Leikmenn Tottenham við það að gefast upp á Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 23:00 Ummæli José eftir 2-2 jafnteflið gegn Newcastle fóru ekki vel í mannskapinn. EPA-EFE/Peter Powell Ummæli José Mourinho eftir 2-2 jafntefli Tottenham Hotspur gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag féllu í grýttan jarðveg hjá leikmönnum liðsins. Eru margir þeirra búnir að fá nóg af hegðun þjálfarans. Aðferðir Portúgalans eru ekki allra og virðist hann ekki ná því sama út úr leikmönnum í dag og hann gerði hér forðum daga. Mourinho var talinn með betri þjálfurum heims eftir að hafa gert Porto að Evrópumeisturum, unnið deildina tvívegis með Chelsea, þrennuna með Inter Milan og stöðvað magnað Barcelona-lið Pep Guardiola er hann þjálfaði Real Madrid. Nú er öldin önnur. Eftir að Tottenham missti enn og aftur unninn leik niður í jafntefli um helgina var José spurður af hverju lið hans – sem voru frábær í því að halda forystu hér áður fyrr – gætu það ekki lengur. Svar hans var einkar einfalt: „Sami þjálfarinn, aðrir leikmenn.“ Þetta ku hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann hefur ítrekað gert lítið úr leikmönnum sínum og sagt að Tottenham sé ekki með nægilega gott lið til að enda í Meistaradeildarsæti. Þetta er gömul saga og ný en þegar José stýrði Manchester United fékk Luke Shaw reglulega að heyra það. Sami Luke Shaw og hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og verður að öllum líkindum vinstra megin í vörn liðsins á EM í sumar. Samkvæmt heimildum Telegraph hafa leikmenn einfaldlega fengið nóg. Þjálfarinn kennir öllum öðrum nema sjálfum sér um slæm úrslit. Tottenham stars are getting fed up with what they feel has become blame being shifted in their direction and away from Jose Mourinho for a series of underwhelming results | @matt_law_DT https://t.co/1rGdyWcbWV #THFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 Þá klóruðu blaðamenn sér í hausnum yfir því að Toby Alderweireld hafi ekki spilað gegn Newcastle á sunnudaginn var. Mourinho sagði að miðvörðurinn hefði ekki skilað sér til baka úr landsliðsverkefni Belgíu fyrr en á laugardag, degi fyrir leik. Hins vegar sýna myndir og myndbönd af æfingum Tottenam að Alderweireld hafi æft með liðinu fimmtudag, föstudag og laugardag. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, ákvað frekar að reka Pochettino heldur en að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Hann þarf mögulega að taka aðra slíka ákvörðun bráðlega ef satt reynist og margir af leikmönnum liðsins séu búnir að fá nóg af þjálfara sínum. Talið er að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, sé efstur á blaði hjá Levy fari svo að hann ákveði að skipta um þjálfara. Hvort Nagelsmann hafi áhuga á starfinu er svo önnur saga. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Aðferðir Portúgalans eru ekki allra og virðist hann ekki ná því sama út úr leikmönnum í dag og hann gerði hér forðum daga. Mourinho var talinn með betri þjálfurum heims eftir að hafa gert Porto að Evrópumeisturum, unnið deildina tvívegis með Chelsea, þrennuna með Inter Milan og stöðvað magnað Barcelona-lið Pep Guardiola er hann þjálfaði Real Madrid. Nú er öldin önnur. Eftir að Tottenham missti enn og aftur unninn leik niður í jafntefli um helgina var José spurður af hverju lið hans – sem voru frábær í því að halda forystu hér áður fyrr – gætu það ekki lengur. Svar hans var einkar einfalt: „Sami þjálfarinn, aðrir leikmenn.“ Þetta ku hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann hefur ítrekað gert lítið úr leikmönnum sínum og sagt að Tottenham sé ekki með nægilega gott lið til að enda í Meistaradeildarsæti. Þetta er gömul saga og ný en þegar José stýrði Manchester United fékk Luke Shaw reglulega að heyra það. Sami Luke Shaw og hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og verður að öllum líkindum vinstra megin í vörn liðsins á EM í sumar. Samkvæmt heimildum Telegraph hafa leikmenn einfaldlega fengið nóg. Þjálfarinn kennir öllum öðrum nema sjálfum sér um slæm úrslit. Tottenham stars are getting fed up with what they feel has become blame being shifted in their direction and away from Jose Mourinho for a series of underwhelming results | @matt_law_DT https://t.co/1rGdyWcbWV #THFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 Þá klóruðu blaðamenn sér í hausnum yfir því að Toby Alderweireld hafi ekki spilað gegn Newcastle á sunnudaginn var. Mourinho sagði að miðvörðurinn hefði ekki skilað sér til baka úr landsliðsverkefni Belgíu fyrr en á laugardag, degi fyrir leik. Hins vegar sýna myndir og myndbönd af æfingum Tottenam að Alderweireld hafi æft með liðinu fimmtudag, föstudag og laugardag. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, ákvað frekar að reka Pochettino heldur en að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Hann þarf mögulega að taka aðra slíka ákvörðun bráðlega ef satt reynist og margir af leikmönnum liðsins séu búnir að fá nóg af þjálfara sínum. Talið er að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, sé efstur á blaði hjá Levy fari svo að hann ákveði að skipta um þjálfara. Hvort Nagelsmann hafi áhuga á starfinu er svo önnur saga.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti