Samtryggingarfólkið Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 14. apríl 2021 11:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda. En málið er hluti af gömlu samkomulagi fyrri forystu ASÍ um að lögfesta iðgjaldahækkun í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%. Í frumvarpinu, sem er bastarður, er margt sem kjósendur ættu að hafa í huga um hugarfar stjórnvalda og þeirra sérhagsmunaafla sem þau virðast leggjast flöt fyrir í einu og öllu. Að fyrirtækin þurfi ekki að greiða mótframlag í lífeyrissjóði fyrir 16 til 18 ára. Tekjuskerðingin eða sparnaður fyrirtækja vegna þessa er varlega áætlaður um 650 milljónir árlega. Réttindatap unga fólksins er umtalsvert eða um 8.000 kr. Á mánuði í ævilangan lífeyri og um 360.000 kr. Í tilgreindri séreign. Nú þegar starfar stór hópur unga fólksins á hlutfalla töxtum, í framlínu verslana sem sjá okkur fyrir nauðsynjum. Breyting á útreikningi verðbóta á ellilífeyri sem reiknaður verður einu sinni á ári í stað mánaðarlega. Þetta þýðir skerðingu á verðbættum lífeyri uppá tæpar 70.000 kr. á ári miðað við 3,5% meðaltalsverðbólgu á 350þús.króna lífeyrisgreiðslu. Sem er skerðing uppá 1.500.000 kr. miðað reiknaðar lífslíkur. Miðað við kjör eldri borgara hljóta flestir að vera sammála um að frekari skerðingar á kjörum þeirra er það síðasta sem við þurfum á að halda nú miðað við þróun verðlags og lífskjör almennt. Útgerðarelítan hefur komið því fyrir, með stuðningi stjórnvalda og SA, að sjómenn verði undanskyldir þessari hækkun og lögfestingu þar sem þeim verður gert að semja um slíkt sjálfir og lögverja þannig áframhaldandi launa og réttindaþjófnaði af þessari mikilvægu stétt. 3,5% hækkunin, sem fólki var lofað í kjarasamningunum 2015, að færi í bundna séreign, verður þvinguð í samtryggingarhluta kerfisins þannig að unga fólkið sem átti að hafa tækifæri til að safna fyrir skattfrjálsri útborgun í húsnæði þarf að breyta því sérstaklega yfir í bastarð sem kallast „tilgreind séreign“ til að sú uppsöfnun geti átt sér stað. En eins og allir vita er unga fólkið okkar lítið að spá í þessum hlutum sem sannast á fjölda þeirra sem hafa nú þegar breytt innan kerfisins. Unga fólkið okkar vinnur fjölbreytt störf með skóla eða skiptir örar um vinnu og greiðir oftar en ekki í nokkra lífeyrissjóði fyrstu árin á vinnumarkaði. Frumvarpinu er ætlað að unga fólkið okkar þurfi að láta breyta þessu sérstaklega hjá hverjum þeim lífeyrissjóði sem það greiðir í. Sem aftur gerir það að verkum að þetta uppsöfnunarúrræði verður á endanum gagnslaust fyrir þennan hóp því sjóðirnir munu svo sannarlega ekki nenna að eyða tíma eða púðri í að kynna þetta. Því miður er það svo að innan Alþýðusambandsins er hópur fólks, mikill minnihluti reyndar en með stuðningi forseta, sem vill ekki að fólk hafi frjálst val um hvernig þessari hækkun verði ráðstafað. Vill helst að allt fari í samtrygginguna og viðhalda þannig innbyggðri misskiptingu réttindasöfnunar út frá meðallaunum. Þannig að láglaunahópar sem aldrei gátu lifað með mannlegri reisn, eða eignast þak yfir höfuðið, af lágum launum sínum. Fái aðeins hlutfall af þeim launum þegar á eftirlaunaaldur er komið. Samtryggingarfólkið, sem vill viðhalda fátækt og misskiptingu yfir gröf og dauða vill ekki endurskoðun á lífeyriskerfinu, vill ekki byggja upp séreign til að unga fólkið, sem ekki hefur fjárhagslegt bakland foreldra, eigi betri möguleika á að komast inn á húsnæðismarkað með sjálfkrafa uppsöfnun fyrir útborgun. Leigumarkaðurinn er því áfram framtíðin fyrir tekjulága og afkomendur þeirra. Það er löngu orðið ljóst að heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu þarf að fara fram. Er styrkur þess raunverulegur? Gengur fullþroskað sjóðsöfnunarkerfi upp þar sem ekkert tillit er tekið til markaðsáhættu sem afkoma fólks er beintengd við, þar sem kerfisbundnar sveiflur og hrun markaða eru ekki reiknuð inn í myndina á þeim tíma þegar selja þarf eignir til að greiða út lífeyri? Viljum við kerfi sem elur á misskiptingu í gegnum réttindakerfi samtryggingarinnar þar sem forstjórinn og bankastjórinn fá sama hlutfall af meðallaunum sínum í lífeyri og láglaunahóparnir? Hvor hópurinn er líklegri til að enda á leigamarkaði 67 ára gamall eða eiga skuldlaust þak yfir höfuðið? Hvor hópurinn þarf á hærri framfærslu til að standa undir fastakostnaði eins og húsnæði ásamt nauðsynjum? Við höfum meira að segja lagt til að félagsmenn ASÍ fái að kjósa um hvaða leiðir þeir vilji fara varðandi frelsi um ráðstöfum á 3,5% lífeyri en það þóknast ekki samtryggingarfólkinu. Þau vita betur. Það er alveg ljóst að við þurfum að hafna þessu frumvarpi með öllu og fara að hugsa hlutina uppá nýtt. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda. En málið er hluti af gömlu samkomulagi fyrri forystu ASÍ um að lögfesta iðgjaldahækkun í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%. Í frumvarpinu, sem er bastarður, er margt sem kjósendur ættu að hafa í huga um hugarfar stjórnvalda og þeirra sérhagsmunaafla sem þau virðast leggjast flöt fyrir í einu og öllu. Að fyrirtækin þurfi ekki að greiða mótframlag í lífeyrissjóði fyrir 16 til 18 ára. Tekjuskerðingin eða sparnaður fyrirtækja vegna þessa er varlega áætlaður um 650 milljónir árlega. Réttindatap unga fólksins er umtalsvert eða um 8.000 kr. Á mánuði í ævilangan lífeyri og um 360.000 kr. Í tilgreindri séreign. Nú þegar starfar stór hópur unga fólksins á hlutfalla töxtum, í framlínu verslana sem sjá okkur fyrir nauðsynjum. Breyting á útreikningi verðbóta á ellilífeyri sem reiknaður verður einu sinni á ári í stað mánaðarlega. Þetta þýðir skerðingu á verðbættum lífeyri uppá tæpar 70.000 kr. á ári miðað við 3,5% meðaltalsverðbólgu á 350þús.króna lífeyrisgreiðslu. Sem er skerðing uppá 1.500.000 kr. miðað reiknaðar lífslíkur. Miðað við kjör eldri borgara hljóta flestir að vera sammála um að frekari skerðingar á kjörum þeirra er það síðasta sem við þurfum á að halda nú miðað við þróun verðlags og lífskjör almennt. Útgerðarelítan hefur komið því fyrir, með stuðningi stjórnvalda og SA, að sjómenn verði undanskyldir þessari hækkun og lögfestingu þar sem þeim verður gert að semja um slíkt sjálfir og lögverja þannig áframhaldandi launa og réttindaþjófnaði af þessari mikilvægu stétt. 3,5% hækkunin, sem fólki var lofað í kjarasamningunum 2015, að færi í bundna séreign, verður þvinguð í samtryggingarhluta kerfisins þannig að unga fólkið sem átti að hafa tækifæri til að safna fyrir skattfrjálsri útborgun í húsnæði þarf að breyta því sérstaklega yfir í bastarð sem kallast „tilgreind séreign“ til að sú uppsöfnun geti átt sér stað. En eins og allir vita er unga fólkið okkar lítið að spá í þessum hlutum sem sannast á fjölda þeirra sem hafa nú þegar breytt innan kerfisins. Unga fólkið okkar vinnur fjölbreytt störf með skóla eða skiptir örar um vinnu og greiðir oftar en ekki í nokkra lífeyrissjóði fyrstu árin á vinnumarkaði. Frumvarpinu er ætlað að unga fólkið okkar þurfi að láta breyta þessu sérstaklega hjá hverjum þeim lífeyrissjóði sem það greiðir í. Sem aftur gerir það að verkum að þetta uppsöfnunarúrræði verður á endanum gagnslaust fyrir þennan hóp því sjóðirnir munu svo sannarlega ekki nenna að eyða tíma eða púðri í að kynna þetta. Því miður er það svo að innan Alþýðusambandsins er hópur fólks, mikill minnihluti reyndar en með stuðningi forseta, sem vill ekki að fólk hafi frjálst val um hvernig þessari hækkun verði ráðstafað. Vill helst að allt fari í samtrygginguna og viðhalda þannig innbyggðri misskiptingu réttindasöfnunar út frá meðallaunum. Þannig að láglaunahópar sem aldrei gátu lifað með mannlegri reisn, eða eignast þak yfir höfuðið, af lágum launum sínum. Fái aðeins hlutfall af þeim launum þegar á eftirlaunaaldur er komið. Samtryggingarfólkið, sem vill viðhalda fátækt og misskiptingu yfir gröf og dauða vill ekki endurskoðun á lífeyriskerfinu, vill ekki byggja upp séreign til að unga fólkið, sem ekki hefur fjárhagslegt bakland foreldra, eigi betri möguleika á að komast inn á húsnæðismarkað með sjálfkrafa uppsöfnun fyrir útborgun. Leigumarkaðurinn er því áfram framtíðin fyrir tekjulága og afkomendur þeirra. Það er löngu orðið ljóst að heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu þarf að fara fram. Er styrkur þess raunverulegur? Gengur fullþroskað sjóðsöfnunarkerfi upp þar sem ekkert tillit er tekið til markaðsáhættu sem afkoma fólks er beintengd við, þar sem kerfisbundnar sveiflur og hrun markaða eru ekki reiknuð inn í myndina á þeim tíma þegar selja þarf eignir til að greiða út lífeyri? Viljum við kerfi sem elur á misskiptingu í gegnum réttindakerfi samtryggingarinnar þar sem forstjórinn og bankastjórinn fá sama hlutfall af meðallaunum sínum í lífeyri og láglaunahóparnir? Hvor hópurinn er líklegri til að enda á leigamarkaði 67 ára gamall eða eiga skuldlaust þak yfir höfuðið? Hvor hópurinn þarf á hærri framfærslu til að standa undir fastakostnaði eins og húsnæði ásamt nauðsynjum? Við höfum meira að segja lagt til að félagsmenn ASÍ fái að kjósa um hvaða leiðir þeir vilji fara varðandi frelsi um ráðstöfum á 3,5% lífeyri en það þóknast ekki samtryggingarfólkinu. Þau vita betur. Það er alveg ljóst að við þurfum að hafna þessu frumvarpi með öllu og fara að hugsa hlutina uppá nýtt. Höfundur er formaður VR.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun