Er góð hugmynd að færa séreign yfir í húsnæði? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. apríl 2021 08:01 Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Jafnvel hefur verið rætt um að bæta í og heimila sambærilega notkun tilgreindrar séreignar (hluta skyldulífeyris). Í tengslum við slíkar hugleiðingar mætti staldra örstutt við og velta upp kostum og göllum þess að nýta séreignarsparnað með slíkum hætti, hvort sem greiða á inn á lán, greiða afborganir eða safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kostirnir Viðkomandi ráðstafanir eru sjálfvirkar, reglulegar og þægilegar og það er ótvíræður kostur fyrir almenning að vera boðið skattfrelsi, sem öðruvísi fæst ekki á þessum fjármunum. Létta má á skuldum í íbúðarhúsnæði og auka eignamyndun auk þess sem miklu getur munað um uppsafnaðan séreignarsparnað þegar eigið fé er lagt fram við kaup á fyrsta húsnæði. Mögulegir ókostir Séreignarsparnaður var upphaflega ætlaður til notkunar upp úr sextugu og mikilvægi þess að eiga hann á efri árunum hefur ekki breyst. Bent er á að með því að ráðstafa sparnaðinum inn á íbúðalán verði í staðinn til meiri eign í íbúðarhúsnæði en það er ekki víst að svo verði, sé til dæmis um okkar síðustu fasteign að ræða. Ef lánstíminn er ekki styttur getur verið að við eignumst sama húsnæði á sama tíma, hvort sem við nýtum til þess séreignarsparnaðinn eða ekki. Innborgun á lán hefur þá orðið til þess að auka kaupmátt okkar um hver mánaðarmót en dregur á móti úr dýrmætum sparnaði við starfslok. Því er mikilvægt að við bætum okkur upp séreignina með öðrum frjálsum sparnaði, eða styttum lánstíma lánanna, höfum við fjárhagslegt svigrúm til þess. Loks getur inngrip sem þetta á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins hreinlega hækkað íbúðaverð enn frekar og nægur er hitinn þar fyrir um þessar mundir. Fjármálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna á húsnæðismarkaði og Seðlabanki Íslands birti í gær rit sitt Fjármálastöðugleika þar sem sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. Er þetta góð hugmynd? Kostirnir vega þungt en mögulegir ókostir sömuleiðis. Það er stór ákvörðun að hvetja fólk til þess að breyta séreignarsparnaði sínum með svo afgerandi hætti og gera hann að nokkurs konar húsnæðissparnaði í stað lífeyris. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd þar sem fáir sparnaðarkostir eru jafn öruggir og niðurgreiðsla lána, svo ég tali nú ekki um ef háar skattgreiðslur eru gefnar eftir. Það mætti þó líta á heildarmyndina og upphaflegt hlutverk séreignar. Því mætti hvetja þau sem nýta sér þær ráðstafanir sem í boði eru til að huga samtímis að sparnaði fyrir efri árin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Jafnvel hefur verið rætt um að bæta í og heimila sambærilega notkun tilgreindrar séreignar (hluta skyldulífeyris). Í tengslum við slíkar hugleiðingar mætti staldra örstutt við og velta upp kostum og göllum þess að nýta séreignarsparnað með slíkum hætti, hvort sem greiða á inn á lán, greiða afborganir eða safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kostirnir Viðkomandi ráðstafanir eru sjálfvirkar, reglulegar og þægilegar og það er ótvíræður kostur fyrir almenning að vera boðið skattfrelsi, sem öðruvísi fæst ekki á þessum fjármunum. Létta má á skuldum í íbúðarhúsnæði og auka eignamyndun auk þess sem miklu getur munað um uppsafnaðan séreignarsparnað þegar eigið fé er lagt fram við kaup á fyrsta húsnæði. Mögulegir ókostir Séreignarsparnaður var upphaflega ætlaður til notkunar upp úr sextugu og mikilvægi þess að eiga hann á efri árunum hefur ekki breyst. Bent er á að með því að ráðstafa sparnaðinum inn á íbúðalán verði í staðinn til meiri eign í íbúðarhúsnæði en það er ekki víst að svo verði, sé til dæmis um okkar síðustu fasteign að ræða. Ef lánstíminn er ekki styttur getur verið að við eignumst sama húsnæði á sama tíma, hvort sem við nýtum til þess séreignarsparnaðinn eða ekki. Innborgun á lán hefur þá orðið til þess að auka kaupmátt okkar um hver mánaðarmót en dregur á móti úr dýrmætum sparnaði við starfslok. Því er mikilvægt að við bætum okkur upp séreignina með öðrum frjálsum sparnaði, eða styttum lánstíma lánanna, höfum við fjárhagslegt svigrúm til þess. Loks getur inngrip sem þetta á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins hreinlega hækkað íbúðaverð enn frekar og nægur er hitinn þar fyrir um þessar mundir. Fjármálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna á húsnæðismarkaði og Seðlabanki Íslands birti í gær rit sitt Fjármálastöðugleika þar sem sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. Er þetta góð hugmynd? Kostirnir vega þungt en mögulegir ókostir sömuleiðis. Það er stór ákvörðun að hvetja fólk til þess að breyta séreignarsparnaði sínum með svo afgerandi hætti og gera hann að nokkurs konar húsnæðissparnaði í stað lífeyris. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd þar sem fáir sparnaðarkostir eru jafn öruggir og niðurgreiðsla lána, svo ég tali nú ekki um ef háar skattgreiðslur eru gefnar eftir. Það mætti þó líta á heildarmyndina og upphaflegt hlutverk séreignar. Því mætti hvetja þau sem nýta sér þær ráðstafanir sem í boði eru til að huga samtímis að sparnaði fyrir efri árin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun