Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2021 10:37 María segist aðeins fara fram á að einingaverðið verði leiðrétt til að mæta kjarasamningsbundnum launahækkunum. Vísir/Vilhelm Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. Meðal þeirra sem misstu starfið voru stjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfaði við ræstingar; fólk í öllum störfum, eins og María orðar það. Hún segir einingaverðið sem fjármálaráðuneytið ákvarðaði 8. febrúar síðastliðnum ekki ná að dekka kjarasamningsbundnar launahækkanir, eins og það á að gera. „Og við sáum bara fram á að við værum að fara í bullandi tap,“ segir María. „Við erum að tala um að það vanti þrjú til fjögur prósent upp á einingaverðið, sem þýðir þrjú til fjögurhundruð milljónir fyrir öll Hrafnistuheimilin árið 2021.“ Einingaverðið er notað til að reikna út grunnhjúkrunargjald, sem María segir nú vera 38 þúsund á sólahring. Gætu þurft að draga úr þjónustu Þetta grunnhjúkrunargjald er of lágt, segir María, sem setti sig í samband við heilbrigðisráðuneytið áður en gripið var til uppsagna. Þar var hins vegar fátt um svör. Hún krefst þess að einingaverðið verði leiðrétt. María segir stefna í tap þrátt fyrir uppsagnirnar en sér hún fram á frekari aðgerðir? „Við sjáum ekki hvernig við eigum að gera það þar sem við teljum okkur vera komin inn að beini miðað við þá þjónustu sem við eigum að veita. Og við þurfum að vernda okkar íbúa og okkar starfsmenn,“ segir hún. Þannig stefni raunar í það að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu. „Það er að segja að við séum þá ekki að taka við mögulega eins þungum einstaklingum; einstaklingum sem þurfa gríðarlega mikla hjúkrun. Við þurfum einhvern veginn að vinna á móti þessum aðgerðum stjórnvalda.“ María segist ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili séu í sömu sporum. Hrafnista búi í raun vel að hafa verið réttu megin við núllið rekstrarlega og það sé ekki síst að þakka stærðarhagkvæmni. Í síðustu viku skilaði fjármálaráðuneytið útreikningum einingaverðsins til heilbrigðisráðuneytisins. Þaðan fara þeir til Sjúkratrygginga. Í kjölfarið segist María vonast til að hreyfing komist á málið. Heilbrigðismál Eldri borgarar Bítið Hjúkrunarheimili Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Meðal þeirra sem misstu starfið voru stjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfaði við ræstingar; fólk í öllum störfum, eins og María orðar það. Hún segir einingaverðið sem fjármálaráðuneytið ákvarðaði 8. febrúar síðastliðnum ekki ná að dekka kjarasamningsbundnar launahækkanir, eins og það á að gera. „Og við sáum bara fram á að við værum að fara í bullandi tap,“ segir María. „Við erum að tala um að það vanti þrjú til fjögur prósent upp á einingaverðið, sem þýðir þrjú til fjögurhundruð milljónir fyrir öll Hrafnistuheimilin árið 2021.“ Einingaverðið er notað til að reikna út grunnhjúkrunargjald, sem María segir nú vera 38 þúsund á sólahring. Gætu þurft að draga úr þjónustu Þetta grunnhjúkrunargjald er of lágt, segir María, sem setti sig í samband við heilbrigðisráðuneytið áður en gripið var til uppsagna. Þar var hins vegar fátt um svör. Hún krefst þess að einingaverðið verði leiðrétt. María segir stefna í tap þrátt fyrir uppsagnirnar en sér hún fram á frekari aðgerðir? „Við sjáum ekki hvernig við eigum að gera það þar sem við teljum okkur vera komin inn að beini miðað við þá þjónustu sem við eigum að veita. Og við þurfum að vernda okkar íbúa og okkar starfsmenn,“ segir hún. Þannig stefni raunar í það að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu. „Það er að segja að við séum þá ekki að taka við mögulega eins þungum einstaklingum; einstaklingum sem þurfa gríðarlega mikla hjúkrun. Við þurfum einhvern veginn að vinna á móti þessum aðgerðum stjórnvalda.“ María segist ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili séu í sömu sporum. Hrafnista búi í raun vel að hafa verið réttu megin við núllið rekstrarlega og það sé ekki síst að þakka stærðarhagkvæmni. Í síðustu viku skilaði fjármálaráðuneytið útreikningum einingaverðsins til heilbrigðisráðuneytisins. Þaðan fara þeir til Sjúkratrygginga. Í kjölfarið segist María vonast til að hreyfing komist á málið.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Bítið Hjúkrunarheimili Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira