Segir réttara að tíu prósent hagkerfisins séu í lagi Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 18:51 Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Frosti Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir fullyrðingar Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors um að níutíu prósent hagkerfisins séu í lagi vera fjarri lagi. Þrátt fyrir að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni hafi hagkerfið átt magurra ár í fyrra samanborið við 2019. „Stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi og kaupmáttur hefur aldrei verið meiri. Svo eru hér atvinnugreinar sem hafa aldrei gengið betur, verslun með föt og annað sem Íslendingar eru vanir að fara til útlanda. Núna kaupa þeir innanlands,“ sagði Gylfi í viðtali í Kastljósi fyrir páska. Í grein sem birtist á Vísi í dag gerir Konráð athugasemdir við þessi ummæli og segir hann „í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi“ að einfalda stöðu hagkerfisins með þessum hætti. Konráð nefnir þrjú atriði máli sínu til stuðnings; í fyrsta lagi hafi störfum fækkað í 22 af 25 atvinnugreinum milli ára við lok síðasta árs og fjölgun hafi nær einungis verið hjá hinu opinbera eða í starfsemi sem er að miklu leyti í eigu hins opinbera. Í öðru lagi hafi atvinnuvegafjárfesting dregist saman í 40 af 46 atvinnugreinum og samdrátturinn verið níu prósent milli ára. Í þriðja lagi hafi verðmætasköpun minnkað í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina á síðasta ári. „Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu,“ skrifar Konráð. Kreppan muni bitna á öllum Hann segir rétt að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni sem stendur, en ástæðan sé stórtækar aðgerðir af hálfu ríkisins. Laun þeirra sem enn hafi vinnu hafi hækkað og samdráttur í flestum greinum verið sex prósent eða minni. Það sé þó ekki nóg til þess að segja að níutíu prósent hagkerfisins sé í lagi. „Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga.“ Að mati Konráðs sé nauðsynlegt að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á ný, ella muni kreppan bitna á öllum en ekki sumum. „Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni. Efnahagsmál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi og kaupmáttur hefur aldrei verið meiri. Svo eru hér atvinnugreinar sem hafa aldrei gengið betur, verslun með föt og annað sem Íslendingar eru vanir að fara til útlanda. Núna kaupa þeir innanlands,“ sagði Gylfi í viðtali í Kastljósi fyrir páska. Í grein sem birtist á Vísi í dag gerir Konráð athugasemdir við þessi ummæli og segir hann „í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi“ að einfalda stöðu hagkerfisins með þessum hætti. Konráð nefnir þrjú atriði máli sínu til stuðnings; í fyrsta lagi hafi störfum fækkað í 22 af 25 atvinnugreinum milli ára við lok síðasta árs og fjölgun hafi nær einungis verið hjá hinu opinbera eða í starfsemi sem er að miklu leyti í eigu hins opinbera. Í öðru lagi hafi atvinnuvegafjárfesting dregist saman í 40 af 46 atvinnugreinum og samdrátturinn verið níu prósent milli ára. Í þriðja lagi hafi verðmætasköpun minnkað í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina á síðasta ári. „Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu,“ skrifar Konráð. Kreppan muni bitna á öllum Hann segir rétt að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni sem stendur, en ástæðan sé stórtækar aðgerðir af hálfu ríkisins. Laun þeirra sem enn hafi vinnu hafi hækkað og samdráttur í flestum greinum verið sex prósent eða minni. Það sé þó ekki nóg til þess að segja að níutíu prósent hagkerfisins sé í lagi. „Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga.“ Að mati Konráðs sé nauðsynlegt að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á ný, ella muni kreppan bitna á öllum en ekki sumum. „Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni.
Efnahagsmál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent