Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 17:37 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði forstjóri Hrafnistuheimilanna, María Fjóla Harðardóttir, að það stefndi í að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu vegna ástandsins. Þar hefur 40 verið sagt upp. María kvaðst ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili væru í sömu sporum. „Við reiknum með að hún muni hafa samband við okkur með þetta. Það erum við sem höfum samið um þessa þjónustu og þau hafa skuldbundið sig til að veita hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að ræða,“ segir María hjá Sjúkratryggingum Íslands. María segir að fjármagnið sem hjúkrunarheimili fái sé ákvarðað í fjárlögum. Sjúkratryggingum hafi ekki borist erindi frá Hrafnistu vegna ástandsins núna, að því er María best veit. „Það liggur fyrir að það var lögð hagræðingarkrafa á þessa þjónustu eins og eiginlega alla aðra heilbrigðisþjónustu á þessu ári um líklega hálft prósent og hugsanlega er verið að vísa til þess þarna. Við verðum auðvitað að kalla eftir samtali við þau um það hvernig þau eru að breyta þjónustunni og hvort það er í þeim mæli að það hafi áhrif á þjónustu sem við höfum samið um. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verðum við bara að grípa til viðeigandi ráðstafana og þá væntanlega í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Forstjóri Hrafnistuheimilanna sagði í viðtalinu í morgun að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi leitt til þess að 300-400 milljónir vanti inn í rekstur heimilanna árið 2021. Eldri borgarar Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði forstjóri Hrafnistuheimilanna, María Fjóla Harðardóttir, að það stefndi í að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu vegna ástandsins. Þar hefur 40 verið sagt upp. María kvaðst ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili væru í sömu sporum. „Við reiknum með að hún muni hafa samband við okkur með þetta. Það erum við sem höfum samið um þessa þjónustu og þau hafa skuldbundið sig til að veita hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að ræða,“ segir María hjá Sjúkratryggingum Íslands. María segir að fjármagnið sem hjúkrunarheimili fái sé ákvarðað í fjárlögum. Sjúkratryggingum hafi ekki borist erindi frá Hrafnistu vegna ástandsins núna, að því er María best veit. „Það liggur fyrir að það var lögð hagræðingarkrafa á þessa þjónustu eins og eiginlega alla aðra heilbrigðisþjónustu á þessu ári um líklega hálft prósent og hugsanlega er verið að vísa til þess þarna. Við verðum auðvitað að kalla eftir samtali við þau um það hvernig þau eru að breyta þjónustunni og hvort það er í þeim mæli að það hafi áhrif á þjónustu sem við höfum samið um. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verðum við bara að grípa til viðeigandi ráðstafana og þá væntanlega í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Forstjóri Hrafnistuheimilanna sagði í viðtalinu í morgun að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi leitt til þess að 300-400 milljónir vanti inn í rekstur heimilanna árið 2021.
Eldri borgarar Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37
Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04