Bóluefnið frá AstraZeneca mögulega gefið karlmönnum yngri en 65 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 11:38 AP/Matthias Schrader Á upplýsingafundi dagsins var nokkuð rætt um bólusetningar og aukaverkanir af völdum bóluefna en Danir hyggjast hætta notkun bóluefnisins frá AstraZeneca og að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er sama til skoðunar í Noregi. Þórólfur sagði þó ekki standa til að hætta notkun efnisins hérlendis; það yrði notað hjá 65 ára og eldri og mögulega yrðu þau mörk lækkuð niður í 60 ár. Þá sagði hann einnig til skoðunar að gefa yngri karlmönnum efnið en alvarlegra aukaverkana hefur einkum orðið vart hjá konum yngri en 55 ára. Um er að ræða sjaldgæfa blóðtappa, blóðsega- og blæðingavandamál. Notkun bóluefnisins frá Janssen (Johnson & Johnson) hefur verið hætt í bili í Bandaríkjunum af sömu orsökum en þar hafa komið upp sex alvarleg tilvik. Sjö milljónir hafa hins vegar verið bólusettar með bóluefninu. Þórólfur sagðist fylgjast með þróun mála vestanhafs og þá væri Lyfjastofnun Evrópu með málið til skoðunar. Sóttvarnalæknir sagði vert að hafa í huga að um 20 til 30 prósent Covid-19 sjúklinga gætu átt á hættu að þjást af einhvers konar blóðsegavandamálum og 0,1 prósent þjóðarinnar fengi blóðsega árlega. Þá kæmu þau upp hjá 0,3 til 0,5 prósent kvenna sem tekur pilluna. Þórólfur sagði vert að hafa þetta í huga þegar rætt væri um aukaverkanir vegna bóluefnanna. Hefur engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga Spurður um ákvörðun Dana sagðist Þórólfur telja hana tilkomna vegna þess að fleiri tilvik aukaverkana hefðu komið upp þar en annars staðar. Ekki væri vitað hvers vegna. Varðandi þá ákvörðun að fresta notkun bóluefnanna frá AstraZeneca og Janssen þrátt fyrir að aukaverkanirnar virtust vera afar sjaldgæfar, sagði Þórólfur að verið væri að bíða nokkra daga eftir upplýsingum. Allt bóluefni frá AstraZeneca sem hingað kæmi væri notað og ákvörðunin hefði engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga. Bóluefnið væri nýtt meðal þess hóps sem væri ekki talinn myndu fá umræddar aukaverkanir. Alma Möller landlæknir ítrekaði að hinir sjaldgæfu blóðtappar sem hefðu komið fram í kjölfar bólusetninga, og fylgifiskar þeirra, hefðu ekki sést hjá konum á getnaðarvarnapillunni. Það er að segja blóðtappa í bláæðum í höfði og/eða kvið. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þórólfur sagði þó ekki standa til að hætta notkun efnisins hérlendis; það yrði notað hjá 65 ára og eldri og mögulega yrðu þau mörk lækkuð niður í 60 ár. Þá sagði hann einnig til skoðunar að gefa yngri karlmönnum efnið en alvarlegra aukaverkana hefur einkum orðið vart hjá konum yngri en 55 ára. Um er að ræða sjaldgæfa blóðtappa, blóðsega- og blæðingavandamál. Notkun bóluefnisins frá Janssen (Johnson & Johnson) hefur verið hætt í bili í Bandaríkjunum af sömu orsökum en þar hafa komið upp sex alvarleg tilvik. Sjö milljónir hafa hins vegar verið bólusettar með bóluefninu. Þórólfur sagðist fylgjast með þróun mála vestanhafs og þá væri Lyfjastofnun Evrópu með málið til skoðunar. Sóttvarnalæknir sagði vert að hafa í huga að um 20 til 30 prósent Covid-19 sjúklinga gætu átt á hættu að þjást af einhvers konar blóðsegavandamálum og 0,1 prósent þjóðarinnar fengi blóðsega árlega. Þá kæmu þau upp hjá 0,3 til 0,5 prósent kvenna sem tekur pilluna. Þórólfur sagði vert að hafa þetta í huga þegar rætt væri um aukaverkanir vegna bóluefnanna. Hefur engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga Spurður um ákvörðun Dana sagðist Þórólfur telja hana tilkomna vegna þess að fleiri tilvik aukaverkana hefðu komið upp þar en annars staðar. Ekki væri vitað hvers vegna. Varðandi þá ákvörðun að fresta notkun bóluefnanna frá AstraZeneca og Janssen þrátt fyrir að aukaverkanirnar virtust vera afar sjaldgæfar, sagði Þórólfur að verið væri að bíða nokkra daga eftir upplýsingum. Allt bóluefni frá AstraZeneca sem hingað kæmi væri notað og ákvörðunin hefði engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga. Bóluefnið væri nýtt meðal þess hóps sem væri ekki talinn myndu fá umræddar aukaverkanir. Alma Möller landlæknir ítrekaði að hinir sjaldgæfu blóðtappar sem hefðu komið fram í kjölfar bólusetninga, og fylgifiskar þeirra, hefðu ekki sést hjá konum á getnaðarvarnapillunni. Það er að segja blóðtappa í bláæðum í höfði og/eða kvið.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira