Standa í því að innheimta laun leikskólastarfsmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2021 14:01 Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd 103 Eflingarfélaga vegna vangreiddra launa á fyrstu þremur mánuðum ársins að því er kemur fram í fyrstu ársfjórðungsskýrslu Kjaramálasviðs fyrir yfirstandandi ár. Efling er með fleiri en fimm opnar launakröfur á hendur þremur aðilum en þar á meðal er leikskóli í Breiðholti. Flestar launakröfur Eflingar á fyrsta ársfjórðungi eru á hendur X-JB byggingarfélagi. Þær eru sjö talsins og upp á 7,6 milljónir króna. „Upphæðin sýnir mikilvægi þeirrar þjónustu sem kjaramálasvið og lögmenn Eflingar veita félagsmönnum sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Laun ekki hækkuð um áramót Fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Eflingar að X-JB byggingarfélag hafi áður komið við sögu hjá Eflingu. Ellefu virkar kröfur séu opnar upp á samtals 13,1 milljón króna. „Kröfurnar hafa allar verið afhentar lögmönnum Eflingar til frekari innheimtu þar sem enginn viðbrögð bárust frá fyrirtækinu.“ Bakaríið og veisluþjónustan Cooking Harmony og leikskólinn Vinaminni í Breiðholti hafa fengið fimm launakröfur frá Eflingu. „Leikskólinn Vinaminni hefur áður komið við sögu hjá Eflingu með sambærileg mál og nú eru til meðhöndlunar hjá Eflingu. Leikskólinn hækkaði ekki laun í samræmi við ákvæði kjarasamninga um áramótin.“ Fækkun krafna komi ekki til af góðu Þar segir að nýskráðum launakröfum á tímabilinu fækki miðað við fyrri ársfjórðunga, sem skýrist af hruni ferðaþjónustugeirans sökum kórónaveirufaraldursins. „Fækkun krafna kemur því ekki til af góðu og staðfestir þátt ferðaþjónustunnar í brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðalupphæð hverrar launakröfu fer hækkandi og nemur nú um tvöföldum meðal-mánaðarlaunum Eflingarfélaga.“ Efling segir tölur ársfjórðungsins sýna að erlendir félagsmenn séu hlutfallslega líklegri en aðrir Eflingarfélagar til að þurfa að leita aðstoðar Eflingar vegna vangreiddra launa. Félagsmenn af íslenskum uppruna séu um helmingur félagsmanna en eru aðeins tæpur fjórðungur af þeim sem þurfa að leita aðstoðar. Kjaramál Vinnumarkaður Leikskólar Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Efling er með fleiri en fimm opnar launakröfur á hendur þremur aðilum en þar á meðal er leikskóli í Breiðholti. Flestar launakröfur Eflingar á fyrsta ársfjórðungi eru á hendur X-JB byggingarfélagi. Þær eru sjö talsins og upp á 7,6 milljónir króna. „Upphæðin sýnir mikilvægi þeirrar þjónustu sem kjaramálasvið og lögmenn Eflingar veita félagsmönnum sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Laun ekki hækkuð um áramót Fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Eflingar að X-JB byggingarfélag hafi áður komið við sögu hjá Eflingu. Ellefu virkar kröfur séu opnar upp á samtals 13,1 milljón króna. „Kröfurnar hafa allar verið afhentar lögmönnum Eflingar til frekari innheimtu þar sem enginn viðbrögð bárust frá fyrirtækinu.“ Bakaríið og veisluþjónustan Cooking Harmony og leikskólinn Vinaminni í Breiðholti hafa fengið fimm launakröfur frá Eflingu. „Leikskólinn Vinaminni hefur áður komið við sögu hjá Eflingu með sambærileg mál og nú eru til meðhöndlunar hjá Eflingu. Leikskólinn hækkaði ekki laun í samræmi við ákvæði kjarasamninga um áramótin.“ Fækkun krafna komi ekki til af góðu Þar segir að nýskráðum launakröfum á tímabilinu fækki miðað við fyrri ársfjórðunga, sem skýrist af hruni ferðaþjónustugeirans sökum kórónaveirufaraldursins. „Fækkun krafna kemur því ekki til af góðu og staðfestir þátt ferðaþjónustunnar í brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðalupphæð hverrar launakröfu fer hækkandi og nemur nú um tvöföldum meðal-mánaðarlaunum Eflingarfélaga.“ Efling segir tölur ársfjórðungsins sýna að erlendir félagsmenn séu hlutfallslega líklegri en aðrir Eflingarfélagar til að þurfa að leita aðstoðar Eflingar vegna vangreiddra launa. Félagsmenn af íslenskum uppruna séu um helmingur félagsmanna en eru aðeins tæpur fjórðungur af þeim sem þurfa að leita aðstoðar.
Kjaramál Vinnumarkaður Leikskólar Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira