 45% samdráttur í neyslu erlendis frá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en Seðlabanki Íslands birti í gær gögn um veltu innlendra greiðslukorta í mars. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 74 milljörðum króna í mánuðinum. Reiknuðu með viðsnúningi „Það mátti búast við því að viðsnúningur á 12 mánaða þróun myndi mælast nokkur í mars þar sem nú er verið að bera saman tímabil þar sem takmarkanir á neyslu fólks vegna Covid-faraldursins voru við lýði bæði fyrir og eftir. Ef við berum tölur marsmánaðar í ár saman við marsmánuð 2019, þegar engin áhrif voru af Covid-faraldrinum, sést að kortavelta innanlands eykst um 15% miðað við fast verðlag en dregst saman um 44% erlendis miðað við fast gengi,“ segir í Hagsjánni. Í heild mælist aukningin milli mars í ár samanborið við mars árið 2019 3% sem bendir til að Íslendingar hafi bætt sér ágætlega upp þá neyslu sem hefði að öðrum kosti farið fram erlendis. Á fyrsta ársfjórðungi mældist kortavelta Íslendinga alls 2% meiri en í fyrra, mæld á föstu verðlagi. Kortavelta innanlands jókst um 11% en dróst saman um 35% erlendis. Að sögn Landsbankans er þetta er í fyrsta sinn síðan á fjórða ársfjórðungi árið 2019 sem aukning mælist milli ára í kortaveltu Íslendinga á stökum ársfjórðungi. Miðað við þetta má einnig gera ráð fyrir því að það mælist lítils háttar aukningu í einkaneyslu milli ára á fjórðungnum en einkaneysla hefur fylgt þróun kortaveltu nokkuð náið frá því að faraldurinn hófst.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira