Njála dómsgagn í nágrannadeilu Snorri Másson skrifar 10. apríl 2021 14:00 Hinn friðaði Bergþórshvoll og hjáleigan Káragerði standa við vesturbakka Affallsins, þar sem deilt hefur verið um hvort Káragerði eigi hlutdeild í veiðiréttindum. Svæðið er vitaskuld sögulega hlaðið og ekki þarf að grúska lengi í íslenskum fornbókmenntum til að finna fræg dæmi um nágrannerjur sem enduðu illa á Bergþórshvoli. Það var hjá þeim Njálu og Bergþóru en nú er öldin önnur. Mats Wibe Lund Landeigendur á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum unnu mál fyrir Landsrétti á dögunum, þar sem nágrannar þeirra á bænum Káragerði höfðu stefnt þeim vegna þess að þeir töldu sig eiga tilkall til hlunninda á sameiginlegu landi jarðanna tveggja. Þeir eiga það ekki, var niðurstaðan á tveimur dómstigum. Þegar Bergþórshvoll er nefndur ætti það að hringja bjöllum hjá þeim sem fylgdust með í menntaskóla, enda helsti vettvangur atburða í Brennu-Njálssögu. Og stefnendur í málinu núna létu ekki hjá líða að vísa til þeirrar sögulegu staðreyndar, eins og fyrst var vakin athygli á í Morgunblaðinu í gær. „Bergþórshvols er fyrst getið í Brennu-Njálssögu sem talin er skrifuð á síðari hluta 13. aldar,“ er haft eftir landeigendum í Káragerði í dómnum. Áfram er vísað í eldri íslenskri bókmenntir þegar sagt er að hjáleigunnar Káragerðis sé fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem lokið var á árunum 1712 til 1714. Aldrei er að vita nema það hefði styrkt mál stefnendanna ef Káragerði hefði verið nefnd í Njálssögu sjálfri, en þar er Káragrófar aðeins getið, nefnilega í samhengi við flótta Kára Sölmundarsonar úr brennunni á Bergþórshvoli. Grágás og Jónsbók koma við sögu Trúlega er Káragerði kennd við sama Kára en nafnsins er hvergi getið fyrr en á átjándu öld. Þar var bæjarins þó aðeins getið sem hjáleigu af Bergþórshvoli og ekkert vikið að hlunnindum sem ættu að fylgja hjáleigunni. Ekki er gert ráð fyrir að slík hlunnindi fylgi jörðinni nema þess sé sérstaklega getið. Dómurinn féll sem segir landeigendum á Bergþórshvoli í hag, sem þýðir að Káragerðisbændur fá ekki hluta af ágóða sem hlýst af veiðiréttindum eða malartöku í Affallinu, á sem rennur á svæðinu. Miklar nágrannaerjur höfðu fyrir staðið yfir um langt skeið, eins og fjallað er um í frétt DV frá 2019. Aðilum málsins nægði ekki að blanda miðaldaritinu Njálu inn í málflutning sinn, heldur er einnig vísað til Landabrigðisþáttar Grágásar og Landleigubálks Jónsbókar, en reytur úr þeim lagabálkum mun enn að finna í gildandi íslenskri löggjöf. Dómsmál Dómstólar Bókmenntir Rangárþing eystra Nágrannadeilur Íslensk fræði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Þegar Bergþórshvoll er nefndur ætti það að hringja bjöllum hjá þeim sem fylgdust með í menntaskóla, enda helsti vettvangur atburða í Brennu-Njálssögu. Og stefnendur í málinu núna létu ekki hjá líða að vísa til þeirrar sögulegu staðreyndar, eins og fyrst var vakin athygli á í Morgunblaðinu í gær. „Bergþórshvols er fyrst getið í Brennu-Njálssögu sem talin er skrifuð á síðari hluta 13. aldar,“ er haft eftir landeigendum í Káragerði í dómnum. Áfram er vísað í eldri íslenskri bókmenntir þegar sagt er að hjáleigunnar Káragerðis sé fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem lokið var á árunum 1712 til 1714. Aldrei er að vita nema það hefði styrkt mál stefnendanna ef Káragerði hefði verið nefnd í Njálssögu sjálfri, en þar er Káragrófar aðeins getið, nefnilega í samhengi við flótta Kára Sölmundarsonar úr brennunni á Bergþórshvoli. Grágás og Jónsbók koma við sögu Trúlega er Káragerði kennd við sama Kára en nafnsins er hvergi getið fyrr en á átjándu öld. Þar var bæjarins þó aðeins getið sem hjáleigu af Bergþórshvoli og ekkert vikið að hlunnindum sem ættu að fylgja hjáleigunni. Ekki er gert ráð fyrir að slík hlunnindi fylgi jörðinni nema þess sé sérstaklega getið. Dómurinn féll sem segir landeigendum á Bergþórshvoli í hag, sem þýðir að Káragerðisbændur fá ekki hluta af ágóða sem hlýst af veiðiréttindum eða malartöku í Affallinu, á sem rennur á svæðinu. Miklar nágrannaerjur höfðu fyrir staðið yfir um langt skeið, eins og fjallað er um í frétt DV frá 2019. Aðilum málsins nægði ekki að blanda miðaldaritinu Njálu inn í málflutning sinn, heldur er einnig vísað til Landabrigðisþáttar Grágásar og Landleigubálks Jónsbókar, en reytur úr þeim lagabálkum mun enn að finna í gildandi íslenskri löggjöf.
Dómsmál Dómstólar Bókmenntir Rangárþing eystra Nágrannadeilur Íslensk fræði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira