„Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2021 17:49 Svava, Brian og Rannveig gengu að eldgosinu í dag. Það er fyrsta skiptið sem Brian og Rannveig berja eldgos augum. Vísir/Egill Stríður straumur fólks hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag og eru margir að berja eldgos augum í fyrsta sinn á æfinni. Veðrið í dag hefur líklega ekki skemmt fyrir enda sólríkt þó kuldinn sé mikill og rok á svæðinu. „Þetta var stórkostlegt en það var mjög kalt,“ segir Rannveig Marta Sarc þegar fréttamann bar að garði. „Og mikill vindur.“ Rannveig kom til landsins fyrir rúmri viku ásamt kærasta sínum, Brian Hong, en þau komu hingað alla leið frá Chicago. „Það eru engin eldfjöll þar,“ segir Brian og hlær. Hann segir að sjónarspilið hafi verið stórfenglegt. „Það vall svo mikið hraun úr sprungunum. Við komumst ekki svo nálægt í dag vegna gassins og öryggisreglna en þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Brian. Hann segir að gangan hafi tekið nokkuð á. „Á leiðinni niður hélt ég stundum að ég gæti dáið en við lifðum þetta af,“ segir Brian og hlær. Fékk að sjá Heklu gjósa árið 1970 Þetta er annað skiptið sem Brian heimsækir Ísland. Móðir Rannveigar, Svava Bernharðsdóttir, segir ekki annað hafa verið hægt en að sýna unga fólkinu eldgosið. „Dóttir mín og tengdasonur komu til landsins og ég var með mikinn móral yfir því að hafa aldrei sýnt henni eldgos. Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos. En núna get ég hakað við það, nú er ég útskrifuð, nú getur hún farið að heiman,“ segir Svava. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Svava ber eldgos augum en hún var búsett austur á Skeiðum þegar Hekla gaus árið 1970. „Við sáum það bara út um stofugluggann. Reyndar var ég að horfa á sjónvarpið þegar Eiður Guðnason fréttamaður stöðvaði útsendinguna, fölur í framan, og sagði að Hekla væri byrjuð að gjósa,“ segir Svava. „Við flugum út í stofu og horfðum á. Við fórum svo næsta dag alveg upp að hrauninu, það var ógleymanlegt. Nú fengu þau allan pakkann, eld og ís, Ísland í hnotskurn,“ segir Svava. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. 7. apríl 2021 23:37 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
„Þetta var stórkostlegt en það var mjög kalt,“ segir Rannveig Marta Sarc þegar fréttamann bar að garði. „Og mikill vindur.“ Rannveig kom til landsins fyrir rúmri viku ásamt kærasta sínum, Brian Hong, en þau komu hingað alla leið frá Chicago. „Það eru engin eldfjöll þar,“ segir Brian og hlær. Hann segir að sjónarspilið hafi verið stórfenglegt. „Það vall svo mikið hraun úr sprungunum. Við komumst ekki svo nálægt í dag vegna gassins og öryggisreglna en þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Brian. Hann segir að gangan hafi tekið nokkuð á. „Á leiðinni niður hélt ég stundum að ég gæti dáið en við lifðum þetta af,“ segir Brian og hlær. Fékk að sjá Heklu gjósa árið 1970 Þetta er annað skiptið sem Brian heimsækir Ísland. Móðir Rannveigar, Svava Bernharðsdóttir, segir ekki annað hafa verið hægt en að sýna unga fólkinu eldgosið. „Dóttir mín og tengdasonur komu til landsins og ég var með mikinn móral yfir því að hafa aldrei sýnt henni eldgos. Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos. En núna get ég hakað við það, nú er ég útskrifuð, nú getur hún farið að heiman,“ segir Svava. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Svava ber eldgos augum en hún var búsett austur á Skeiðum þegar Hekla gaus árið 1970. „Við sáum það bara út um stofugluggann. Reyndar var ég að horfa á sjónvarpið þegar Eiður Guðnason fréttamaður stöðvaði útsendinguna, fölur í framan, og sagði að Hekla væri byrjuð að gjósa,“ segir Svava. „Við flugum út í stofu og horfðum á. Við fórum svo næsta dag alveg upp að hrauninu, það var ógleymanlegt. Nú fengu þau allan pakkann, eld og ís, Ísland í hnotskurn,“ segir Svava.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. 7. apríl 2021 23:37 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27
Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20
Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. 7. apríl 2021 23:37