Sagður hafa lokkað börn með peningum og sælgæti úti á götu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 10:58 Þjóðvarðliði rannsakar myndefni sem fannst á raftækjum Íslendingsins. Töluvert magn af klámi og barnaníðsefni fannst á fartölvu og snjallsíma hans. Spænska þjóðvarðliðið Íslenskur karlmaður sem var handtekinn á Spáni vegna kynferðisbrota gegn börnum fyrr í þessum mánuði er sagður hafa lokkað börn til sín úti á götu með peningum og sælgæti. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi þar til mál hans fer fyrir dóm. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að 59 ára gamall íslenskur karlmaður með sakaferil í barnaníði á Íslandi hefði verið handtekinn í bænum Torrepacheco í Murcia-héraði á Suðaustur-Spáni. Samkvæmt upplýsingum spænska þjóðvarðliðsins, sem handtók manninn, úrskurðaði dómari hann í gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann ætti sér sögu kynferðisbrota á Íslandi. Hann var handtekinn fyrr um tíu dögum. Upplýsingaskrifstofa þjóðvarliðsins í Murcia tjáði Vísi að algengt væri að ár liði áður en mál eru tekin fyrir dóm. Maðurinn gæti setið í varðhaldi fram að því nema honum takist að sannfæra dómara um að veita sér lausn gegn tryggingu. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn átta börnum á aldrinum níu til þrettán ára. Í frétt spænska dagblaðsins ABC segir að hann hafi nálgast börnin úti á götu og gefið þeim litlar gjafir, peninga og sælgæti, til þess að vekja ekki grunsemdir foreldra þeirra. „Það vekur grunsemdir hjá foreldrum ef barni er gefin leikjatölva eða dýr farsími en þessar litlu upphæðir sem hann gaf þeim vöktu ekki eftirtekt,“ segir heimildarmaður ABC. Foreldra nokkurra barna grunaði þó að eitthvað væri ekki með felldu og tilkynntu málin til lögreglu. Brot mannsins eru sögð hafa hafist síðasta sumar og notaði hann alltaf sömu aðferðir til að nálgast börnin og vinna traust þeirra. Kanna hvort maðurinn hafi brotið á börnum víðar Umtalsvert magn klám- og barnaníðsefni fannst á fartölvu mannsins og snjallsíma. Lögreglan rannsakar nú myndefnið til að kanna hvort að í því leynist myndir af börnunum sem hann er grunaður um að hafa misnotað og einnig hvort hann kunni að hafa misnotað fleiri börn í Murcia eða annars staðar. Þjóðvarðliðið segir Vísi að maðurinn hafi verið búsettur í bænum í um tvö ár. Í frétt ABC segir að ekki sé vitað til þess að hann hafi starfað þar heldur hafi hann virst hafa sest þar í helgan stein. Vitað er að maðurinn hefur búið í nokkrum löndum Suður-Ameríku, þar á meðal í Kólumbíu, undanfarin ár. Spænska þjóðvarðliðið hefur sent fyrirspurnir í gegnum Interpol til að komast að því hvort að hann sé grunaður um sambærileg brot þar eða annars staðar. Á Íslandi er maðurinn sagður hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum árið 1988 í tilkynningu þjóðvarðliðsins. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hann hins vegar dóm í Hæstarétti árið 1994 vegna brotanna sem voru framin frá 1990 til 1992. Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að 59 ára gamall íslenskur karlmaður með sakaferil í barnaníði á Íslandi hefði verið handtekinn í bænum Torrepacheco í Murcia-héraði á Suðaustur-Spáni. Samkvæmt upplýsingum spænska þjóðvarðliðsins, sem handtók manninn, úrskurðaði dómari hann í gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann ætti sér sögu kynferðisbrota á Íslandi. Hann var handtekinn fyrr um tíu dögum. Upplýsingaskrifstofa þjóðvarliðsins í Murcia tjáði Vísi að algengt væri að ár liði áður en mál eru tekin fyrir dóm. Maðurinn gæti setið í varðhaldi fram að því nema honum takist að sannfæra dómara um að veita sér lausn gegn tryggingu. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn átta börnum á aldrinum níu til þrettán ára. Í frétt spænska dagblaðsins ABC segir að hann hafi nálgast börnin úti á götu og gefið þeim litlar gjafir, peninga og sælgæti, til þess að vekja ekki grunsemdir foreldra þeirra. „Það vekur grunsemdir hjá foreldrum ef barni er gefin leikjatölva eða dýr farsími en þessar litlu upphæðir sem hann gaf þeim vöktu ekki eftirtekt,“ segir heimildarmaður ABC. Foreldra nokkurra barna grunaði þó að eitthvað væri ekki með felldu og tilkynntu málin til lögreglu. Brot mannsins eru sögð hafa hafist síðasta sumar og notaði hann alltaf sömu aðferðir til að nálgast börnin og vinna traust þeirra. Kanna hvort maðurinn hafi brotið á börnum víðar Umtalsvert magn klám- og barnaníðsefni fannst á fartölvu mannsins og snjallsíma. Lögreglan rannsakar nú myndefnið til að kanna hvort að í því leynist myndir af börnunum sem hann er grunaður um að hafa misnotað og einnig hvort hann kunni að hafa misnotað fleiri börn í Murcia eða annars staðar. Þjóðvarðliðið segir Vísi að maðurinn hafi verið búsettur í bænum í um tvö ár. Í frétt ABC segir að ekki sé vitað til þess að hann hafi starfað þar heldur hafi hann virst hafa sest þar í helgan stein. Vitað er að maðurinn hefur búið í nokkrum löndum Suður-Ameríku, þar á meðal í Kólumbíu, undanfarin ár. Spænska þjóðvarðliðið hefur sent fyrirspurnir í gegnum Interpol til að komast að því hvort að hann sé grunaður um sambærileg brot þar eða annars staðar. Á Íslandi er maðurinn sagður hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum árið 1988 í tilkynningu þjóðvarðliðsins. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hann hins vegar dóm í Hæstarétti árið 1994 vegna brotanna sem voru framin frá 1990 til 1992.
Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira