Væri til í að sjá slakari reglur varðandi veitingastaði á landsbyggðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2021 14:32 Halla María Svansdóttir ætlaði að opna kaffihús en fékk svo góð viðbrögð að hún er nú líka með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu og veitingastað. Ísland í dag „Það var aldrei planið að opna veitingastað“ segir Halla María Svansdóttir sem rekur farsæla veitingastaðinn Hjá Höllu á Grindavík sem hefur getið sér gott orð fyrir frábæran og hollan mat. „Við byrjuðum bara með lítið kaffihús, eða ætluðum bara að vera með það, en svo hefur þetta þróast út í aðeins meira. Erum með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, veitingastað og kaffihús,“ segir Halla um þetta ævintýri. Eva Laufey Kjaran heimsótti Höllu í þættinum Ísland í dag. Eftirspurnin var einfaldlega svo mikil að Halla ákvað að taka áhættuna og fara út í stærri rekstur. „Við höfum reynt að vera með hollan hádegisverðarstað og höfum verið að gera allt frá grunni. Það er það sem er svona okkar sérkenni.“ Fá smit utan höfuðborgarsvæðisins Það kom engin önnur staðsetning til greina en heima í Grindavík. Höllu fannst sárlega vanta kósý stað fyrir fólk að koma saman. „Það er ekki nema 40 mínútur að keyra frá borginni. Við höfum Bláa lónið og svo gosið og margt annað sem við höfum upp á að bjóða hérna í bænum,“ segir Halla sem fær alls ekki bara heimafólk í mat. Halla segir það þó vera mikla áskorun að reka veitingastað á landsbyggðinni og sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldurs. „Alltaf þegar skellur á ný bylgja þá er minna að gera, það er bara svoleiðis. En fólk hefur verið duglegt að taka með sér,“ segir Halla. Hún væri til í að sjá rýmri reglur er varðar veitingastaði, það megi lítið út af bregða í rekstrinum á þessum tímum. Nefnir hún sem dæmi að það myndi hjálpa að rýmka reglur á landsbyggðinni varðandi veitingastaði. „Sérstaklega varðandi hádegistraffík. Það er öðruvísi umgengni hérna yfir hádegistraffík en á kvöldin. Það er setið í styttri tíma og lítið um áfengi og annað svoleiðis. Manni fyndist að það mætti vera aðeins slakari reglur þá.“ Þetta ætti sérstaklega við um landsbyggðina þar sem færri eru á ferðinni. „Það hefur lítið verið um smit annars staðar en í Reykjavík.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ísland í dag Grindavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Við byrjuðum bara með lítið kaffihús, eða ætluðum bara að vera með það, en svo hefur þetta þróast út í aðeins meira. Erum með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, veitingastað og kaffihús,“ segir Halla um þetta ævintýri. Eva Laufey Kjaran heimsótti Höllu í þættinum Ísland í dag. Eftirspurnin var einfaldlega svo mikil að Halla ákvað að taka áhættuna og fara út í stærri rekstur. „Við höfum reynt að vera með hollan hádegisverðarstað og höfum verið að gera allt frá grunni. Það er það sem er svona okkar sérkenni.“ Fá smit utan höfuðborgarsvæðisins Það kom engin önnur staðsetning til greina en heima í Grindavík. Höllu fannst sárlega vanta kósý stað fyrir fólk að koma saman. „Það er ekki nema 40 mínútur að keyra frá borginni. Við höfum Bláa lónið og svo gosið og margt annað sem við höfum upp á að bjóða hérna í bænum,“ segir Halla sem fær alls ekki bara heimafólk í mat. Halla segir það þó vera mikla áskorun að reka veitingastað á landsbyggðinni og sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldurs. „Alltaf þegar skellur á ný bylgja þá er minna að gera, það er bara svoleiðis. En fólk hefur verið duglegt að taka með sér,“ segir Halla. Hún væri til í að sjá rýmri reglur er varðar veitingastaði, það megi lítið út af bregða í rekstrinum á þessum tímum. Nefnir hún sem dæmi að það myndi hjálpa að rýmka reglur á landsbyggðinni varðandi veitingastaði. „Sérstaklega varðandi hádegistraffík. Það er öðruvísi umgengni hérna yfir hádegistraffík en á kvöldin. Það er setið í styttri tíma og lítið um áfengi og annað svoleiðis. Manni fyndist að það mætti vera aðeins slakari reglur þá.“ Þetta ætti sérstaklega við um landsbyggðina þar sem færri eru á ferðinni. „Það hefur lítið verið um smit annars staðar en í Reykjavík.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ísland í dag Grindavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira