Er góð hugmynd að færa séreign yfir í húsnæði? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. apríl 2021 08:01 Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Jafnvel hefur verið rætt um að bæta í og heimila sambærilega notkun tilgreindrar séreignar (hluta skyldulífeyris). Í tengslum við slíkar hugleiðingar mætti staldra örstutt við og velta upp kostum og göllum þess að nýta séreignarsparnað með slíkum hætti, hvort sem greiða á inn á lán, greiða afborganir eða safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kostirnir Viðkomandi ráðstafanir eru sjálfvirkar, reglulegar og þægilegar og það er ótvíræður kostur fyrir almenning að vera boðið skattfrelsi, sem öðruvísi fæst ekki á þessum fjármunum. Létta má á skuldum í íbúðarhúsnæði og auka eignamyndun auk þess sem miklu getur munað um uppsafnaðan séreignarsparnað þegar eigið fé er lagt fram við kaup á fyrsta húsnæði. Mögulegir ókostir Séreignarsparnaður var upphaflega ætlaður til notkunar upp úr sextugu og mikilvægi þess að eiga hann á efri árunum hefur ekki breyst. Bent er á að með því að ráðstafa sparnaðinum inn á íbúðalán verði í staðinn til meiri eign í íbúðarhúsnæði en það er ekki víst að svo verði, sé til dæmis um okkar síðustu fasteign að ræða. Ef lánstíminn er ekki styttur getur verið að við eignumst sama húsnæði á sama tíma, hvort sem við nýtum til þess séreignarsparnaðinn eða ekki. Innborgun á lán hefur þá orðið til þess að auka kaupmátt okkar um hver mánaðarmót en dregur á móti úr dýrmætum sparnaði við starfslok. Því er mikilvægt að við bætum okkur upp séreignina með öðrum frjálsum sparnaði, eða styttum lánstíma lánanna, höfum við fjárhagslegt svigrúm til þess. Loks getur inngrip sem þetta á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins hreinlega hækkað íbúðaverð enn frekar og nægur er hitinn þar fyrir um þessar mundir. Fjármálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna á húsnæðismarkaði og Seðlabanki Íslands birti í gær rit sitt Fjármálastöðugleika þar sem sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. Er þetta góð hugmynd? Kostirnir vega þungt en mögulegir ókostir sömuleiðis. Það er stór ákvörðun að hvetja fólk til þess að breyta séreignarsparnaði sínum með svo afgerandi hætti og gera hann að nokkurs konar húsnæðissparnaði í stað lífeyris. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd þar sem fáir sparnaðarkostir eru jafn öruggir og niðurgreiðsla lána, svo ég tali nú ekki um ef háar skattgreiðslur eru gefnar eftir. Það mætti þó líta á heildarmyndina og upphaflegt hlutverk séreignar. Því mætti hvetja þau sem nýta sér þær ráðstafanir sem í boði eru til að huga samtímis að sparnaði fyrir efri árin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Jafnvel hefur verið rætt um að bæta í og heimila sambærilega notkun tilgreindrar séreignar (hluta skyldulífeyris). Í tengslum við slíkar hugleiðingar mætti staldra örstutt við og velta upp kostum og göllum þess að nýta séreignarsparnað með slíkum hætti, hvort sem greiða á inn á lán, greiða afborganir eða safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kostirnir Viðkomandi ráðstafanir eru sjálfvirkar, reglulegar og þægilegar og það er ótvíræður kostur fyrir almenning að vera boðið skattfrelsi, sem öðruvísi fæst ekki á þessum fjármunum. Létta má á skuldum í íbúðarhúsnæði og auka eignamyndun auk þess sem miklu getur munað um uppsafnaðan séreignarsparnað þegar eigið fé er lagt fram við kaup á fyrsta húsnæði. Mögulegir ókostir Séreignarsparnaður var upphaflega ætlaður til notkunar upp úr sextugu og mikilvægi þess að eiga hann á efri árunum hefur ekki breyst. Bent er á að með því að ráðstafa sparnaðinum inn á íbúðalán verði í staðinn til meiri eign í íbúðarhúsnæði en það er ekki víst að svo verði, sé til dæmis um okkar síðustu fasteign að ræða. Ef lánstíminn er ekki styttur getur verið að við eignumst sama húsnæði á sama tíma, hvort sem við nýtum til þess séreignarsparnaðinn eða ekki. Innborgun á lán hefur þá orðið til þess að auka kaupmátt okkar um hver mánaðarmót en dregur á móti úr dýrmætum sparnaði við starfslok. Því er mikilvægt að við bætum okkur upp séreignina með öðrum frjálsum sparnaði, eða styttum lánstíma lánanna, höfum við fjárhagslegt svigrúm til þess. Loks getur inngrip sem þetta á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins hreinlega hækkað íbúðaverð enn frekar og nægur er hitinn þar fyrir um þessar mundir. Fjármálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna á húsnæðismarkaði og Seðlabanki Íslands birti í gær rit sitt Fjármálastöðugleika þar sem sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. Er þetta góð hugmynd? Kostirnir vega þungt en mögulegir ókostir sömuleiðis. Það er stór ákvörðun að hvetja fólk til þess að breyta séreignarsparnaði sínum með svo afgerandi hætti og gera hann að nokkurs konar húsnæðissparnaði í stað lífeyris. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd þar sem fáir sparnaðarkostir eru jafn öruggir og niðurgreiðsla lána, svo ég tali nú ekki um ef háar skattgreiðslur eru gefnar eftir. Það mætti þó líta á heildarmyndina og upphaflegt hlutverk séreignar. Því mætti hvetja þau sem nýta sér þær ráðstafanir sem í boði eru til að huga samtímis að sparnaði fyrir efri árin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun